Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. mars 2025 19:33 Guðmundur Ingi Kristinsson formaður þingflokks Flokks fólksins segir óskiljanlegt að flokkurinn hafi ekki verið rétt skráður í nokkur ár. Því hafi nú verið kippt í liðinn. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra telur að fjármálaráðuneytið hefði átt að bíða með að greiða stjórnmálaflokkum opinbera styrki þar til skráning þeirra væri rétt. Enginn stjórnmálaflokkur uppfyllti skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fjármálaráðuneytið greiddi út fyrstu styrkina eftir lagabreytingu. Fjármálaráðherra telur að ráðuneytið hefði átt að bíða með greiðslurnar þar til skráning flokkanna væri lögum samkvæmt. Í janúar 2022 varð skráning stjórnmálaflokka á svokallaðri stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir opinberum styrkjum til þeirra. Fjármálaráðuneytið greiddi hins vegar slíka styrki til stjórnmálaflokkanna í janúar 2022 áður en nokkur þeirra hafði uppfyllt skilyrði um skráninguna í hina svokölluðu stjórnmálasamtakaskrá. Misfljótir flokkar Viðreisn og Samfylking, uppfylltu rétta skráningu í febrúar 2022. Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Píratar í apríl 2022. Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn 2023 og Vinstri græn 2024. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þá var Flokkur fólksins síðastur til skrá sig rétt eða nú í febrúar. Fjármálaráðuneytið birti dagsetningar á því hvenær flokkarnir uppfylltu skilyrði laga um skráningu í sérstaka stjórnmálasamtakaskrá. Stjórnmálaflokkar þurfa að uppfylla skilyrðið til að fá framlög úr ríkissjóði. Heimild StjórnarráðiðVísir/Sara Fjármálaráðherra ákvað á dögunum að krefjast ekki endurgreiðslu framlaga hjá þeim flokkum sem þáðu slíka styrki án þess að vera með rétta skráningu á þeim tíma og hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd af ýmsum. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis hélt opinn fund í dag vegna málsins og var fjármálaráðherra krafinn svara ákvörðun sína. Fjármálaráðuneytið átti að bíða með útgreiðsluna Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fjármálaráðuneytið hefði ekki átt að greiða út neina styrki fyrr en flokkarnir voru búnir að uppfylla ný skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá árið 2022. „Það hefði verið eðlilegt verklag að þessari skráningu væri lokið þegar greiðsla á styrkjum fór fram. Það voru að vísu sérákvæði í lögunum, en það var ekki gert,“ segir Daði. Aðspurður um hvort flokkarnir hefðu getað skráð sig hvenær sem er árið 2022 til að uppfylla skilyrði laganna, svarar Daði neitandi. Nei, verklagið í fjármálaráðuneytinu hefði átt að vera að bíða með hina eiginlegu útgreiðslu þangað til skráning hvers flokks var rétt. Skilyrði laganna voru að þessu leyti alveg skýr. „Þetta er stórfurðulegt“ Flokkur fólksins uppfyllti ekki skilyrði laganna fyrr en eftir landsfund flokksins í þessum mánuði. Guðmundur Ingi Kristinsson formaður þingflokksins segir óskiljanlegt að það hafi ekki gerst fyrr. „Það þar þarf eiginlega að athuga og rannsaka hvað fór úrskeiðis. Þetta er stórfurðulegt. Þau sem voru við stjórn þarna 2022 gerðu þetta ekki heldur á réttum tíma. Það má halda því fram að lögin hafi klúðrast. Þetta voru smávægileg mistök hjá okkur en við þurfum að vanda okkur betur,“ segir Guðmundur. Aðspurður um hvort skatturinn hafi komið með ábendingar vegna málsins segir Guðmundur að það hafi ekki verið fyrr en á síðasta ári. „Við fengum ekki leiðbeiningar frá skattinum fyrr en eftir að við fengum greidda styrkina í fyrra. Þá fórum við að reyna að redda þessu. Við fengum þau skilaboð að við þyrftum að halda landsfund áður sem við erum nú búin að halda og þetta er í lagi í dag.“ Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira
Í janúar 2022 varð skráning stjórnmálaflokka á svokallaðri stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir opinberum styrkjum til þeirra. Fjármálaráðuneytið greiddi hins vegar slíka styrki til stjórnmálaflokkanna í janúar 2022 áður en nokkur þeirra hafði uppfyllt skilyrði um skráninguna í hina svokölluðu stjórnmálasamtakaskrá. Misfljótir flokkar Viðreisn og Samfylking, uppfylltu rétta skráningu í febrúar 2022. Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Píratar í apríl 2022. Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn 2023 og Vinstri græn 2024. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Þá var Flokkur fólksins síðastur til skrá sig rétt eða nú í febrúar. Fjármálaráðuneytið birti dagsetningar á því hvenær flokkarnir uppfylltu skilyrði laga um skráningu í sérstaka stjórnmálasamtakaskrá. Stjórnmálaflokkar þurfa að uppfylla skilyrðið til að fá framlög úr ríkissjóði. Heimild StjórnarráðiðVísir/Sara Fjármálaráðherra ákvað á dögunum að krefjast ekki endurgreiðslu framlaga hjá þeim flokkum sem þáðu slíka styrki án þess að vera með rétta skráningu á þeim tíma og hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd af ýmsum. Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis hélt opinn fund í dag vegna málsins og var fjármálaráðherra krafinn svara ákvörðun sína. Fjármálaráðuneytið átti að bíða með útgreiðsluna Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fjármálaráðuneytið hefði ekki átt að greiða út neina styrki fyrr en flokkarnir voru búnir að uppfylla ný skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá árið 2022. „Það hefði verið eðlilegt verklag að þessari skráningu væri lokið þegar greiðsla á styrkjum fór fram. Það voru að vísu sérákvæði í lögunum, en það var ekki gert,“ segir Daði. Aðspurður um hvort flokkarnir hefðu getað skráð sig hvenær sem er árið 2022 til að uppfylla skilyrði laganna, svarar Daði neitandi. Nei, verklagið í fjármálaráðuneytinu hefði átt að vera að bíða með hina eiginlegu útgreiðslu þangað til skráning hvers flokks var rétt. Skilyrði laganna voru að þessu leyti alveg skýr. „Þetta er stórfurðulegt“ Flokkur fólksins uppfyllti ekki skilyrði laganna fyrr en eftir landsfund flokksins í þessum mánuði. Guðmundur Ingi Kristinsson formaður þingflokksins segir óskiljanlegt að það hafi ekki gerst fyrr. „Það þar þarf eiginlega að athuga og rannsaka hvað fór úrskeiðis. Þetta er stórfurðulegt. Þau sem voru við stjórn þarna 2022 gerðu þetta ekki heldur á réttum tíma. Það má halda því fram að lögin hafi klúðrast. Þetta voru smávægileg mistök hjá okkur en við þurfum að vanda okkur betur,“ segir Guðmundur. Aðspurður um hvort skatturinn hafi komið með ábendingar vegna málsins segir Guðmundur að það hafi ekki verið fyrr en á síðasta ári. „Við fengum ekki leiðbeiningar frá skattinum fyrr en eftir að við fengum greidda styrkina í fyrra. Þá fórum við að reyna að redda þessu. Við fengum þau skilaboð að við þyrftum að halda landsfund áður sem við erum nú búin að halda og þetta er í lagi í dag.“
Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira