Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 12:00 Það er mikil kúnst að geta komið fyrir sig orði. Mikilvægi þessarar færni hefur staðist tímans tönn og er líklega eitt af því fáa sem gervigreindin fær ekki haggað, sama hversu snjöll hún verður. Allt það mannlega verður verðmætara og þá ekki síst það hvernig við förum með orðin, bæði töluð og rituð. Þið eigið sjálfsagt öll vini og kunningja sem eru nánast óþolandi flink í þessari merku list og ná að beita orðum í tali og riti þannig að þau vekja athygli og ná árangri. Kannski mætti kalla þau orðsnillinga eins og leikskólakennarar barnanna minna orða það svo skemmtilega þegar þau kalla börnin snillinga í hinum og þessum verkefnum sem reyna á nýja færni. Mér verður hugsað til barnanna vegna þess að það að skrifa og tala vel er ekki meðfæddur hæfileiki. Það er færni sem við þroskum með okkur og þurfum sífellt að rækta. Þetta gerum við fyrst og fremst með lestri og með æfingu. Ég gerði óvísindalega rannsókn á orðsnillingunum í mínum hringjum og komst að þeirri niðurstöðu að þau eiga annað sameiginlegt en mælsku eða ritgáfur. Þau eru nefnilega flest hver líka ofurnotendur íslenskrar máltækni og halla sér að henni eins og hjálpardekki á hjóli með því að sækja sér upplýsingar þegar þörf krefur. Það á til dæmis við um að fletta upp samheitum og beygingarmyndum orða eða að renna texta í gegnum málrýni sem getur leiðrétt ýmis algeng mistök. Orðsnillingarnir nýta nefnilega tæknina til að gera gott betra og gæta þess að orðin sem þau senda frá sér séu svo góð að eftir þeim verði tekið. Verum öll orðsnillingar Almannarómur stýrir máltækniáætlunum íslenskra stjórnvalda og á grundvelli þeirra hefur verið fjárfest í gerð og uppbyggingu ýmissa verkfæra eða tóla til þess að íslenska sé og verði ávallt aðgengileg og nothæf í hvers konar tækni. Dæmi um þessi verkfæri eru íslenskar talgervilsraddir, talgreining sem breytir tali í texta, vélþýðingar, gagnasöfn sem meðal annars bæta íslenskugetu stórra mállíkana og margt fleira. Af öllu þessu þá eru það málvinnslutólin sem við ættum öll að hafa opin í vöfrunum okkar á hverjum degi. Þetta eru tólin sem við ættum að kenna börnunum okkar að nota snemma af því að þau geta svo sannarlega skipt sköpum í hvers kyns skólastarfi, bæði fyrir fólk sem hefur mjög gott vald á íslenskri tungu en ekki síður fyrir hina sem hafa það ekki. Þá geta vinnutól sem þessi haft ótrúlega jákvæð áhrif fyrir þau sem þurfa á meiri aðstoð að halda við að vinna með orðin svo sem vegna lesblindu, annarra fatlana eða hvers kyns námsörðugleika. Hvatning mín til ykkar, sem þetta lesið, er því þessi: Látið á þetta reyna! Fangið orðin og færið þau inn í íslenska máltækni til að bæta ykkar eigin orðsnilli. Til að auðvelda fyrstu skrefin þá fylgir hér listi yfir nokkrar afurðir íslenskrar máltækni sem nýst geta okkur öllum við skrif frá degi til dags. Malid.is: Vefur Árnastofnunar sem býður upp á ótal frábær vinnutæki. Þarna má með einfaldri uppflettingu finna svör við spurningum á borð við: Hvernig er orðið fallbeygt? Hvernig er orðið stafsett? Í hvaða samhengi er þetta hugtak oftast notað? Málstaður.is: Máltæknifyrirtækið Miðeind býður upp á öfluga hugbúnaðarlausn sem byggir meðal annars á opnum afurðum máltækniáætlunar. Lausnin er ókeypis upp að vissu marki en eftir það er greitt mánaðargjald. Bæði er hægt að fá áskriftir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Meðal þess sem Málstaður er með í boði er öflugt leiðréttingarforrit sem yfirfer stafsetningu, málfræði, greinarmerki og jafnvel stíl. M.is: Vefur á vegum Árnastofnunar sem gerir orðabækur og upplýsingar um íslenska tungu aðgengilegri fyrir yngra fólk og fólk sem er að læra íslensku sem annað mál. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Máltækni Gervigreind Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er mikil kúnst að geta komið fyrir sig orði. Mikilvægi þessarar færni hefur staðist tímans tönn og er líklega eitt af því fáa sem gervigreindin fær ekki haggað, sama hversu snjöll hún verður. Allt það mannlega verður verðmætara og þá ekki síst það hvernig við förum með orðin, bæði töluð og rituð. Þið eigið sjálfsagt öll vini og kunningja sem eru nánast óþolandi flink í þessari merku list og ná að beita orðum í tali og riti þannig að þau vekja athygli og ná árangri. Kannski mætti kalla þau orðsnillinga eins og leikskólakennarar barnanna minna orða það svo skemmtilega þegar þau kalla börnin snillinga í hinum og þessum verkefnum sem reyna á nýja færni. Mér verður hugsað til barnanna vegna þess að það að skrifa og tala vel er ekki meðfæddur hæfileiki. Það er færni sem við þroskum með okkur og þurfum sífellt að rækta. Þetta gerum við fyrst og fremst með lestri og með æfingu. Ég gerði óvísindalega rannsókn á orðsnillingunum í mínum hringjum og komst að þeirri niðurstöðu að þau eiga annað sameiginlegt en mælsku eða ritgáfur. Þau eru nefnilega flest hver líka ofurnotendur íslenskrar máltækni og halla sér að henni eins og hjálpardekki á hjóli með því að sækja sér upplýsingar þegar þörf krefur. Það á til dæmis við um að fletta upp samheitum og beygingarmyndum orða eða að renna texta í gegnum málrýni sem getur leiðrétt ýmis algeng mistök. Orðsnillingarnir nýta nefnilega tæknina til að gera gott betra og gæta þess að orðin sem þau senda frá sér séu svo góð að eftir þeim verði tekið. Verum öll orðsnillingar Almannarómur stýrir máltækniáætlunum íslenskra stjórnvalda og á grundvelli þeirra hefur verið fjárfest í gerð og uppbyggingu ýmissa verkfæra eða tóla til þess að íslenska sé og verði ávallt aðgengileg og nothæf í hvers konar tækni. Dæmi um þessi verkfæri eru íslenskar talgervilsraddir, talgreining sem breytir tali í texta, vélþýðingar, gagnasöfn sem meðal annars bæta íslenskugetu stórra mállíkana og margt fleira. Af öllu þessu þá eru það málvinnslutólin sem við ættum öll að hafa opin í vöfrunum okkar á hverjum degi. Þetta eru tólin sem við ættum að kenna börnunum okkar að nota snemma af því að þau geta svo sannarlega skipt sköpum í hvers kyns skólastarfi, bæði fyrir fólk sem hefur mjög gott vald á íslenskri tungu en ekki síður fyrir hina sem hafa það ekki. Þá geta vinnutól sem þessi haft ótrúlega jákvæð áhrif fyrir þau sem þurfa á meiri aðstoð að halda við að vinna með orðin svo sem vegna lesblindu, annarra fatlana eða hvers kyns námsörðugleika. Hvatning mín til ykkar, sem þetta lesið, er því þessi: Látið á þetta reyna! Fangið orðin og færið þau inn í íslenska máltækni til að bæta ykkar eigin orðsnilli. Til að auðvelda fyrstu skrefin þá fylgir hér listi yfir nokkrar afurðir íslenskrar máltækni sem nýst geta okkur öllum við skrif frá degi til dags. Malid.is: Vefur Árnastofnunar sem býður upp á ótal frábær vinnutæki. Þarna má með einfaldri uppflettingu finna svör við spurningum á borð við: Hvernig er orðið fallbeygt? Hvernig er orðið stafsett? Í hvaða samhengi er þetta hugtak oftast notað? Málstaður.is: Máltæknifyrirtækið Miðeind býður upp á öfluga hugbúnaðarlausn sem byggir meðal annars á opnum afurðum máltækniáætlunar. Lausnin er ókeypis upp að vissu marki en eftir það er greitt mánaðargjald. Bæði er hægt að fá áskriftir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Meðal þess sem Málstaður er með í boði er öflugt leiðréttingarforrit sem yfirfer stafsetningu, málfræði, greinarmerki og jafnvel stíl. M.is: Vefur á vegum Árnastofnunar sem gerir orðabækur og upplýsingar um íslenska tungu aðgengilegri fyrir yngra fólk og fólk sem er að læra íslensku sem annað mál. Höfundur er framkvæmdastjóri Almannaróms.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar