Skoðun

Guð­rún Haf­steins­dóttir til for­ystu

Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Hjartað í atvinnulífinu slær inni á gólfi í litlum og meðalstórum fyrirtækjum um land allt. Hvort sem það er á verkstæðisgólfinu, á hárgreiðslustofunni, á lagernum eða við þjónustuborðið. Þar má finna duglegt og framsækið fólk sem skapar verðmæti. Fólk sem vill fá sitt tækifæri til að gera betur og sjá afrakstur vinnu sinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn gat til langs tíma stólað á stuðning frá fólki eins og okkur, sem gefur allt sitt í að starfsemi fyrirtækja okkar gangi sem allra best. Því miður hefur sá stuðningur dvínað og traustið horfið hjá alltof mörgum. Þessa þróun þarf að stöðva og sýna í verki samstöðu og skilning á því hverskonar umhverfi og aðstæður þurfa að vera í samfélaginu svo fyrirtæki geti þrifist og dafnað.

Það er mikill fengur í því að fá Guðrúnu Hafsteinsdóttur til forystu í Sjálfstæðisflokknum. Í Guðrúnu eigum við framtíðar forystumann sem hefur haldbæra reynslu af rekstri fyrirtækja, tekið að sér áhrifastöður á samstarfsvettvangi fyrirtækja og sýnt á skömmum tíma forystuhæfileika á hinu pólitíska sviði. Hennar vegur til forystu er byggður á reynslu af því að hafa mannaforráð á vinnustað, þurfa að taka fjárhagslega áhættu og byggja upp traust vörumerki og framleiðsluafurð.

Við þurfum að tryggja traust og tiltrú á okkar leiðtogum. Guðrún Hafsteinsdóttir stendur undir slíku trausti og hún hefur okkar stuðning.

  • Davíð Helgason, framkvæmdastjóri Múrþjónustu Helga Þorsteinssonar
  • Freyr Friðriksson, forstjóri KAPP
  • Guðbergur Reynisson, eigandi Cargo flutningar
  • Guðmundur Viðarsson, eigandi Skálakot Manor Hotel
  • Guðrún Helga Theodórsdóttir, eigandi Z-brautir & gluggatjöld
  • Herbert Hauksson, eigandi Mountaineers of Iceland
  • Íris Brá Svavarsdóttir, eigandi Monark bókhaldsþjónusta
  • Karen Jónsdóttir, eigandi Kaja Organic
  • Laufey Guðmundsdóttir og Tinna Rut Sigurðardóttir, framkvæmdarstýrur Glacier Journeys
  • Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri
  • Sævar Benediktsson, framkvæmdastjóri BB og Synir
  • Valur Stefánsson, eigandi Fagform
  • Þuríður Magnúsdóttir, eigandi Meba



Skoðun

Sjá meira


×