Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar 1. mars 2025 14:32 Mjólkursamsalan (MS) vill koma á framfæri leiðréttingu vegna rangfærslna sem fram koma í grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem birt var á Vísir.is þann 20. febrúar 2025 undir fyrirsögninni „Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda“. Í greininni heldur Ólafur því fram að MS flytji tekjur frá íslenskum kúabændum til erlendra bænda vegna skyrframleiðslu utan Íslands. Þetta er rangt. MS flutti úr landi yfir 3000 tonn af skyri árið 2024 til Evrópulanda. Allar upplýsingar um útflutning á skyri frá Íslandi eru opinberar og má nálgast á vef Hagstofu Íslands, þar sem þær eru uppfærðar mánaðarlega. Framleiðsla á skyri erlendis Varðandi framleiðslu á skyri erlendis, þá er rétt að mjólkin sem notuð er í þá framleiðslu kemur frá erlendum bændum, enda er framleiðslan staðsett í þeim löndum. Hins vegar er sú afurð seld á erlendum mörkuðum og ekki flutt til Íslands, ólíkt því sem fyrirsögn greinarinnar gæti gefið til kynna. Það er því ekki um að ræða tekjutap fyrir íslenska bændur vegna útflutnings MS, heldur um eðlilega þróun á alþjóðlegri starfsemi sem miðar að því að styrkja vörumerkið og markaðsstöðu íslensks skyrs á erlendum mörkuðum. Um alþjóðlegar skuldbindingar Af gefnu tilefni vill MS taka fram eftirfarandi varðandi Alþjóðatollastofnunina og tollflokkun pítsaosts af hálfu hérlendra tollayfirvalda. Ítrekað hefur verið haldið fram af framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen, að niðurstaða Alþjóðatollastofnunarinnar um tollflokkun pítsaosts feli í sér alþjóðlega skuldbindingu fyrir Ísland. Þetta er ekki rétt. Ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar er ráðgefandi og hefur ekki lagalegt bindandi gildi fyrir íslensk stjórnvöld. Íslenskir dómstólar hafa þegar komist að niðurstöðu um að gildandi tollflokkun á pítsaosti sé í samræmi við íslensk lög, og að íslensk löggjöf gangi framar í þessum efnum. Sú niðurstaða byggir m.a. á svokölluðum HS-samningi sem Alþjóðatollastofnunin byggir starfsemi sína á. Því er rangt að halda því fram að Ísland hafi brotið gegn alþjóðlegum skuldbindingum með þessari tollflokkun. Þvert á móti hefur nálgun íslenskra stjórnvalda byggt á HS-samningnum og verið sú sama og nálgun ESB (og annarra ríkja, t.d. Kanada og Japan) í sambærilegum málum, þ.e. að tilkynna Alþjóðatollastofnuninni að stjórnvöldum sé ókleift að fylgja áliti stofnunarinnar vegna niðurstöðu dómstóla. Fullyrðingar um að íslensk stjórnvöld hafi lagalega skyldu til að fylgja áliti Alþjóðatollastofnunarinnar standast af þessari ástæðu enga skoðun og hefur verið hafnað af hálfu íslenskra dómstóla. Mjólkursamsalan telur mikilvægt að umræða um útflutning og starfsemi félagsins byggi á staðreyndum, en ekki á misskilningi og rangfærslum. Höfundur er stjórnaformaður MS og bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kýr Matvælaframleiðsla Matur Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) vill koma á framfæri leiðréttingu vegna rangfærslna sem fram koma í grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem birt var á Vísir.is þann 20. febrúar 2025 undir fyrirsögninni „Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda“. Í greininni heldur Ólafur því fram að MS flytji tekjur frá íslenskum kúabændum til erlendra bænda vegna skyrframleiðslu utan Íslands. Þetta er rangt. MS flutti úr landi yfir 3000 tonn af skyri árið 2024 til Evrópulanda. Allar upplýsingar um útflutning á skyri frá Íslandi eru opinberar og má nálgast á vef Hagstofu Íslands, þar sem þær eru uppfærðar mánaðarlega. Framleiðsla á skyri erlendis Varðandi framleiðslu á skyri erlendis, þá er rétt að mjólkin sem notuð er í þá framleiðslu kemur frá erlendum bændum, enda er framleiðslan staðsett í þeim löndum. Hins vegar er sú afurð seld á erlendum mörkuðum og ekki flutt til Íslands, ólíkt því sem fyrirsögn greinarinnar gæti gefið til kynna. Það er því ekki um að ræða tekjutap fyrir íslenska bændur vegna útflutnings MS, heldur um eðlilega þróun á alþjóðlegri starfsemi sem miðar að því að styrkja vörumerkið og markaðsstöðu íslensks skyrs á erlendum mörkuðum. Um alþjóðlegar skuldbindingar Af gefnu tilefni vill MS taka fram eftirfarandi varðandi Alþjóðatollastofnunina og tollflokkun pítsaosts af hálfu hérlendra tollayfirvalda. Ítrekað hefur verið haldið fram af framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen, að niðurstaða Alþjóðatollastofnunarinnar um tollflokkun pítsaosts feli í sér alþjóðlega skuldbindingu fyrir Ísland. Þetta er ekki rétt. Ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar er ráðgefandi og hefur ekki lagalegt bindandi gildi fyrir íslensk stjórnvöld. Íslenskir dómstólar hafa þegar komist að niðurstöðu um að gildandi tollflokkun á pítsaosti sé í samræmi við íslensk lög, og að íslensk löggjöf gangi framar í þessum efnum. Sú niðurstaða byggir m.a. á svokölluðum HS-samningi sem Alþjóðatollastofnunin byggir starfsemi sína á. Því er rangt að halda því fram að Ísland hafi brotið gegn alþjóðlegum skuldbindingum með þessari tollflokkun. Þvert á móti hefur nálgun íslenskra stjórnvalda byggt á HS-samningnum og verið sú sama og nálgun ESB (og annarra ríkja, t.d. Kanada og Japan) í sambærilegum málum, þ.e. að tilkynna Alþjóðatollastofnuninni að stjórnvöldum sé ókleift að fylgja áliti stofnunarinnar vegna niðurstöðu dómstóla. Fullyrðingar um að íslensk stjórnvöld hafi lagalega skyldu til að fylgja áliti Alþjóðatollastofnunarinnar standast af þessari ástæðu enga skoðun og hefur verið hafnað af hálfu íslenskra dómstóla. Mjólkursamsalan telur mikilvægt að umræða um útflutning og starfsemi félagsins byggi á staðreyndum, en ekki á misskilningi og rangfærslum. Höfundur er stjórnaformaður MS og bóndi.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun