Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2025 09:02 Baráttan fyrir bættri velferð dýra hefur verið að styrkjast stöðugt á síðustu árum. Það finnum við hjá Dýraverndarsambandi Íslands, rótgrónum samtökum sem eiga ekki minna erindi í dag en þegar þau voru stofnuð fyrir 110 árum. Með því að skrifa undir á vefnum askorun.dyravernd.is getur fólk lagst á árarnar með DÍS til að þrýsta á stjórnvöld að stöðva blóðmerahald.Eðli þessarar starfsemi hefur verið dregin fram í dagsljósið undanfarin ár og dylst engum sem skoðar framkvæmdina að um er að ræða meðferð á dýrum sem er bæði tímaskekkja og dýraníð. Blóðtakan veldur áþján Blóðmerahaldið er starfsemi þar sem blóð er tekið úr fylfullum hryssum til vinna úr því hormón til framleiðslu á frjósemislyfi fyrir dýr. Lyfið er notað fyrir dýr í verksmiðjubúskap, aðallega gyltur, svo dýrin eignist fleiri afkvæmi og oftar en þeim er eðlilegt. Þegar tekið er blóð úr hryssunum sem eru fylfullar og yfirleitt mjólkandi folaldi, eru teknir 5 lítrar vikulega í allt að 8 vikur. Þetta er um 16-20% af heildarblóðmagni hryssanna sem er langt umfram alþjóðleg viðmið hvað varðar magn og tíðni blóðtöku úr dýrum sem er óviðunandi og veldur hryssunum áþján. Væri farið eftir alþjóðlegum viðmiðum væri verið að taka um 7,5%, eða um 2 lítra. Grimm meðferð á fylfullum hryssum Í blóðmerahaldinu er yfirleitt um að ræða stóra hópa hryssa sem eru lítið tamdar og í lítilli snertingu við fólk. Þegar þessar hryssur eru reknar á blóðtökubás og bundnar þar fastar verða þær eðlilega mjög hræddar og ekki síður um folaldið sitt. Í þessum aðstæðum reyna hryssurnar að berjast um eða flýja til að komast undan og þegar það gengur ekki gefast þær upp og láta meðferðina yfir sig ganga. Svona meðferð á dýrum er grimm og algjörlega í andstöðu við markmið laga um velferð dýra. Þegar blóð er tekið úr hryssunum er um að ræða þvingandi aðgerð, hvort sem þær eru tamdar eða lítið tamdar. Ferlið er sársaukafullt þar sem hryssurnar eru stungnar í hálsbláæð með þykkri nál og geta þessar ítrekuðu blóðtökur einnig orsakað ígerðir. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að hryssur hafi verið margstungnar í hálsinn til að koma nálinni fyrir og að staðdeyfing virki ekki alltaf. Þúsundum folalda slátrað sem aukaafurð Hryssurnar þurfa að vera fylfullar svo hægt sé að vinna hormónið úr blóði þeirra. Á hverju ári kasta hryssurnar, sem eru um 5.000 talsins, hátt í sama fjölda folalda. Þessum folöldum er flestum slátrað sem aukaafurð í þágu lyfjaframleiðslu sem eykur áþján dýra í verksmiðjubúskap. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að folöldum í blóðmerahaldinu hafi í einhverjum tilfellum verið slátrað fyrir hefðbundinn sláturtíma að hausti, eða yfir sumartímann. Ef hryssur framleiða ekki nógu mikið af hormóninu er þeim yfirleitt slátrað. Það er ljóst að blóðmerahaldið er ill meðferð á dýrum bæði hvað varðar magn og tíðni blóðtökunnar sem gengur langt út yfir alþjóðleg viðmið, ásamt meðferðinni á hryssunum þar sem leiða má að því líkur að flestar þeirra gefist upp á básunum sem er grimm meðferð á dýrum. Góð dýravelferð á að vera sjálfsagður hluti af nútímasamfélagi. Þar sem velferð dýra er ekki tryggð þarf að gera úrbætur og þegar enginn möguleiki er á úrbótum til að tryggja mannúðlega meðferð dýra þarf einfaldlega að afleggja starfsemina. Ef þessar blóðtökur úr fylfullum hryssum yrðu framkvæmdar í samræmi við alþjóðleg viðmið um blóðtöku úr dýrum yrði starfseminni sjálfhætt. Dýraverndarsamband Íslands stendur nú fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að banna blóðmerahald fyrir fullt og allt hér á landi. Við trúum því staðfastlega að velferð dýra sé grundvallarþáttur í heilbrigðu samfélagi og ef þú vilt hjálpa okkur að knýja fram breytingar þá er hægt að nálgast undirskriftasöfnunina á vefnum askorun.dyravernd.is. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Baráttan fyrir bættri velferð dýra hefur verið að styrkjast stöðugt á síðustu árum. Það finnum við hjá Dýraverndarsambandi Íslands, rótgrónum samtökum sem eiga ekki minna erindi í dag en þegar þau voru stofnuð fyrir 110 árum. Með því að skrifa undir á vefnum askorun.dyravernd.is getur fólk lagst á árarnar með DÍS til að þrýsta á stjórnvöld að stöðva blóðmerahald.Eðli þessarar starfsemi hefur verið dregin fram í dagsljósið undanfarin ár og dylst engum sem skoðar framkvæmdina að um er að ræða meðferð á dýrum sem er bæði tímaskekkja og dýraníð. Blóðtakan veldur áþján Blóðmerahaldið er starfsemi þar sem blóð er tekið úr fylfullum hryssum til vinna úr því hormón til framleiðslu á frjósemislyfi fyrir dýr. Lyfið er notað fyrir dýr í verksmiðjubúskap, aðallega gyltur, svo dýrin eignist fleiri afkvæmi og oftar en þeim er eðlilegt. Þegar tekið er blóð úr hryssunum sem eru fylfullar og yfirleitt mjólkandi folaldi, eru teknir 5 lítrar vikulega í allt að 8 vikur. Þetta er um 16-20% af heildarblóðmagni hryssanna sem er langt umfram alþjóðleg viðmið hvað varðar magn og tíðni blóðtöku úr dýrum sem er óviðunandi og veldur hryssunum áþján. Væri farið eftir alþjóðlegum viðmiðum væri verið að taka um 7,5%, eða um 2 lítra. Grimm meðferð á fylfullum hryssum Í blóðmerahaldinu er yfirleitt um að ræða stóra hópa hryssa sem eru lítið tamdar og í lítilli snertingu við fólk. Þegar þessar hryssur eru reknar á blóðtökubás og bundnar þar fastar verða þær eðlilega mjög hræddar og ekki síður um folaldið sitt. Í þessum aðstæðum reyna hryssurnar að berjast um eða flýja til að komast undan og þegar það gengur ekki gefast þær upp og láta meðferðina yfir sig ganga. Svona meðferð á dýrum er grimm og algjörlega í andstöðu við markmið laga um velferð dýra. Þegar blóð er tekið úr hryssunum er um að ræða þvingandi aðgerð, hvort sem þær eru tamdar eða lítið tamdar. Ferlið er sársaukafullt þar sem hryssurnar eru stungnar í hálsbláæð með þykkri nál og geta þessar ítrekuðu blóðtökur einnig orsakað ígerðir. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að hryssur hafi verið margstungnar í hálsinn til að koma nálinni fyrir og að staðdeyfing virki ekki alltaf. Þúsundum folalda slátrað sem aukaafurð Hryssurnar þurfa að vera fylfullar svo hægt sé að vinna hormónið úr blóði þeirra. Á hverju ári kasta hryssurnar, sem eru um 5.000 talsins, hátt í sama fjölda folalda. Þessum folöldum er flestum slátrað sem aukaafurð í þágu lyfjaframleiðslu sem eykur áþján dýra í verksmiðjubúskap. Dýraverndarsambandið hefur fengið ábendingar um að folöldum í blóðmerahaldinu hafi í einhverjum tilfellum verið slátrað fyrir hefðbundinn sláturtíma að hausti, eða yfir sumartímann. Ef hryssur framleiða ekki nógu mikið af hormóninu er þeim yfirleitt slátrað. Það er ljóst að blóðmerahaldið er ill meðferð á dýrum bæði hvað varðar magn og tíðni blóðtökunnar sem gengur langt út yfir alþjóðleg viðmið, ásamt meðferðinni á hryssunum þar sem leiða má að því líkur að flestar þeirra gefist upp á básunum sem er grimm meðferð á dýrum. Góð dýravelferð á að vera sjálfsagður hluti af nútímasamfélagi. Þar sem velferð dýra er ekki tryggð þarf að gera úrbætur og þegar enginn möguleiki er á úrbótum til að tryggja mannúðlega meðferð dýra þarf einfaldlega að afleggja starfsemina. Ef þessar blóðtökur úr fylfullum hryssum yrðu framkvæmdar í samræmi við alþjóðleg viðmið um blóðtöku úr dýrum yrði starfseminni sjálfhætt. Dýraverndarsamband Íslands stendur nú fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á stjórnvöld að banna blóðmerahald fyrir fullt og allt hér á landi. Við trúum því staðfastlega að velferð dýra sé grundvallarþáttur í heilbrigðu samfélagi og ef þú vilt hjálpa okkur að knýja fram breytingar þá er hægt að nálgast undirskriftasöfnunina á vefnum askorun.dyravernd.is. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar