Það að Albert hafi verið á bekknum vakti mikla athygli enda stutt síðan hann var sagður meiddur á baki og að hann yrði frá í meira en mánuð vegna meiðslanna. Fyrr í dag var hins vegar greint frá því að hann væri í hóp.
Hvað leik kvöldsins varðar þá skoraði Robin Gosens eina mark hans eftir sendingu frá Dodo. Lucas Beltran fékk reyndar gullið tækifæri til að tvöfalda forystu heimaliðsins en vítaspyrna hans fór forgörðum.
Albert kom inn af bekknum á 88. mínútu og hjálpaði sínum mönnum að halda út. Þórir Jóhann hafði komið inn af bekk gestanna á 64. mínútu en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn.
Fiorentina er nú í 6. sæti með 45 stig, aðeins fjórum minna en Juventus í 4. sætinu þegar 12 umferðir eru eftir. Lecce er í 16. sæti með 25 stig, fjórum frá fallsæti.