Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 1. mars 2025 17:01 Framkoma fólks segir ekki allt um það hvert innrætið er, að sjá á manneskju hvort hún/hann er gerandi ofbeldis getur reynst flókið. Það getur verið áfall að heyra um einstakling sem þú taldir vera „góða manneskju“ sem er síðan dæmd/ur fyrir ljót og jafnvel alvarleg brot gegn fólki og börnum. Einstaklingurinn gæti hafa brotið kynferðislega á börnum, fjölskyldumeðlimum eða öðrum, þrátt fyrir að hafa á yfirborðinu sýnt af sér allt aðra mynd, sem einstakur vinur eða kærleiksríkt foreldri og ábyrgur samfélagsþegn. Áfallið að uppgötva sannleikann Sögur og staðreyndir um geranda ofbeldis, manneskju sem maður treysti getur valdið áföllum. Fyrir þá sem standa nærri geranda, fjölskyldan, vinir eða samstarfsfólk, þá vakna óteljandi spurningar eins og þessar: Hvernig sáum við þetta ekki? Hvernig eigum við að takast á við þetta núna? Hvernig verndum við þau sem urðu fyrir skaða? Að auki geta einstaklingar upplifað skömm, sorg og reiði yfir að hafa ekki séð eða grunað hvað ætti sér stað. Einhverjir finna fyrir vantrausti gagnvart eigin dómgreind og eiga jafnvel erfitt með að treysta öðrum í kjölfarið. Persónulegt innlegg og lífsreynsla – ekki fyrir viðkvæma! Undir lok síðustu aldar ræddi ég oft við manneskju sem telst vera „tengdafaðir minn“ samkvæmt tengingu, það kom fyrir að við ræddum um ástríðu mína um forvarnir gegn ofbeldi á börnum og hvernig samfélagið geti brugðist við og spornað gegn þeim skaða sem ofbeldisfólk veldur. Þessa tilteknu stund man ég eins og gerst hafi í gær það að hann sagði orðrétt „að hann vildi helst láta skera undan þeim sem væru svona vondir við börn“ Við ræddum um var reynsla vinkonu minnar sem þá var að fara dómstólaleiðina vegna ofbeldis sem hún varð fyrir. Þessi „tengdafaðir“ sem margir og þar á meðal ég, töldum vera ágætis mann, virtist hafa mikinn áhuga á ástríðu minni og sér í lagi máli vinkonu minnar. Eftir þetta kvöld, liðu ekki mörg ár þar til ég ásamt eiginmanni mínum komust að því, að á sama tíma og hann fordæmdi ofbeldismenn í mín eyru var hann sjálfur að brjóta alvarlega á börnum sínum og fjölskyldu. Hvernig grípum við þau sem standa næst? Fjölskyldur og vinir gerenda ofbeldis eru mögulega ákveðin „fórnarlömb“ sum hver dæmd fyrir það. Stuðningur er mikilvægur að takast á við skömmina, sorgina sem fylgir því að heyra um vin eða fjölskyldumeðlim sem geranda ofbeldis, hræðilegan gjörning sem þau bera enga ábyrgð á. Forvarnir verða að vera alltaf í tísku! Við verðum að efla forvarnir til muna, mikilvægt er að kenna samskipti. Hvernig grípum við þau sem standa næst? Fjölskyldur og vinir gerenda eru ákveðin fórnarlömb, eru dæmd fyrir það sem aðrir í kringum þau hafa brotið af sér. Stuðningur er mikilvægur það að takast á við skömmina, sorgina sem fylgir því að heyra um vin eða fjölskyldumeðlim sem geranda ofbeldis, gjörning sem þau hafa enga stjórn á. Samtalið fræðsla ekki hræðsla er vitundarvakning sem gengur m.a. út á, að efla kennara, skólafólk og foreldra að vera meðvituð um forvarnir, að þjálfa börn í samskiptum, að þau geti sett mörk, að auki virða mörk annarra og segja frá sé farið yfir þau. Það skiptir sköpum að kenna börnum samskipti eins og umferðafræðslu. Allt frá árinu 1967 höfum við Íslendingar kennt börnum umferðafræðslu frá 4 ára aldri sem er vel. Ég velti fyrir mér hvernig væri umferðamenningin ef við slepptum því, í staðinn afhentum ungmennum bíllyklana og kennum þeim umferðareglur þegar/ef þau lenda í slysi? Það sama segi ég um samskiptin, við erum oftast að reyna að laga samskiptin eftir að ofbeldið/slysin eiga sér stað, verum fyrri til og kennum samskipti markvisst líkt og umferðina. Að þekkja eigin mörk og virða annarra, með því að kenna börnum að greina á milli heilbrigðra og óheilbrigðra samskipta, lærir ný kynslóð að verja sig gegn hugsanlegu ofbeldi. Að hringja í 112, ég tel að börn þurfa að vita að það er ekki aðeins rétt heldur nauðsynlegt að hringja í 112 ef þau óttast um öryggi sitt eða annarra. Líkt og þegar eldur kviknar, geta mannleg samskipti stundum valdið hættu sem krefst tafarlausrar hjálpar. Að segja frá, börn þurfa að finna að það sé öruggt að segja frá ef eitthvað ógnar þeim. Með því að efla börn í að tala um ótta sinn og óöryggi er hægt að koma í veg fyrir að vandamál þróist í alvarlegri mál. Að skilja áhrif samskipta, ég tel að börn eigi að læra að mannleg samskipti geta verið bæði uppbyggjandi og skaðleg. Með fræðslu geta þau betur áttað sig á því hvernig þau geta varið sig gegn samskiptum sem valda þeim skaða. Hlutverk samfélagsins, skóla og fjölmiðla Stuðningur fyrir brotaþola og fjölskyldur þeirra, fái þann stuðning sem þau þurfa. Fræðsla fyrir börn og unglinga, heimilin og skólar gegna stóru hlutverki að kenna börnum að greina á milli heilbrigðra og óheilbrigðra samskipta. Að ræða við börnin, hvað vitum við um það sem börnin okkar lesa og heyra í kringum sig? Sum börn sem eru vel læs, lesa fréttir og annað, en hafa þau nægan þroska til að skilja fréttir? Þau verða að fá útskýringar og það frá áreiðanlegum aðilum. Samfélagsleg ábyrgð, samfélagið sem heild þarf að axla ábyrgð með því að stjórnvöld bjóði upp á markvissa forvarnafræðslu og umræðu um samskipti, þar sem fullorðnir eru fyrirmyndir. Lokaorð Traustur vinur getur gert voðaverk, sem samfélag verðum að gera betur, vera undirbúin til að takast á við slíkt, helst að útrýma ofbeldi. Með fræðslu, stuðningi og ábyrgri umfjöllun er hægt að byggja upp samfélag þar sem bæði brotaþolar og aðstandendur geta fundið von og bata í kjölfar þess að hræðilegur sannleikur kemur í ljós. Að mínu mati verður að endurskoða þá hringrás sem á sér stað í fangelsum landsins, þar sem betrun fanga er lítil sem engin og afbrot endurtekin að afplánun lokinni. Höfundur er leikskólakennari með áherslu á forvarnir í samskiptum og eigandi Samtalið fræðsla ekki hræðsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Sjá meira
Framkoma fólks segir ekki allt um það hvert innrætið er, að sjá á manneskju hvort hún/hann er gerandi ofbeldis getur reynst flókið. Það getur verið áfall að heyra um einstakling sem þú taldir vera „góða manneskju“ sem er síðan dæmd/ur fyrir ljót og jafnvel alvarleg brot gegn fólki og börnum. Einstaklingurinn gæti hafa brotið kynferðislega á börnum, fjölskyldumeðlimum eða öðrum, þrátt fyrir að hafa á yfirborðinu sýnt af sér allt aðra mynd, sem einstakur vinur eða kærleiksríkt foreldri og ábyrgur samfélagsþegn. Áfallið að uppgötva sannleikann Sögur og staðreyndir um geranda ofbeldis, manneskju sem maður treysti getur valdið áföllum. Fyrir þá sem standa nærri geranda, fjölskyldan, vinir eða samstarfsfólk, þá vakna óteljandi spurningar eins og þessar: Hvernig sáum við þetta ekki? Hvernig eigum við að takast á við þetta núna? Hvernig verndum við þau sem urðu fyrir skaða? Að auki geta einstaklingar upplifað skömm, sorg og reiði yfir að hafa ekki séð eða grunað hvað ætti sér stað. Einhverjir finna fyrir vantrausti gagnvart eigin dómgreind og eiga jafnvel erfitt með að treysta öðrum í kjölfarið. Persónulegt innlegg og lífsreynsla – ekki fyrir viðkvæma! Undir lok síðustu aldar ræddi ég oft við manneskju sem telst vera „tengdafaðir minn“ samkvæmt tengingu, það kom fyrir að við ræddum um ástríðu mína um forvarnir gegn ofbeldi á börnum og hvernig samfélagið geti brugðist við og spornað gegn þeim skaða sem ofbeldisfólk veldur. Þessa tilteknu stund man ég eins og gerst hafi í gær það að hann sagði orðrétt „að hann vildi helst láta skera undan þeim sem væru svona vondir við börn“ Við ræddum um var reynsla vinkonu minnar sem þá var að fara dómstólaleiðina vegna ofbeldis sem hún varð fyrir. Þessi „tengdafaðir“ sem margir og þar á meðal ég, töldum vera ágætis mann, virtist hafa mikinn áhuga á ástríðu minni og sér í lagi máli vinkonu minnar. Eftir þetta kvöld, liðu ekki mörg ár þar til ég ásamt eiginmanni mínum komust að því, að á sama tíma og hann fordæmdi ofbeldismenn í mín eyru var hann sjálfur að brjóta alvarlega á börnum sínum og fjölskyldu. Hvernig grípum við þau sem standa næst? Fjölskyldur og vinir gerenda ofbeldis eru mögulega ákveðin „fórnarlömb“ sum hver dæmd fyrir það. Stuðningur er mikilvægur að takast á við skömmina, sorgina sem fylgir því að heyra um vin eða fjölskyldumeðlim sem geranda ofbeldis, hræðilegan gjörning sem þau bera enga ábyrgð á. Forvarnir verða að vera alltaf í tísku! Við verðum að efla forvarnir til muna, mikilvægt er að kenna samskipti. Hvernig grípum við þau sem standa næst? Fjölskyldur og vinir gerenda eru ákveðin fórnarlömb, eru dæmd fyrir það sem aðrir í kringum þau hafa brotið af sér. Stuðningur er mikilvægur það að takast á við skömmina, sorgina sem fylgir því að heyra um vin eða fjölskyldumeðlim sem geranda ofbeldis, gjörning sem þau hafa enga stjórn á. Samtalið fræðsla ekki hræðsla er vitundarvakning sem gengur m.a. út á, að efla kennara, skólafólk og foreldra að vera meðvituð um forvarnir, að þjálfa börn í samskiptum, að þau geti sett mörk, að auki virða mörk annarra og segja frá sé farið yfir þau. Það skiptir sköpum að kenna börnum samskipti eins og umferðafræðslu. Allt frá árinu 1967 höfum við Íslendingar kennt börnum umferðafræðslu frá 4 ára aldri sem er vel. Ég velti fyrir mér hvernig væri umferðamenningin ef við slepptum því, í staðinn afhentum ungmennum bíllyklana og kennum þeim umferðareglur þegar/ef þau lenda í slysi? Það sama segi ég um samskiptin, við erum oftast að reyna að laga samskiptin eftir að ofbeldið/slysin eiga sér stað, verum fyrri til og kennum samskipti markvisst líkt og umferðina. Að þekkja eigin mörk og virða annarra, með því að kenna börnum að greina á milli heilbrigðra og óheilbrigðra samskipta, lærir ný kynslóð að verja sig gegn hugsanlegu ofbeldi. Að hringja í 112, ég tel að börn þurfa að vita að það er ekki aðeins rétt heldur nauðsynlegt að hringja í 112 ef þau óttast um öryggi sitt eða annarra. Líkt og þegar eldur kviknar, geta mannleg samskipti stundum valdið hættu sem krefst tafarlausrar hjálpar. Að segja frá, börn þurfa að finna að það sé öruggt að segja frá ef eitthvað ógnar þeim. Með því að efla börn í að tala um ótta sinn og óöryggi er hægt að koma í veg fyrir að vandamál þróist í alvarlegri mál. Að skilja áhrif samskipta, ég tel að börn eigi að læra að mannleg samskipti geta verið bæði uppbyggjandi og skaðleg. Með fræðslu geta þau betur áttað sig á því hvernig þau geta varið sig gegn samskiptum sem valda þeim skaða. Hlutverk samfélagsins, skóla og fjölmiðla Stuðningur fyrir brotaþola og fjölskyldur þeirra, fái þann stuðning sem þau þurfa. Fræðsla fyrir börn og unglinga, heimilin og skólar gegna stóru hlutverki að kenna börnum að greina á milli heilbrigðra og óheilbrigðra samskipta. Að ræða við börnin, hvað vitum við um það sem börnin okkar lesa og heyra í kringum sig? Sum börn sem eru vel læs, lesa fréttir og annað, en hafa þau nægan þroska til að skilja fréttir? Þau verða að fá útskýringar og það frá áreiðanlegum aðilum. Samfélagsleg ábyrgð, samfélagið sem heild þarf að axla ábyrgð með því að stjórnvöld bjóði upp á markvissa forvarnafræðslu og umræðu um samskipti, þar sem fullorðnir eru fyrirmyndir. Lokaorð Traustur vinur getur gert voðaverk, sem samfélag verðum að gera betur, vera undirbúin til að takast á við slíkt, helst að útrýma ofbeldi. Með fræðslu, stuðningi og ábyrgri umfjöllun er hægt að byggja upp samfélag þar sem bæði brotaþolar og aðstandendur geta fundið von og bata í kjölfar þess að hræðilegur sannleikur kemur í ljós. Að mínu mati verður að endurskoða þá hringrás sem á sér stað í fangelsum landsins, þar sem betrun fanga er lítil sem engin og afbrot endurtekin að afplánun lokinni. Höfundur er leikskólakennari með áherslu á forvarnir í samskiptum og eigandi Samtalið fræðsla ekki hræðsla.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun