Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar 3. mars 2025 07:30 Hitler hóf heimsstyrjöldina til að auka lífsrými Þjóðverja. Í ágúst 1939 hittust fulltrúar Hitlers og Stalíns, tveggja helstu glæpamanna heimsins. Tilgangur fundarins var gagnkvæmt samþykki um að innlima sjálstæð ríki í Evrópu. Skiptingin var þannig tilgreind í samningi þeirra, að Hitler fékk hálft Pólland og Rússar hálft. Hersveitir þeirra réðust svo saman inn í Pólland og mættust þar í sigurgleði - og skáluðu. Stalín og hans fólk fékk Eistland, Lettland og Litháen. Stalín fékk að auki Finnland og gerði strax innrás þar. Sú innrás er kölluð vetrarstríðið. Þessu til viðbótar mátti svo hvor þeirra sem nennti fá Bessarabíu, sem að hluta til er núverandi Moldavía. Þessi svívirða er kölluð griðasáttmáli Hitlers og Stalíns, Kommúnistar á Íslandi sögðu samninginn sýna snilli Stalíns, hann hefði gert sáttmálann við Hitler til að fá aukið svigrúm til að efla rússneska herinn. Stalín kollvarpaði sjálfur þeirri kenningu þegar hann réðist án tafa inn í Finnland og eyddi dýrmætum vopnum og tíma í árás á friðsama þjóð sem engum stóð ógn af. Er sagan að endurtaka sig? Forseti Bandaríkjanna tönnlast nú á því, að hann ætli að gera Ameríku mikla aftur. Hann boðar að hann ætli að innlima Panama. Hann heldur því fram að Kanada eigi að tilheyra Bandaríkjunum. Hann ógnar Grænlendingum og fullyrðir að land þeirra tilheyri Ameríku. Bandaríkjamenn reistu herstöð í Grænlandi til að bæta hernaðarstöðu sína ganvart Rússlandi. Því er eðlilegt að spyrja: Hafa Trump og Pútin samið? Td. „Ef þú sættir þig við að ég taki Grænland þá skal ég sætta mig við að þú takir Úkraínu og önnur fyrrum Sovét-lýðveldi.“ Trump hefur lýst yfir að vilja eignast Gasaströndina. Með því geta Bandaríkjamenn tryggt sér sjálfir nægan hernaðarstyrk til að gæta olíuhagsmuna í Mið-Austurlöndum. Þá losna þeir við að hervæða barnadráp og ákærða stríðsglæpamenn síonista í Ísrael. Eftir að sjónvarp sýndi samtal forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu þá er eðlilegt að spyrja: Dreymir Pútín og Trump eins og Hitler og Stalín, að skipta ríkjum á milli sín? Þetta ætti að vera galin spurning, en þegar hún varðar þessa veruleikafirrtu menn er hún því miður ekki galin. Höfundur er rafiðnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Sjá meira
Hitler hóf heimsstyrjöldina til að auka lífsrými Þjóðverja. Í ágúst 1939 hittust fulltrúar Hitlers og Stalíns, tveggja helstu glæpamanna heimsins. Tilgangur fundarins var gagnkvæmt samþykki um að innlima sjálstæð ríki í Evrópu. Skiptingin var þannig tilgreind í samningi þeirra, að Hitler fékk hálft Pólland og Rússar hálft. Hersveitir þeirra réðust svo saman inn í Pólland og mættust þar í sigurgleði - og skáluðu. Stalín og hans fólk fékk Eistland, Lettland og Litháen. Stalín fékk að auki Finnland og gerði strax innrás þar. Sú innrás er kölluð vetrarstríðið. Þessu til viðbótar mátti svo hvor þeirra sem nennti fá Bessarabíu, sem að hluta til er núverandi Moldavía. Þessi svívirða er kölluð griðasáttmáli Hitlers og Stalíns, Kommúnistar á Íslandi sögðu samninginn sýna snilli Stalíns, hann hefði gert sáttmálann við Hitler til að fá aukið svigrúm til að efla rússneska herinn. Stalín kollvarpaði sjálfur þeirri kenningu þegar hann réðist án tafa inn í Finnland og eyddi dýrmætum vopnum og tíma í árás á friðsama þjóð sem engum stóð ógn af. Er sagan að endurtaka sig? Forseti Bandaríkjanna tönnlast nú á því, að hann ætli að gera Ameríku mikla aftur. Hann boðar að hann ætli að innlima Panama. Hann heldur því fram að Kanada eigi að tilheyra Bandaríkjunum. Hann ógnar Grænlendingum og fullyrðir að land þeirra tilheyri Ameríku. Bandaríkjamenn reistu herstöð í Grænlandi til að bæta hernaðarstöðu sína ganvart Rússlandi. Því er eðlilegt að spyrja: Hafa Trump og Pútin samið? Td. „Ef þú sættir þig við að ég taki Grænland þá skal ég sætta mig við að þú takir Úkraínu og önnur fyrrum Sovét-lýðveldi.“ Trump hefur lýst yfir að vilja eignast Gasaströndina. Með því geta Bandaríkjamenn tryggt sér sjálfir nægan hernaðarstyrk til að gæta olíuhagsmuna í Mið-Austurlöndum. Þá losna þeir við að hervæða barnadráp og ákærða stríðsglæpamenn síonista í Ísrael. Eftir að sjónvarp sýndi samtal forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu þá er eðlilegt að spyrja: Dreymir Pútín og Trump eins og Hitler og Stalín, að skipta ríkjum á milli sín? Þetta ætti að vera galin spurning, en þegar hún varðar þessa veruleikafirrtu menn er hún því miður ekki galin. Höfundur er rafiðnaðarmaður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun