Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar 4. mars 2025 14:01 Metnaðarfullur sáttmáli nýrra samstarfsflokka í borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið kynntur. Þótt skammt sé eftir af kjörtímabilinu má búast við að áhrifa hins nýja samstarfs muni gæta á mörgum sviðum. Sérstök áhersla verður lögð á skólamál og málefni barna. Það er mikið gleðiefni að á verkefnalistanum sé sérstaklega hugað að eflingu skólabókasafna. Það voru mörgum sár vonbrigði þegar fyrri meirihluti kaus að skera niður framlag til þessa mikilvæga málaflokks. Fagfólk varaði við ákvörðuninni enda kom fljótlega í ljós að hún var misráðin. Reykjavík hefur lengi lagt áherslu á þá sterku stöðu sem bókmenntir hafa í borginni og hvað bækur skipta miklu máli fyrir sjálfsmynd borgarbúa. Reykjavík er bókmenntaborg UNESCO og hefur sem slík staðið að fjölda verkefna til að lyfta lestri og lestrarmenningu. Í ljósi þessarar arfleifðar hafa vísbendingar um síminnkandi lestur íslenskra ungmenna vakið áhyggjur. Ljóst er að góð lestrarhæfni er forsenda náms á flestum sviðum sem og lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu. Öflug skólabókasöfn eru eitthvert besta tækið sem við höfum yfir að búa til að lyfta undir lestur ungmenna og ást þeirra á bókum. Skólabókasöfnin eru svo sannarlega hjartað í hverjum skóla. Tíu milljóna áætlað viðbótarframlag á ári mun reynast skólabókasöfnum borgarinnar mikilvæg innspýting og ætla má að hún gæti nýst ennþá betur með samningum og samstarfi við Félag bókaútgefenda og aðra hagaðila. Vinir bókarinnar hljóta að fagna þessu framtaki. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna & fulltrúi í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Skóla- og menntamál Bókasöfn Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Metnaðarfullur sáttmáli nýrra samstarfsflokka í borgarstjórn Reykjavíkur hefur verið kynntur. Þótt skammt sé eftir af kjörtímabilinu má búast við að áhrifa hins nýja samstarfs muni gæta á mörgum sviðum. Sérstök áhersla verður lögð á skólamál og málefni barna. Það er mikið gleðiefni að á verkefnalistanum sé sérstaklega hugað að eflingu skólabókasafna. Það voru mörgum sár vonbrigði þegar fyrri meirihluti kaus að skera niður framlag til þessa mikilvæga málaflokks. Fagfólk varaði við ákvörðuninni enda kom fljótlega í ljós að hún var misráðin. Reykjavík hefur lengi lagt áherslu á þá sterku stöðu sem bókmenntir hafa í borginni og hvað bækur skipta miklu máli fyrir sjálfsmynd borgarbúa. Reykjavík er bókmenntaborg UNESCO og hefur sem slík staðið að fjölda verkefna til að lyfta lestri og lestrarmenningu. Í ljósi þessarar arfleifðar hafa vísbendingar um síminnkandi lestur íslenskra ungmenna vakið áhyggjur. Ljóst er að góð lestrarhæfni er forsenda náms á flestum sviðum sem og lýðræðislegrar þátttöku í samfélaginu. Öflug skólabókasöfn eru eitthvert besta tækið sem við höfum yfir að búa til að lyfta undir lestur ungmenna og ást þeirra á bókum. Skólabókasöfnin eru svo sannarlega hjartað í hverjum skóla. Tíu milljóna áætlað viðbótarframlag á ári mun reynast skólabókasöfnum borgarinnar mikilvæg innspýting og ætla má að hún gæti nýst ennþá betur með samningum og samstarfi við Félag bókaútgefenda og aðra hagaðila. Vinir bókarinnar hljóta að fagna þessu framtaki. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna & fulltrúi í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun