Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2025 10:52 Stjórnvöld í Úkraínu og víðar hljóta nú að bíða eftir næsta útspili Trump en hann mun ávarpa Bandaríkjaþing í kvöld og boðar tíðindi. AP/Ben Curtis Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. Stjórnvöld vestanhafs hafa meðal annars rökstutt ákvörðunina með því að vísa til þess að ætlunin sé að leggja mat á það hvort áframhaldandi hernaðarstuðningur sé líklegri til að stuðla að friði eða áframhaldandi átökum. Benjamin Haddad, ráðherra Evrópumála í Frakklandi, segir svarið hins vegar liggja ljóst fyrir; stöðvun vopnasendinga muni aðeins gera frið að fjarlægari draum, þar sem hún styrki stöðu Rússlands. Stjórnvöld í Bretlandi brugðust við fregnunum í morgun með því að senda frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningur Breta við Úkraínu er ítrekaður. Bretar séu staðráðnir í því að koma á varanlegum friði í landinu og eigi í samstarfi við bandamenn hvað það varðar. Oleksandr Merezhko, formaður utanríkismálanefndar Úkraínuþings, líkti ákvörðun Trump við ákvörðun bandamanna árið 1938 að sjá í gegnum fingur sér þegar Hitler hernam Súdetaland. „Að stöðva aðstoðina núna er aðstoð við Pútín. Á yfirborðinu þá lítur þetta verulega illa út. Það lítur út fyrir að [Donald Trump] sé að neyða okkur til að ganga að kröfum Rússa. Aðalatriðið er að þetta er sálrænt áfall, stjórnmálalegt áfall, fyrir Úkraínu. Þetta hjálpar ekki baráttuandanum,“ sagði Merezhko. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands, segir ákvörðun Trump kalla á stefnubreytingu hjá Evrópuríkjunum. Þau þurfi að auka efnahagslegt- og hernaðarlegt sjálfstæði sitt og getu og taka öryggismálin í eigin hendur. Ursula von der Leyen segir áætlanir um að auka útgjöld til varnarmála munu kosta 800 milljarða evra. Evrópusambandið muni leggja fram tillögur um að veita aðildarríkjunum aukið fjárhagslegt rými og lána 150 milljarða evra til fjárfestinga í varnarmálum, auk þess að fá einkafjárfesta að borðinu. Stjórnvöld í Rússlandi og Ungverjalandi eru þau einu sem hafa fagnað ákvörðun Trump. Talsmaður Victor Orbán sagði stjórnvöld sammála ráðamönnum vestanhafs um að vopnasendingar þyrftu að víkja fyrir friðarviðræðum. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að um væri að ræða besta framlagið til friðar; ákvörðun sem gæti raunverulega komið Úkraínumönnum að samningaborðinu. Bandaríkin Evrópusambandið Rússland Ungverjaland Bretland Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Sjá meira
Stjórnvöld vestanhafs hafa meðal annars rökstutt ákvörðunina með því að vísa til þess að ætlunin sé að leggja mat á það hvort áframhaldandi hernaðarstuðningur sé líklegri til að stuðla að friði eða áframhaldandi átökum. Benjamin Haddad, ráðherra Evrópumála í Frakklandi, segir svarið hins vegar liggja ljóst fyrir; stöðvun vopnasendinga muni aðeins gera frið að fjarlægari draum, þar sem hún styrki stöðu Rússlands. Stjórnvöld í Bretlandi brugðust við fregnunum í morgun með því að senda frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningur Breta við Úkraínu er ítrekaður. Bretar séu staðráðnir í því að koma á varanlegum friði í landinu og eigi í samstarfi við bandamenn hvað það varðar. Oleksandr Merezhko, formaður utanríkismálanefndar Úkraínuþings, líkti ákvörðun Trump við ákvörðun bandamanna árið 1938 að sjá í gegnum fingur sér þegar Hitler hernam Súdetaland. „Að stöðva aðstoðina núna er aðstoð við Pútín. Á yfirborðinu þá lítur þetta verulega illa út. Það lítur út fyrir að [Donald Trump] sé að neyða okkur til að ganga að kröfum Rússa. Aðalatriðið er að þetta er sálrænt áfall, stjórnmálalegt áfall, fyrir Úkraínu. Þetta hjálpar ekki baráttuandanum,“ sagði Merezhko. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands, segir ákvörðun Trump kalla á stefnubreytingu hjá Evrópuríkjunum. Þau þurfi að auka efnahagslegt- og hernaðarlegt sjálfstæði sitt og getu og taka öryggismálin í eigin hendur. Ursula von der Leyen segir áætlanir um að auka útgjöld til varnarmála munu kosta 800 milljarða evra. Evrópusambandið muni leggja fram tillögur um að veita aðildarríkjunum aukið fjárhagslegt rými og lána 150 milljarða evra til fjárfestinga í varnarmálum, auk þess að fá einkafjárfesta að borðinu. Stjórnvöld í Rússlandi og Ungverjalandi eru þau einu sem hafa fagnað ákvörðun Trump. Talsmaður Victor Orbán sagði stjórnvöld sammála ráðamönnum vestanhafs um að vopnasendingar þyrftu að víkja fyrir friðarviðræðum. Þá sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, að um væri að ræða besta framlagið til friðar; ákvörðun sem gæti raunverulega komið Úkraínumönnum að samningaborðinu.
Bandaríkin Evrópusambandið Rússland Ungverjaland Bretland Frakkland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Sjá meira