Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 12:45 Paulo Fonseca fór með enni sitt í enni dómarans Benoit Millot og hellti sér yfir hann. AFP/JEFF PACHOUD Paulo Fonseca, hinn portúgalski þjálfari Lyon í Frakklandi, er í vondum málum eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu og ógnað dómara leiks við Brest um helgina. Fonseca brjálaðist þegar vítaspyrna var dæmd á Lyon og fékk rautt spjald. Þegar dómarinn sýndi honum rauða spjaldið labbaði hann með ógnandi hætti að dómaranum, hellti úr skálum reiði sinnar og setti enni sitt alveg að enni dómarans. Um tíma virtist Fonseca hreinlega ætla að skalla dómarann. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Málið hefur valdið hneykslan í Frakklandi og kallað hefur verið eftir því að Fonseca hljóti þunga refsingu. Samkvæmt reglum franska knattspyrnusambandsins gæti hann fengið sjö mánaða bann. „Þessi hegðun er algjörlega óviðunandi,“ sagði Marie Barsacq, ráðherra íþróttamála í Frakklandi. Ver sig á hóteli í Búkarest Franski miðillinn L'Equipe segir að líklega muni franska sambandið leitast eftir því hjá FIFA að bannið verði alþjóðlegt og gildi því í öllum keppnum. Segir miðillinn að FIFA samþykki jafnan slíkar beiðnir, líkt og í tilviki Sandro Tonali sem var dæmdur á Ítalíu vegna veðmála en var þá orðinn leikmaður Newcastle á Englandi. Næsti leikur Lyon er einmitt í Evrópudeildinni, gegn FCSB í Rúmeníu á fimmtudaginn. L'Equipe segir að á morgun, daginn fyrir leik, muni aganefnd hlýða á vitnisburð Fonseca frá hóteli í Búkarest þar sem hann muni freista þess að sannfæra nefndina um að dæma hann ekki í langt bann. Búið spil út af banni? Christophe Dugarry, álitsgjafi RMC og fyrrverandi landsliðsmaður Frakka, segir framtíð Fonseca hjá Lyon í algjörri óvissu. „Hvernig er það hægt, eftir að hafa veitt honum traust, að halda honum ef hann fær sjö mánaða bann? Hvernig er hægt að halda þjálfara sem hefur skapað svona slæma ímynd?“ spurði Dugarry. Fonseca, sem tók við Lyon fyrir aðeins rúmum mánuði síðan, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni og ítrekað afsökunarbeiðni sína í bréfi til frönsku dómarasamtakanna. Franski boltinn Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Fonseca brjálaðist þegar vítaspyrna var dæmd á Lyon og fékk rautt spjald. Þegar dómarinn sýndi honum rauða spjaldið labbaði hann með ógnandi hætti að dómaranum, hellti úr skálum reiði sinnar og setti enni sitt alveg að enni dómarans. Um tíma virtist Fonseca hreinlega ætla að skalla dómarann. INSANE head-loss from #Lyon manager Paolo #Fonseca !🤯 He is now facing a potential 7 MONTH ban!pic.twitter.com/1bCQUe9E7a— 101 Great Goals (@101greatgoals) March 3, 2025 Málið hefur valdið hneykslan í Frakklandi og kallað hefur verið eftir því að Fonseca hljóti þunga refsingu. Samkvæmt reglum franska knattspyrnusambandsins gæti hann fengið sjö mánaða bann. „Þessi hegðun er algjörlega óviðunandi,“ sagði Marie Barsacq, ráðherra íþróttamála í Frakklandi. Ver sig á hóteli í Búkarest Franski miðillinn L'Equipe segir að líklega muni franska sambandið leitast eftir því hjá FIFA að bannið verði alþjóðlegt og gildi því í öllum keppnum. Segir miðillinn að FIFA samþykki jafnan slíkar beiðnir, líkt og í tilviki Sandro Tonali sem var dæmdur á Ítalíu vegna veðmála en var þá orðinn leikmaður Newcastle á Englandi. Næsti leikur Lyon er einmitt í Evrópudeildinni, gegn FCSB í Rúmeníu á fimmtudaginn. L'Equipe segir að á morgun, daginn fyrir leik, muni aganefnd hlýða á vitnisburð Fonseca frá hóteli í Búkarest þar sem hann muni freista þess að sannfæra nefndina um að dæma hann ekki í langt bann. Búið spil út af banni? Christophe Dugarry, álitsgjafi RMC og fyrrverandi landsliðsmaður Frakka, segir framtíð Fonseca hjá Lyon í algjörri óvissu. „Hvernig er það hægt, eftir að hafa veitt honum traust, að halda honum ef hann fær sjö mánaða bann? Hvernig er hægt að halda þjálfara sem hefur skapað svona slæma ímynd?“ spurði Dugarry. Fonseca, sem tók við Lyon fyrir aðeins rúmum mánuði síðan, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni og ítrekað afsökunarbeiðni sína í bréfi til frönsku dómarasamtakanna.
Franski boltinn Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira