Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Halldór Guðmundsson skrifa 4. mars 2025 07:03 Háskóli Íslands gegnir svo mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi að það skiptir alla miklu máli hver velst þar til forystu, bæði þá sem starfa þar og nema og þá sem utan við hann standa. Við systkinin höfum haft löng og góð kynni af Birni Þorsteinssyni og viljum því nota tækifærið og gefa honum hin bestu meðmæli í starf rektors. Þegar við leggjum saman þekkjum við vel til starfa hans bæði innan og utan HÍ. Hann reyndist afskaplega hæfur við ritstjórn stórvirkja hjá bókaútgáfu Máls og menningar og var trúað fyrir efni þar sem reyndi á vandvirkni, þekkingu og sjálfstæð vinnubrögð og sömu eiginleika hefur hann sýnt við ritstjórn Lærdómsrita Bókmenntafélagsins sem eru einhver vönduðustu hugvísindarit sem hér eru gefin út. Í Háskóla Íslands hefur hann reynst traustur samstarfsmaður og iðulega unnið að verkefnum sem krefjast samvinnu, oft þvert á greinar. Hann hefur sýnt að hann hefur einstakt lag á að vinna með öðrum, sem er ákaflega góður kostur fyrir þann sem sækist eftir embætti rektors. Akademískt frelsi og gagnrýnin hugsun, sem nú eiga undir högg að sækja víða í veröldinni, hafa verið hans leiðarljós og hann hefur sýnt og sannað að hann er staðfastur prinsipmaður sem hægt er að treysta fyrir flóknum úrlausnarefnum. Björn hefur, auk Íslands, lifað, lært og starfað í þremur löndum og þar með lagt grunn að góðri þekkingu á alþjóðamálum sem skiptir miklu í þeim breytta heimi sem nú blasir við. Við vígslu Háskólans árið 1911 sagði fyrsti rektor hans, Björn M. Ólsen, að skólinn væri borgari í lýðveldi vísindanna og tengdi nemendur sína, og þar með samfélagið allt, við siðmenningu umheimsins. Þau orð eiga enn við. Nú reynir á samfélagslegt hlutverk HÍ, sem lýðræðisafls og þekkingarmiðstöðvar sem nýtur óskoraðs trausts, og forsenda þess er að akademískt frelsi og sjálfstæði hans sé virt. Það hefur sjaldan verið jafn brýnt fyrir skólann að hafa öflugan talsmann sem leggur áherslu á mikilvægi háskólamenntunar, vísinda og rannsókna í okkar samfélagi. Vísindaleg vinnubrögð og traust þekking er það sem við þurfum á að halda gegn því falsi og þeim blekkingum sem æ fleiri ráðamenn heimsins notast við. Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði. Halldór Guðmundsson er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands gegnir svo mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi að það skiptir alla miklu máli hver velst þar til forystu, bæði þá sem starfa þar og nema og þá sem utan við hann standa. Við systkinin höfum haft löng og góð kynni af Birni Þorsteinssyni og viljum því nota tækifærið og gefa honum hin bestu meðmæli í starf rektors. Þegar við leggjum saman þekkjum við vel til starfa hans bæði innan og utan HÍ. Hann reyndist afskaplega hæfur við ritstjórn stórvirkja hjá bókaútgáfu Máls og menningar og var trúað fyrir efni þar sem reyndi á vandvirkni, þekkingu og sjálfstæð vinnubrögð og sömu eiginleika hefur hann sýnt við ritstjórn Lærdómsrita Bókmenntafélagsins sem eru einhver vönduðustu hugvísindarit sem hér eru gefin út. Í Háskóla Íslands hefur hann reynst traustur samstarfsmaður og iðulega unnið að verkefnum sem krefjast samvinnu, oft þvert á greinar. Hann hefur sýnt að hann hefur einstakt lag á að vinna með öðrum, sem er ákaflega góður kostur fyrir þann sem sækist eftir embætti rektors. Akademískt frelsi og gagnrýnin hugsun, sem nú eiga undir högg að sækja víða í veröldinni, hafa verið hans leiðarljós og hann hefur sýnt og sannað að hann er staðfastur prinsipmaður sem hægt er að treysta fyrir flóknum úrlausnarefnum. Björn hefur, auk Íslands, lifað, lært og starfað í þremur löndum og þar með lagt grunn að góðri þekkingu á alþjóðamálum sem skiptir miklu í þeim breytta heimi sem nú blasir við. Við vígslu Háskólans árið 1911 sagði fyrsti rektor hans, Björn M. Ólsen, að skólinn væri borgari í lýðveldi vísindanna og tengdi nemendur sína, og þar með samfélagið allt, við siðmenningu umheimsins. Þau orð eiga enn við. Nú reynir á samfélagslegt hlutverk HÍ, sem lýðræðisafls og þekkingarmiðstöðvar sem nýtur óskoraðs trausts, og forsenda þess er að akademískt frelsi og sjálfstæði hans sé virt. Það hefur sjaldan verið jafn brýnt fyrir skólann að hafa öflugan talsmann sem leggur áherslu á mikilvægi háskólamenntunar, vísinda og rannsókna í okkar samfélagi. Vísindaleg vinnubrögð og traust þekking er það sem við þurfum á að halda gegn því falsi og þeim blekkingum sem æ fleiri ráðamenn heimsins notast við. Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði. Halldór Guðmundsson er rithöfundur.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar