Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. nóvember 2025 11:00 Ian Jeffs og Nik Chamberlain slógu á létta strengi. Sá síðarnefndi vill fá leikmenn Blika með sér til Svíþjóðar en sá fyrrnefndi tekur við þjálfarastarfi Blika og vill líklega halda í sína bestu leikmenn. Vísir Nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks hefur í nægu að snúast þrátt fyrir að taka ekki formlega við starfinu fyrr en í næsta mánuði. Fráfarandi þjálfari útilokar ekki að fá Blika með sér til Svíþjóðar. Englendingurinn Ian Jeffs var kynntur sem nýr þjálfari Breiðabliks í vikunni og mun hann taka við af landa sínum og félaga Nik Chamberlain, sem tekur við Kristianstad í Svíþjóð, eftir komandi Evrópuleiki við Fortuna Hjörring frá Danmörku í Evrópubikarnum. Þó Jeffs komi ekki nálægt þeim leikjum á æfingasvæðinu er hann þó tekinn til starfa enda að nægu að huga utan vallar. „Ég kem ekki inn í þetta fyrr en eftir Evrópuleikina. Þá byrjar starfið mitt. Það sem ég er að gera núna er að reyna að koma mér inn í hlutina, það er mikil vinna á bakvið tjöldin sem þarf að sinna varðandi leikmannamál og þjálfarateymi,“ segir Jeffs í Sportpakka gærkvöldsins. 16 leikmenn að klára samning Jeffs hefur nefnilega að nægu að huga ásamt stjórn knattspyrnudeildar félagsins. Alls eru 16 leikmenn Blika að klára samning nú í nóvember, þar á meðal stór hluti byrjunarliðsins. Lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning má sjá á myndinni. Koma skal fram að Blikar tilkynntu í morgun að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði framlengt samning sinn við félagið. Listinn taldi 17 leikmenn þegar rætt var við þá Nik og Ian í gær. Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning við Breiðablik 16. nóvember næstkomandi. Um er að ræða fjölmarga byrjunarliðsmenn.Skjáskot/KSÍ Nik vill Blika með sér til Svíþjóðar Nik Chamberlain er þegar tekinn að starfa fyrir Kristianstad samhliða skyldum sínum hjá Breiðabliki og festi kaup á fyrsta leikmanninum í Svíþjóð er Linda Líf Boama, leikmaður Víkings, skrifaði undir hjá sænska liðinu í vikunni. Nik er með til skoðunar að fá fleiri leikmenn frá Íslandi, þar á meðal frá Blikum. Þarf Jeffs þá að vara sig á Nik? „Hann veit það sennilega nú þegar,“ segir Nik Chamberlain hlæjandi. „Það eru lausir samningar hjá leikmönnum og félagið þarf að taka á því. En ég held að enginn myndi standa í vegi leikmanns sem vill reyna fyrir sér erlendis,“ bætir hann við. „Við vitum að á Íslandi gefst tækifæri til að spila fótbolta á háu stigi en hér er ekki atvinnumennska og verður aldrei. Hvaða leikmenn sem ég fæ, þá verður svo að vera og ég er viss um að Jeffs og félagið muni halda sínu striki og fylla í skörðin með öðrum leikmönnum,“ segir Nik enn fremur. Sagði hann það? Jeffs var beðinn viðbragða við ummælum forvera síns í starfi. „Sagði hann það? Hann sagði eitthvað allt annað við mig,“ sagði Jeffs og hló. „Hann gerir það sem honum finnst réttast fyrir hans næsta starf. Þetta er hans ákvörðun hvað hann gerir fyrir sitt lið, sem hann er að fara til. Við viljum helst halda þeim leikmönnum sem vilja vera áfram í Breiðabliki,“ segir Jeffs. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan en v iðtal við Jeffs í heild má sjá að neðan. Klippa: Jeffs ræðir nýtt starf hjá Breiðabliki Breiðablik Besta deild kvenna Sænski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Englendingurinn Ian Jeffs var kynntur sem nýr þjálfari Breiðabliks í vikunni og mun hann taka við af landa sínum og félaga Nik Chamberlain, sem tekur við Kristianstad í Svíþjóð, eftir komandi Evrópuleiki við Fortuna Hjörring frá Danmörku í Evrópubikarnum. Þó Jeffs komi ekki nálægt þeim leikjum á æfingasvæðinu er hann þó tekinn til starfa enda að nægu að huga utan vallar. „Ég kem ekki inn í þetta fyrr en eftir Evrópuleikina. Þá byrjar starfið mitt. Það sem ég er að gera núna er að reyna að koma mér inn í hlutina, það er mikil vinna á bakvið tjöldin sem þarf að sinna varðandi leikmannamál og þjálfarateymi,“ segir Jeffs í Sportpakka gærkvöldsins. 16 leikmenn að klára samning Jeffs hefur nefnilega að nægu að huga ásamt stjórn knattspyrnudeildar félagsins. Alls eru 16 leikmenn Blika að klára samning nú í nóvember, þar á meðal stór hluti byrjunarliðsins. Lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning má sjá á myndinni. Koma skal fram að Blikar tilkynntu í morgun að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði framlengt samning sinn við félagið. Listinn taldi 17 leikmenn þegar rætt var við þá Nik og Ian í gær. Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning við Breiðablik 16. nóvember næstkomandi. Um er að ræða fjölmarga byrjunarliðsmenn.Skjáskot/KSÍ Nik vill Blika með sér til Svíþjóðar Nik Chamberlain er þegar tekinn að starfa fyrir Kristianstad samhliða skyldum sínum hjá Breiðabliki og festi kaup á fyrsta leikmanninum í Svíþjóð er Linda Líf Boama, leikmaður Víkings, skrifaði undir hjá sænska liðinu í vikunni. Nik er með til skoðunar að fá fleiri leikmenn frá Íslandi, þar á meðal frá Blikum. Þarf Jeffs þá að vara sig á Nik? „Hann veit það sennilega nú þegar,“ segir Nik Chamberlain hlæjandi. „Það eru lausir samningar hjá leikmönnum og félagið þarf að taka á því. En ég held að enginn myndi standa í vegi leikmanns sem vill reyna fyrir sér erlendis,“ bætir hann við. „Við vitum að á Íslandi gefst tækifæri til að spila fótbolta á háu stigi en hér er ekki atvinnumennska og verður aldrei. Hvaða leikmenn sem ég fæ, þá verður svo að vera og ég er viss um að Jeffs og félagið muni halda sínu striki og fylla í skörðin með öðrum leikmönnum,“ segir Nik enn fremur. Sagði hann það? Jeffs var beðinn viðbragða við ummælum forvera síns í starfi. „Sagði hann það? Hann sagði eitthvað allt annað við mig,“ sagði Jeffs og hló. „Hann gerir það sem honum finnst réttast fyrir hans næsta starf. Þetta er hans ákvörðun hvað hann gerir fyrir sitt lið, sem hann er að fara til. Við viljum helst halda þeim leikmönnum sem vilja vera áfram í Breiðabliki,“ segir Jeffs. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan en v iðtal við Jeffs í heild má sjá að neðan. Klippa: Jeffs ræðir nýtt starf hjá Breiðabliki
Breiðablik Besta deild kvenna Sænski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira