„Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. mars 2025 17:41 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, bregst við skrifum Dagnýja Hængsdóttur Köhler, ömmu drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á Menningarnótt. Sigurjón/aðsend Allt of fá úrræði eru til staðar fyrir börn í miklum vanda að sögn umboðsmanns barna. Mikil bið er eftir þjónustu sem komi í veg fyrir að hægt sé að grípa inn í þegar vandinn kemur upp. Barnamálaráðherra tekur undir og boðar úrbætur. Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra og hjúkrunarfræðingur í geðþjónustu, tjáði sig um málið voðalega Í aðsendri grein á Vísi í gær. Í greininni gagnrýndi hún það kerfi sem er við lýði hér á landi þegar það kemur að því að grípa börn með áföll og sagði barnavernd hafa gripið of vægt inn í mál dóttursonar síns sem hafi búið við bagalegar uppeldisaðstöður. Þurfi að grípa fyrr inn í Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, tekur undir skrif Dagnýjar og segir mikilvægt að grípa börn sem hafa orðið fyrir áföllum. „Mig langar að byrja á því að votta aðstandendum Bryndísar Klöru mína dýpstu samúð en já ég er sammála því að það þurfi að grípa mun fyrr inn. Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa og úrræði fyrir börn í vanda hafa ekki verið nægilega góð og það er eitthvað sem við þurfum að fara bæta. Við erum að vinna í þessum málum og þetta er það sem er í forgangi hjá mér sem barnamálaráðherra og hjá þessari ríkisstjórn það er farsæld barna.“ Ásthildur tekur jafnframt fram að það þurfi að grípa fyrr inn í og stytta biðlista til að minnka líkurnar á því að harmleikir sem þessir eigi sér stað. „Ég held að það þurfi að styrkja barnavernd og þau úrræði sem þau hafa til að grípa inn í, virkilega mikið. Börn þurfa að vera í forgangi og það þarf að grípa inn í eins fljótt og hægt er.“ Skortur á fjölbreytni í úrræðum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að óháð þessu umrædda máli séu allt of fá úrræði til staðar fyrir börn í miklum vanda. Of mörg mál komi upp á ári hverju. „Við höfum líka verið að fylgjast með því reglubundið, þessari miklu bið eftir þjónustu. Bið fyrir börn á öllum aldri alveg lítil börn og það er bið eftir þjónustu sem er nauðsynleg og þessi bið kemur í veg fyrr að það se hægt að grípa í vandann þegar hann kemur upp.“ Mikilvægt sé að grípa inn í hjá börnum áður en vandinn vex um of. Hún tekur fram að ekki sé hægt að setja öll börn undir sama hatt í kerfinu. „Ég held að það þurfi að huga að margvíslegum hópi barna með fjölbreyttan vanda og það þarf fjölbreytt úrræði og það kannski skortir stundum fjölbreytni í úrræðum, að þú getir fengið þá sérhæfingu sem þau þurfa.“ Styðja þurfi enn frekar við barnaverndarþjónustu um allt land og setja börn í forgang. Stunguárás við Skúlagötu Barnavernd Félagsmál Börn og uppeldi Fíkn Heilbrigðismál Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira
Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra og hjúkrunarfræðingur í geðþjónustu, tjáði sig um málið voðalega Í aðsendri grein á Vísi í gær. Í greininni gagnrýndi hún það kerfi sem er við lýði hér á landi þegar það kemur að því að grípa börn með áföll og sagði barnavernd hafa gripið of vægt inn í mál dóttursonar síns sem hafi búið við bagalegar uppeldisaðstöður. Þurfi að grípa fyrr inn í Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, tekur undir skrif Dagnýjar og segir mikilvægt að grípa börn sem hafa orðið fyrir áföllum. „Mig langar að byrja á því að votta aðstandendum Bryndísar Klöru mína dýpstu samúð en já ég er sammála því að það þurfi að grípa mun fyrr inn. Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa og úrræði fyrir börn í vanda hafa ekki verið nægilega góð og það er eitthvað sem við þurfum að fara bæta. Við erum að vinna í þessum málum og þetta er það sem er í forgangi hjá mér sem barnamálaráðherra og hjá þessari ríkisstjórn það er farsæld barna.“ Ásthildur tekur jafnframt fram að það þurfi að grípa fyrr inn í og stytta biðlista til að minnka líkurnar á því að harmleikir sem þessir eigi sér stað. „Ég held að það þurfi að styrkja barnavernd og þau úrræði sem þau hafa til að grípa inn í, virkilega mikið. Börn þurfa að vera í forgangi og það þarf að grípa inn í eins fljótt og hægt er.“ Skortur á fjölbreytni í úrræðum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að óháð þessu umrædda máli séu allt of fá úrræði til staðar fyrir börn í miklum vanda. Of mörg mál komi upp á ári hverju. „Við höfum líka verið að fylgjast með því reglubundið, þessari miklu bið eftir þjónustu. Bið fyrir börn á öllum aldri alveg lítil börn og það er bið eftir þjónustu sem er nauðsynleg og þessi bið kemur í veg fyrr að það se hægt að grípa í vandann þegar hann kemur upp.“ Mikilvægt sé að grípa inn í hjá börnum áður en vandinn vex um of. Hún tekur fram að ekki sé hægt að setja öll börn undir sama hatt í kerfinu. „Ég held að það þurfi að huga að margvíslegum hópi barna með fjölbreyttan vanda og það þarf fjölbreytt úrræði og það kannski skortir stundum fjölbreytni í úrræðum, að þú getir fengið þá sérhæfingu sem þau þurfa.“ Styðja þurfi enn frekar við barnaverndarþjónustu um allt land og setja börn í forgang.
Stunguárás við Skúlagötu Barnavernd Félagsmál Börn og uppeldi Fíkn Heilbrigðismál Fangelsismál Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Sjá meira