Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar 3. mars 2025 14:32 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áformar að leggja fram frumvarp, (Omnibus) sem felur í sér minni sjálfbærnikröfur á evrópsk fyrirtæki sem skyldug hafa verið til þess að vinna eftir nýrri sjálfbærinlöggjöf, CSRD. Markmið frumvarpsins er að draga úr skrifræði til þess að auka samkeppnishæfi evrópskra fyrirtækja. Drög að nýja frumvarpinu gera ráð fyrir léttingu á kröfum til fyrirtækja en eftir breytingar er áformað að kröfurnar nái til fyrirtækja sem hafa meira en 1.000 starfsmenn og velta meira en 450 milljónum evrum árlega. Þannig félög verði skyldug að útbúa, með reglulegu millibili, skýrslur sem útlista hvernig félögin gæta þess að draga úr neikvæðum áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Sjálfbærni er góður business Mörg stærri félög á Íslandi eru komin langt í innleiðingu sinni á CSRD, búin að gera sínar mikilvægisgreiningar og byrjuð að vinna með ESRS staðlana. Sú vinna gerir félögin samkeppnishæfari og þar með betri fjárfestingakosti. Sá kostnaður sem félögin hafa lagt í innleiðinguna skilar sér því fljótt tilbaka í betri rekstri og sterkari ímynd. Þessi félög eru hvött til þess að halda ótrauð áfram sinni sjálfbærnivinnu þrátt fyrir að kröfur séu mildaðar og staðlar einfaldaðir. Sú góða vinna sem farið hefur fram til þessa má alls ekki fara til spillis en einföldun á regluverki er ekki tækifæri til að hætta heldur tækifæri til að gera enn betur. Sjálfbærni er góður „business" og vinnan sem farið hefur í innleiðingu leiðir af sér betur rekið fyrirtæki, meiri yfirsýn og betra skipulag á rekstrinum auk mögulegrar hagræðingar og nýrra viðskiptatækifæra. Ekki má heldur gleyma þeim félagslegu stefnum og áherslum sem fjölmörg félög hafa sett á oddinn og sagt frá í sjálfbærniskýrslum sínum. Þegar á heildina er litið má ekki gleyma því að betur rekin fyrirtæki sem þekkja alla sína starfsemi og virðiskeðju verða á endanum samkeppnishæfari og betri fjárfestingakostir. Bakslag í réttindi Alþjóðlega erum við að berjast við margs konar félagslegt bakslag. Þar má nefna bakslag í réttindum kvenna víða um heim að ekki sé minnst á samkynhneigða og transfólk. Trumpáhrifin sjást víða. Á Íslandi, sem telst jafnréttasta land í heimi, þurfum við að standa vörð um þau réttindi sem hér hafa náðst og sækja fram. Við þurfum að hafna mannréttindabrotum, mansali og barnaþrælkun hvar sem við verðum þeirra vör. Sú vinna sem við höfum unnið á árinu m.a. með því að greina virðiskeðjur fyrirtækjanna, og rekja uppruna vara, hefur skilað okkur margfaldri þekkingu á því hvaðan vörurnar koma og hvernig umhverfi þeirra er. Þessa vinnu verðum við að varðveita. Frelsi til að líta undan Nýja frumvarpinu er einnig ætlað að milda reglur sem innleiða átti um birgja, CSDDD, sem í dag leggja þá skyldu á stærri fyrirtæki að skoða hvort birgjar hafi gerst sekir um mannréttindabrot eða illa meðferð á umhverfi. Þýðir aflagning kvaða að við höfum algjört frelsi? Skortur á ramma ætti ekki að breyta því að við viljum breyta vel og veljum að líta ekki undan þegar við sjáum brotið á fólki. Við höfum ekki frelsi til mannréttindabrota eða til þess að hneppa aðra í þrældóm eða barnaþrælkun, fara illa með starfsmenn og þar fram eftir götunum. Afléttar kvaðir ættu ekki að breyta neinu þar um. Ef við hugsum aðeins með hjartanu en ekki höfðinu, viljum við þá klæðast fatnaði sem börn hafa unnið við ómanneskjulegar aðstæður? Með því að halda áfram á beinu brautinni með góða stjórnarhætti, vönduð umhverfismál og félagsleg réttindi gerum við fyrirtækin okkar betri. Ég hvet því íslensk fyrirtæki til að kynna sér Omnibus vel og hef trú á því að á Íslandi vilji góðir stjórnendur gera sínar áhættugreiningar áfram og framkvæma tvöfaldar mikilvægisgreiningar til þess að vita hvar áhættuþættir og tækifæri þeirra til framtíðar liggja. Svo mikið höfum við lært af vegferð okkar í innleiðingu á CSRD að við viljum alls ekki aflæra það og aukin sjálfbærnivinna skilar samkeppnishæfara umhverfi. Höfundur er stjórnendaráðgjafi og eigandi Podium. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áformar að leggja fram frumvarp, (Omnibus) sem felur í sér minni sjálfbærnikröfur á evrópsk fyrirtæki sem skyldug hafa verið til þess að vinna eftir nýrri sjálfbærinlöggjöf, CSRD. Markmið frumvarpsins er að draga úr skrifræði til þess að auka samkeppnishæfi evrópskra fyrirtækja. Drög að nýja frumvarpinu gera ráð fyrir léttingu á kröfum til fyrirtækja en eftir breytingar er áformað að kröfurnar nái til fyrirtækja sem hafa meira en 1.000 starfsmenn og velta meira en 450 milljónum evrum árlega. Þannig félög verði skyldug að útbúa, með reglulegu millibili, skýrslur sem útlista hvernig félögin gæta þess að draga úr neikvæðum áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Sjálfbærni er góður business Mörg stærri félög á Íslandi eru komin langt í innleiðingu sinni á CSRD, búin að gera sínar mikilvægisgreiningar og byrjuð að vinna með ESRS staðlana. Sú vinna gerir félögin samkeppnishæfari og þar með betri fjárfestingakosti. Sá kostnaður sem félögin hafa lagt í innleiðinguna skilar sér því fljótt tilbaka í betri rekstri og sterkari ímynd. Þessi félög eru hvött til þess að halda ótrauð áfram sinni sjálfbærnivinnu þrátt fyrir að kröfur séu mildaðar og staðlar einfaldaðir. Sú góða vinna sem farið hefur fram til þessa má alls ekki fara til spillis en einföldun á regluverki er ekki tækifæri til að hætta heldur tækifæri til að gera enn betur. Sjálfbærni er góður „business" og vinnan sem farið hefur í innleiðingu leiðir af sér betur rekið fyrirtæki, meiri yfirsýn og betra skipulag á rekstrinum auk mögulegrar hagræðingar og nýrra viðskiptatækifæra. Ekki má heldur gleyma þeim félagslegu stefnum og áherslum sem fjölmörg félög hafa sett á oddinn og sagt frá í sjálfbærniskýrslum sínum. Þegar á heildina er litið má ekki gleyma því að betur rekin fyrirtæki sem þekkja alla sína starfsemi og virðiskeðju verða á endanum samkeppnishæfari og betri fjárfestingakostir. Bakslag í réttindi Alþjóðlega erum við að berjast við margs konar félagslegt bakslag. Þar má nefna bakslag í réttindum kvenna víða um heim að ekki sé minnst á samkynhneigða og transfólk. Trumpáhrifin sjást víða. Á Íslandi, sem telst jafnréttasta land í heimi, þurfum við að standa vörð um þau réttindi sem hér hafa náðst og sækja fram. Við þurfum að hafna mannréttindabrotum, mansali og barnaþrælkun hvar sem við verðum þeirra vör. Sú vinna sem við höfum unnið á árinu m.a. með því að greina virðiskeðjur fyrirtækjanna, og rekja uppruna vara, hefur skilað okkur margfaldri þekkingu á því hvaðan vörurnar koma og hvernig umhverfi þeirra er. Þessa vinnu verðum við að varðveita. Frelsi til að líta undan Nýja frumvarpinu er einnig ætlað að milda reglur sem innleiða átti um birgja, CSDDD, sem í dag leggja þá skyldu á stærri fyrirtæki að skoða hvort birgjar hafi gerst sekir um mannréttindabrot eða illa meðferð á umhverfi. Þýðir aflagning kvaða að við höfum algjört frelsi? Skortur á ramma ætti ekki að breyta því að við viljum breyta vel og veljum að líta ekki undan þegar við sjáum brotið á fólki. Við höfum ekki frelsi til mannréttindabrota eða til þess að hneppa aðra í þrældóm eða barnaþrælkun, fara illa með starfsmenn og þar fram eftir götunum. Afléttar kvaðir ættu ekki að breyta neinu þar um. Ef við hugsum aðeins með hjartanu en ekki höfðinu, viljum við þá klæðast fatnaði sem börn hafa unnið við ómanneskjulegar aðstæður? Með því að halda áfram á beinu brautinni með góða stjórnarhætti, vönduð umhverfismál og félagsleg réttindi gerum við fyrirtækin okkar betri. Ég hvet því íslensk fyrirtæki til að kynna sér Omnibus vel og hef trú á því að á Íslandi vilji góðir stjórnendur gera sínar áhættugreiningar áfram og framkvæma tvöfaldar mikilvægisgreiningar til þess að vita hvar áhættuþættir og tækifæri þeirra til framtíðar liggja. Svo mikið höfum við lært af vegferð okkar í innleiðingu á CSRD að við viljum alls ekki aflæra það og aukin sjálfbærnivinna skilar samkeppnishæfara umhverfi. Höfundur er stjórnendaráðgjafi og eigandi Podium.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun