„Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Hinrik Wöhler skrifar 27. febrúar 2025 20:30 Lena Margrét Valdimarsdóttir brýtur sér leið í gegnum vörn Vals. Vísir/Vilhelm Framarar sigruðu Val í spennuþrungnum undanúrslitaleik á Ásvöllum í kvöld og leika til úrslita í Powerade-bikarkeppni kvenna í handbolta á laugardaginn. Lena Margrét Valdimarsdóttir, hægri skytta Framara, skoraði þrjú mörk og átti örvhenta skyttan prýðis leik í dag. Hún var skiljanlega í skýjunum með úrslitin. „Ég bjóst svo sem við þessu og ég held að allir hefðu gert það. Mér finnst leikir milli liðanna búnir að vera jafnir í deildinni og þetta eru bæði góð lið, bara geðveikt að þetta datt með okkur loksins í dag,“ sagði Lena Margrét eftir leikinn. Það var glatt á hjalla hjá leikmönnum Fram eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Vilhelm Framarar höfðu yfirhöndina lengst af í leiknum en Valskonur koma alltaf til baka og leikurinn var jafn og spennandi í lokin. Þrátt fyrir að Fram leiddi leikinn lengst af gerði Lena Margrét fastlega ráð fyrir því að Valsarar myndu ekki gefast upp svo auðveldlega. „Ég viðurkenni það að maður fékk fiðring í magann. Við vorum fjórum yfir og stemningin var með okkur en svo eru þær bara það gott lið og eru með það mikla breidd að maður vissi að þær myndu koma til baka. Ég er ógeðslega stolt af okkur að ná að halda haus og klára þetta,“ sagði Lena. Valsarar hafa haft góð tök á Framkonum undanfarin ár og hafa Valsarar meðal annars sigrað báða leikina milli liðanna í vetur í Olís-deildinni. „Mögulega bara það að við náðum að halda haus allan leikinn. Mér fannst í seinasta deildarleik þá missum við okkur aðeins í seinni hálfleik og þær fara fimm mörkum frá okkur, þá er erfitt að vinna það upp. Í dag er ég ánægð með að við héldum haus allan haus allan tímann,“ sagði Lena um muninn á liðunum í dag. „Við vorum bara ákveðnar að koma okkur í úrslitaleikinn,“ bætti hún við. Framarar létu finna fyrir sér í vörninni og náðu Valskonur aðeins að skora 20 mörk.Vísir/Vilhelm Undir lok fyrri hálfleiks tók örvhenta skyttan aukakast þegar leiktíminn var runninn út. Sex manna varnarmúr Valsara stóð fyrir henni en Lena gerði sér lítið fyrir og skoraði úr aukakastinu við mikinn fögnuð samherja sinna. Bjóst hún við því að skora? „Ég held að enginn hafi búist við þessu, ég veit ekki hvort ég bjóst við þessu. Þarf maður ekki að segja að maður bjóst við þessu? Ég ákvað bara að bíða smá og reyna að setja hann og það virkaði í dag,“ sagði Lena glettin að lokum. Powerade-bikarinn Fram Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira
Lena Margrét Valdimarsdóttir, hægri skytta Framara, skoraði þrjú mörk og átti örvhenta skyttan prýðis leik í dag. Hún var skiljanlega í skýjunum með úrslitin. „Ég bjóst svo sem við þessu og ég held að allir hefðu gert það. Mér finnst leikir milli liðanna búnir að vera jafnir í deildinni og þetta eru bæði góð lið, bara geðveikt að þetta datt með okkur loksins í dag,“ sagði Lena Margrét eftir leikinn. Það var glatt á hjalla hjá leikmönnum Fram eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Vilhelm Framarar höfðu yfirhöndina lengst af í leiknum en Valskonur koma alltaf til baka og leikurinn var jafn og spennandi í lokin. Þrátt fyrir að Fram leiddi leikinn lengst af gerði Lena Margrét fastlega ráð fyrir því að Valsarar myndu ekki gefast upp svo auðveldlega. „Ég viðurkenni það að maður fékk fiðring í magann. Við vorum fjórum yfir og stemningin var með okkur en svo eru þær bara það gott lið og eru með það mikla breidd að maður vissi að þær myndu koma til baka. Ég er ógeðslega stolt af okkur að ná að halda haus og klára þetta,“ sagði Lena. Valsarar hafa haft góð tök á Framkonum undanfarin ár og hafa Valsarar meðal annars sigrað báða leikina milli liðanna í vetur í Olís-deildinni. „Mögulega bara það að við náðum að halda haus allan leikinn. Mér fannst í seinasta deildarleik þá missum við okkur aðeins í seinni hálfleik og þær fara fimm mörkum frá okkur, þá er erfitt að vinna það upp. Í dag er ég ánægð með að við héldum haus allan haus allan tímann,“ sagði Lena um muninn á liðunum í dag. „Við vorum bara ákveðnar að koma okkur í úrslitaleikinn,“ bætti hún við. Framarar létu finna fyrir sér í vörninni og náðu Valskonur aðeins að skora 20 mörk.Vísir/Vilhelm Undir lok fyrri hálfleiks tók örvhenta skyttan aukakast þegar leiktíminn var runninn út. Sex manna varnarmúr Valsara stóð fyrir henni en Lena gerði sér lítið fyrir og skoraði úr aukakastinu við mikinn fögnuð samherja sinna. Bjóst hún við því að skora? „Ég held að enginn hafi búist við þessu, ég veit ekki hvort ég bjóst við þessu. Þarf maður ekki að segja að maður bjóst við þessu? Ég ákvað bara að bíða smá og reyna að setja hann og það virkaði í dag,“ sagði Lena glettin að lokum.
Powerade-bikarinn Fram Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Sjá meira