Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar 3. mars 2025 13:32 Góðu fréttir helgarinnar eru líklega þær að Diljá Mist Einarsdóttir var ekki kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hingað til hef ég ekki gefið Diljá mikinn gaum, né hennar verkum í pólitík, þar sem ég á almennt litla samleið með flokknum hennar. En Diljá fangaði athygli mína í fyrsta skipti núna vegna fyrirsagnar þar sem vitnað er í framboðsræðu hennar þar sem hún sagði „woke-ið er búið“. Líklega var það markmið hennar að ná athygli fólks með þessum orðum. Ég hlustaði því á alla ræðuna (ræða hefst 4:14:30) og ég get ekki orða bundist. Í máli hennar stendur ekki steinn yfir steini því hún virðist ekki skilja að hún á sjálf „woke“ mikið að þakka. Heimur kjaftæðisins Talið er að uppruni orðsins „woke“ eigi sér rætur að rekja til réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum í upphafi síðustu aldar. Í dag er merkingin sú að woke-manneskja sé upplýst og meðvituð um félagslegt óréttlæti og kynþáttamisrétti. Að vera „woke“ þýðir því einfaldlega að láta sér annt um velferð annarra, með öðrum orðum að hafa samkennd með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Í samhengi allrar ræðunnar er áhugavert að Diljá hafni þessari hugmynd á sama tíma og hún talar um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn var í samstarfi með „römmum afturhaldsöflum“ í ríkisstjórn síðustu tvö tímabil. Þetta „afturhald“, sem Diljá Mist uppnefnir sem svo, var þó ekki meira en það að ríkisstjórnin kom í gegn gríðarlega mikilvægum mannréttindamálum, eins og lögum um kynrænt sjálfræði sem skiptu miklu máli fyrir lítinn en mjög jaðarsettan hóp af hinsegin fólki. Þessi lög gerðu það að verkum að Ísland komst í fararbrodd hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks á heimsvísu. Í ræðu sinni talaði Diljá einnig um hvernig hún heyrði á fundum um allt land með fólki úr Sjálfstæðisflokknum hvort „væri ekki komið nóg af öllum þessum konum, hvar myndi þetta enda?“ og að hún hafi þá svarað að „í flokknum er fólk metið út frá verðleikum, ekki út frá kyni eða einhverju öðru.“ Hún hlaut lófaklapp fyrir vikið. Undir lok ræðunnar segir Diljá: „Ég ætla að fá að tala hreina íslensku. Heimur kjaftæðisins, hann er að baki. Heimurinn þar sem að verðleikar skipta engu máli, hann er farinn. Heimurinn þar sem allt er lygi, hann er horfinn. Með öðrum orðum; woke-ið er búið“. Enn buldi lófaklapp í salnum. Heimur lyga Staðhæfingar Diljár halda engu vatni. Lof mér að tala hreina íslensku; Ef ekki væri fyrir woke-fólk byggju konur við mun meira félagslegt og lagalegt óréttlæti. Ef woke-ið væri búið fengju konur færri tækifæri því fólk væri metið út frá kyni eða einhverju öðru. Ef woke-ið væri búið fengi jaðarsett fólk enn færri tækifæri, óháð verðleikum sínum. Það er woke-fólki að þakka að enn er barist fyrir jöfnum rétti allra hópa í íslensku samfélagi. Ef ekki væri fyrir woke-fólk væri ekki möguleiki fyrir Diljá, sem konu, að bjóða þig fram í varaformann stjórnmálaflokks. Það er woke-fólki úr kvenréttindabaráttu Íslands og heimsins alls að þakka að hún fái að vera stjórnmálakona og hafi jöfn lagaleg réttindi á við karlmenn. Diljá segir að heimur lyga sé horfinn, en í ræðu sinni sýnir hún og sannar að hún sjálf vilji halda lygunum á lofti. Hún hyglir í raun heimi kjaftæðisins, sem hún segir að sé að baki, með því að og gera woke-fólk tortryggilegt. Þetta er orðræða sem kemur beint frá römmum afturhaldsöflum í Bandaríkjunum, en þar keppast Trump-istar og repúblikanar við að lýsa því yfir að woke-ið sé dautt til að gera Ameríku mikilfenglega á ný. Þar er orðið „woke“ notað sem skammaryrði. Þar er svona staðhæfingum fleygt fram til að skapa sundrung og tortryggni, til að skapa ótta gagnvart minnihlutahópum og þeim sem láta sig félagslegt réttlæti varða. Á sama tíma sjáum við réttindi minnihlutahópa dregin til baka, t.d. eru sjálfsögð mannréttindi trans fólks þegar orðin minni en þau voru áður en Trump tók við. Þar virðist woke-ið búið, a.m.k. í stjórnsýslunni. Heimur vonar Ég vona innilega að Diljá og Sjálfstæðisflokkurinn samsami sér ekki með þeirri vegferð sem Bandaríkin eru á. Ég skora á Diljá, sem og aðra, stjórnmálamenn og landsmenn alla, að láta sig félagslegt og lagalegt óréttlæti varða. Ég vona sérstaklega að Diljá, og hennar stóri og valdamikli flokkur, haldi áfram að vera, ef eitthvað er, meira „woke“, með því að hlúa að minnihlutahópum og, standa vörð um mannréttindi, íslenskri þjóð til heilla. Þannig getum við öll upplifað meira frelsi sem mér skilst að sé grunnstef flokksins. Síðast en ekki síst vona ég innilega að við hættum að apa eftir orðræðu römmu afturhaldsaflanna í Bandaríkjunum. Það vekur hjá mér mikinn ugg að verða vitni að svo óábyrgri og sundrandi opinberri orðræðu til þess eins að reyna að ná kjöri. Það gefur mér vonarglætu að Sjálfstæðisflokkurinn kaus hana ekki sem varaformann og hafnaði þar með glundroðanum sem hún virðist standa fyrir. Höfundur er leikari, höfundur, leiklistarkennari og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Skoðun Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Góðu fréttir helgarinnar eru líklega þær að Diljá Mist Einarsdóttir var ekki kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hingað til hef ég ekki gefið Diljá mikinn gaum, né hennar verkum í pólitík, þar sem ég á almennt litla samleið með flokknum hennar. En Diljá fangaði athygli mína í fyrsta skipti núna vegna fyrirsagnar þar sem vitnað er í framboðsræðu hennar þar sem hún sagði „woke-ið er búið“. Líklega var það markmið hennar að ná athygli fólks með þessum orðum. Ég hlustaði því á alla ræðuna (ræða hefst 4:14:30) og ég get ekki orða bundist. Í máli hennar stendur ekki steinn yfir steini því hún virðist ekki skilja að hún á sjálf „woke“ mikið að þakka. Heimur kjaftæðisins Talið er að uppruni orðsins „woke“ eigi sér rætur að rekja til réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum í upphafi síðustu aldar. Í dag er merkingin sú að woke-manneskja sé upplýst og meðvituð um félagslegt óréttlæti og kynþáttamisrétti. Að vera „woke“ þýðir því einfaldlega að láta sér annt um velferð annarra, með öðrum orðum að hafa samkennd með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Í samhengi allrar ræðunnar er áhugavert að Diljá hafni þessari hugmynd á sama tíma og hún talar um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn var í samstarfi með „römmum afturhaldsöflum“ í ríkisstjórn síðustu tvö tímabil. Þetta „afturhald“, sem Diljá Mist uppnefnir sem svo, var þó ekki meira en það að ríkisstjórnin kom í gegn gríðarlega mikilvægum mannréttindamálum, eins og lögum um kynrænt sjálfræði sem skiptu miklu máli fyrir lítinn en mjög jaðarsettan hóp af hinsegin fólki. Þessi lög gerðu það að verkum að Ísland komst í fararbrodd hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks á heimsvísu. Í ræðu sinni talaði Diljá einnig um hvernig hún heyrði á fundum um allt land með fólki úr Sjálfstæðisflokknum hvort „væri ekki komið nóg af öllum þessum konum, hvar myndi þetta enda?“ og að hún hafi þá svarað að „í flokknum er fólk metið út frá verðleikum, ekki út frá kyni eða einhverju öðru.“ Hún hlaut lófaklapp fyrir vikið. Undir lok ræðunnar segir Diljá: „Ég ætla að fá að tala hreina íslensku. Heimur kjaftæðisins, hann er að baki. Heimurinn þar sem að verðleikar skipta engu máli, hann er farinn. Heimurinn þar sem allt er lygi, hann er horfinn. Með öðrum orðum; woke-ið er búið“. Enn buldi lófaklapp í salnum. Heimur lyga Staðhæfingar Diljár halda engu vatni. Lof mér að tala hreina íslensku; Ef ekki væri fyrir woke-fólk byggju konur við mun meira félagslegt og lagalegt óréttlæti. Ef woke-ið væri búið fengju konur færri tækifæri því fólk væri metið út frá kyni eða einhverju öðru. Ef woke-ið væri búið fengi jaðarsett fólk enn færri tækifæri, óháð verðleikum sínum. Það er woke-fólki að þakka að enn er barist fyrir jöfnum rétti allra hópa í íslensku samfélagi. Ef ekki væri fyrir woke-fólk væri ekki möguleiki fyrir Diljá, sem konu, að bjóða þig fram í varaformann stjórnmálaflokks. Það er woke-fólki úr kvenréttindabaráttu Íslands og heimsins alls að þakka að hún fái að vera stjórnmálakona og hafi jöfn lagaleg réttindi á við karlmenn. Diljá segir að heimur lyga sé horfinn, en í ræðu sinni sýnir hún og sannar að hún sjálf vilji halda lygunum á lofti. Hún hyglir í raun heimi kjaftæðisins, sem hún segir að sé að baki, með því að og gera woke-fólk tortryggilegt. Þetta er orðræða sem kemur beint frá römmum afturhaldsöflum í Bandaríkjunum, en þar keppast Trump-istar og repúblikanar við að lýsa því yfir að woke-ið sé dautt til að gera Ameríku mikilfenglega á ný. Þar er orðið „woke“ notað sem skammaryrði. Þar er svona staðhæfingum fleygt fram til að skapa sundrung og tortryggni, til að skapa ótta gagnvart minnihlutahópum og þeim sem láta sig félagslegt réttlæti varða. Á sama tíma sjáum við réttindi minnihlutahópa dregin til baka, t.d. eru sjálfsögð mannréttindi trans fólks þegar orðin minni en þau voru áður en Trump tók við. Þar virðist woke-ið búið, a.m.k. í stjórnsýslunni. Heimur vonar Ég vona innilega að Diljá og Sjálfstæðisflokkurinn samsami sér ekki með þeirri vegferð sem Bandaríkin eru á. Ég skora á Diljá, sem og aðra, stjórnmálamenn og landsmenn alla, að láta sig félagslegt og lagalegt óréttlæti varða. Ég vona sérstaklega að Diljá, og hennar stóri og valdamikli flokkur, haldi áfram að vera, ef eitthvað er, meira „woke“, með því að hlúa að minnihlutahópum og, standa vörð um mannréttindi, íslenskri þjóð til heilla. Þannig getum við öll upplifað meira frelsi sem mér skilst að sé grunnstef flokksins. Síðast en ekki síst vona ég innilega að við hættum að apa eftir orðræðu römmu afturhaldsaflanna í Bandaríkjunum. Það vekur hjá mér mikinn ugg að verða vitni að svo óábyrgri og sundrandi opinberri orðræðu til þess eins að reyna að ná kjöri. Það gefur mér vonarglætu að Sjálfstæðisflokkurinn kaus hana ekki sem varaformann og hafnaði þar með glundroðanum sem hún virðist standa fyrir. Höfundur er leikari, höfundur, leiklistarkennari og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun