Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2025 10:00 Karen er hætt í handbolta eftir magnaðan feril. Ein besta handboltakona Íslands til margra ára hefur lagt skóna á hilluna. Hún lék sinn síðasta leik um helgina þegar Fram mætti Haukum í bikarúrslitum. Karen Knútsdóttir er hætt. Hún tilkynnti það eftir 25-20 tap í bikarúrslitum á laugardaginn. Ástæðan, hún er barnshafandi af sínu þriðja barni. Hún tók skóna fram í haust eftir hlé en gaf það út að skórnir myndu fara aftur upp í hillu eftir tímabilið. Hún hefur nú ákveðið að láta leikinn á laugardaginn verða hennar síðasti. „Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli og ég upplifði mikið. Það sem situr alltaf eftir eru vinirnir sem maður er búin að eignast og minningarnar sem maður er búin að skapa og auðvitað er alltaf gaman að vinna titla,“ segir Karen sem spilaði lokaleikinn ólétt. „Þetta var smá óvænt meðganga sem við erum að ganga í gegnum núna og var ekki alveg planið. Ég ætlaði ekkert endilega að enda ferilinn svona hálf orkulaus. Ég er auðvitað bara ólétt í þriðja sinn á fimm árum og það tekur sinn toll þannig að ég fékk mjög mikinn stuðning síðustu viku frá fjölskyldu og vinum til að komast í gegnum þessa viku.“ Karen lék allan sinn feril á Íslandi með Fram og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu og varð bikarmeistari fjórum sinnum. Hin 35 ára Karen lék með Blomberg-Lippe í Þýskalandi á árunum 2011-13, SønderjyskE í Danmörku 2013-14 og Nice í Frakklandi 2014-17. Karen lék 106 landsleiki og skoraði 371 mark. „Besta handboltaminningin er náttúrulega HM í Brasilíu sem við förum á 2011 og þá var ég bara tuttugu og eins. Eftirminnilegasti titill er fyrsti bikartitilinn árið 2010. Þá vorum við bara tvítugar, ungt lið og unnum mjög gott Valslið. Fyrsti titilinn er kannski smá sætastur.“ Handbolti Olís-deild kvenna Powerade-bikarinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
Karen Knútsdóttir er hætt. Hún tilkynnti það eftir 25-20 tap í bikarúrslitum á laugardaginn. Ástæðan, hún er barnshafandi af sínu þriðja barni. Hún tók skóna fram í haust eftir hlé en gaf það út að skórnir myndu fara aftur upp í hillu eftir tímabilið. Hún hefur nú ákveðið að láta leikinn á laugardaginn verða hennar síðasti. „Ég er ótrúlega stolt af mínum ferli og ég upplifði mikið. Það sem situr alltaf eftir eru vinirnir sem maður er búin að eignast og minningarnar sem maður er búin að skapa og auðvitað er alltaf gaman að vinna titla,“ segir Karen sem spilaði lokaleikinn ólétt. „Þetta var smá óvænt meðganga sem við erum að ganga í gegnum núna og var ekki alveg planið. Ég ætlaði ekkert endilega að enda ferilinn svona hálf orkulaus. Ég er auðvitað bara ólétt í þriðja sinn á fimm árum og það tekur sinn toll þannig að ég fékk mjög mikinn stuðning síðustu viku frá fjölskyldu og vinum til að komast í gegnum þessa viku.“ Karen lék allan sinn feril á Íslandi með Fram og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari með liðinu og varð bikarmeistari fjórum sinnum. Hin 35 ára Karen lék með Blomberg-Lippe í Þýskalandi á árunum 2011-13, SønderjyskE í Danmörku 2013-14 og Nice í Frakklandi 2014-17. Karen lék 106 landsleiki og skoraði 371 mark. „Besta handboltaminningin er náttúrulega HM í Brasilíu sem við förum á 2011 og þá var ég bara tuttugu og eins. Eftirminnilegasti titill er fyrsti bikartitilinn árið 2010. Þá vorum við bara tvítugar, ungt lið og unnum mjög gott Valslið. Fyrsti titilinn er kannski smá sætastur.“
Handbolti Olís-deild kvenna Powerade-bikarinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira