Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. mars 2025 14:08 Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki Íslands, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Heiða Björg Hilmisdóttir, Samfylkingunni, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Helga Þórðardóttir, Flokki fólksins, fara fyrir borgarstjórnarmeirihlutanum. Vísir/Vilhelm Nýr meirihluti í borginni hefur sýnt á spilin með aðgerðaráætlun sem lögð var fram á borgarstjórnarfundi í dag. Samstarfsflokkarnir fimm í meirihluta, Samfylking, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands, Flokkur fólksins og Vinstri græn, lögðu fram sína fyrstu aðgerðaáætlun á borgarstjórnarfundi í dag. Samkvæmt tilkynningu frá oddvitum flokkanna fmm byggir áætlunin á samstarfsyfirlýsingu sem kynnt var á dögunum. „Flokkanir ganga samhentir til verks á sterkum félagslegum grunni og verður lífsgæðum borgarbúa forgangsraðað eins og sjá má í þessari fyrstu aðgerðaráætlun. Allar tillögunar í henni miða að því að styrkja grunnþjónustu enn frekar en um leið sýna ráðdeild og útsjónarsemi við rekstur Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningunni. Í áætluninni er að finna 25 tillögur sem allar koma til framkvæmda í lýðræðislega kjörnum ráðum og nefndum borgarinnar, þar sem endanleg útfærsla fær faglega umræðu og afgreiðslu, að því er fram kemur í tilkynningunni. Hér má nálgast beina útsendingu frá fundinum, sem hófst í hádeginu: Húsnæðisuppbygging, fjölgun leikskóla, ráðdeild og skilvirkni eru sögð meðal forgangsmála flokkanna. Í tilkynningunni segir: Við höfum hug á mæta aukinni húsnæðisþörf með fjölbreyttum lausnum bæði á kjörtímabilinu en líka leggja góðan grunn til framtíðar. Samtal við verkalýðshreyfinguna og ríkið um nýjar leiðir til uppbyggingar er hafið sem og leiðir til að hraða uppbyggingu almennt í borginni. Við munum leita allra leiða til að fjölga plássum í leikskólum og bæta starfsaðstæður í leik og grunnskólum í samstarfi við börn og fjölskyldur, starfsfólk og fræðasamfélagið. Við munum endurskoða og samþætta alla vinnu er varða forvarnir, samvinnu um þær og setja af stað sérstaka vinnu sem tengist ofbeldi gegn börnum og ungmennum. Við ætlum að efla beint og milliliðalaust samtal við íbúa um alla borg með nýjum og fjölbreyttum lýðræðislegum leiðum og fjölga borgaraþingum. Verið er að auka skilvirkni í stjórnsýslunni, þar sem tekið er utan um eignaumsýslu, fyrirkomulag innri og ytri upplýsingagjafar, innkaup og forgangsröðun fjárfestinga, þar með talið í stafrænum lausnum. Starfsfólk borgarinnar þekkir sitt starfsumhverfi best og því munum við leita til þeirra um hugmyndir að því hvernig við getum hagrætt fyrir auknum útgjöldum. Við munum einnig leita til borgarbúa og notenda þjónustunnar sem þekkja þjónustuna best. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Samstarfsflokkarnir fimm í meirihluta, Samfylking, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands, Flokkur fólksins og Vinstri græn, lögðu fram sína fyrstu aðgerðaáætlun á borgarstjórnarfundi í dag. Samkvæmt tilkynningu frá oddvitum flokkanna fmm byggir áætlunin á samstarfsyfirlýsingu sem kynnt var á dögunum. „Flokkanir ganga samhentir til verks á sterkum félagslegum grunni og verður lífsgæðum borgarbúa forgangsraðað eins og sjá má í þessari fyrstu aðgerðaráætlun. Allar tillögunar í henni miða að því að styrkja grunnþjónustu enn frekar en um leið sýna ráðdeild og útsjónarsemi við rekstur Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningunni. Í áætluninni er að finna 25 tillögur sem allar koma til framkvæmda í lýðræðislega kjörnum ráðum og nefndum borgarinnar, þar sem endanleg útfærsla fær faglega umræðu og afgreiðslu, að því er fram kemur í tilkynningunni. Hér má nálgast beina útsendingu frá fundinum, sem hófst í hádeginu: Húsnæðisuppbygging, fjölgun leikskóla, ráðdeild og skilvirkni eru sögð meðal forgangsmála flokkanna. Í tilkynningunni segir: Við höfum hug á mæta aukinni húsnæðisþörf með fjölbreyttum lausnum bæði á kjörtímabilinu en líka leggja góðan grunn til framtíðar. Samtal við verkalýðshreyfinguna og ríkið um nýjar leiðir til uppbyggingar er hafið sem og leiðir til að hraða uppbyggingu almennt í borginni. Við munum leita allra leiða til að fjölga plássum í leikskólum og bæta starfsaðstæður í leik og grunnskólum í samstarfi við börn og fjölskyldur, starfsfólk og fræðasamfélagið. Við munum endurskoða og samþætta alla vinnu er varða forvarnir, samvinnu um þær og setja af stað sérstaka vinnu sem tengist ofbeldi gegn börnum og ungmennum. Við ætlum að efla beint og milliliðalaust samtal við íbúa um alla borg með nýjum og fjölbreyttum lýðræðislegum leiðum og fjölga borgaraþingum. Verið er að auka skilvirkni í stjórnsýslunni, þar sem tekið er utan um eignaumsýslu, fyrirkomulag innri og ytri upplýsingagjafar, innkaup og forgangsröðun fjárfestinga, þar með talið í stafrænum lausnum. Starfsfólk borgarinnar þekkir sitt starfsumhverfi best og því munum við leita til þeirra um hugmyndir að því hvernig við getum hagrætt fyrir auknum útgjöldum. Við munum einnig leita til borgarbúa og notenda þjónustunnar sem þekkja þjónustuna best.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira