Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. mars 2025 19:25 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri, Róbert Wessmann, forstjóri Alvotech, og Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri. Vísir Nýr borgarstjórnarmeirihluti hyggst ekki veita Alvotech leyfi til að byggja leikskóla fyrir börn starfsmanna fyrirtækisins, og segir fyrirtækjaleikskóla brjóta gegn jafnræðisreglu. Oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir „afar leitt“ að ný borgarstjórn hafi ákveðið að láta „kreddustjórnmál vinstri vængsins“ ráða för í leikskólamálum. Leikskólamálin báru á góma í ræðu Skúla Helgasonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi borgarstjórnar í dag. „Eins og allir vita í þessum sal þá eru fyrirtækjaleikskólar ekki á dagskrá þessa nýja meirihlutasamstarfs sem við kynnum hér í dag,“ segir Skúli. Borgarlögmaður hafi fengið það hlutverk í tíð síðasta meirihluta að skilgreina samningsmarkmið og skilyrði borgaranna fyrir slíkri starfsemi, og niðurstaðan hafi verið sú að fyrirtækjaleikskólar væru frávik frá þeirri almennu reglu að börn séu tekin inn í leikskóla eftir aldursröð og passað væri upp á jafnræðisregluna. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir fyrirtækjaleikskóla ekki á dagskrá nýja meirihlutasamstarfsins.Vísir/Vilhelm Kreddustjórnmál ráði för Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir það ekki koma á óvart að nýr meirihluti hafi ákveðið að hafna hugmyndum um vinnustaðaleikskóla, sem Framsókn hafi reynt að fá samþykktar í síðasta meirihluta, í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir leitt að meirihlutinn láti kreddustjórnmál vinstri vængsins ráða för í leikskólamálum. „Það er hrikalega sorglegt að hafa unnið í þessu Alvotech máli frá byrjun og sjá það drepið af þeim,“ segir Einar. Hugmyndir um leikskóla á vinnustöðum eins og á Landspítalanum eða Alvotech hafi verið langt komnar. „Fleiri vinnustaðir hefðu án efa komið í kjölfarið. Þar hefðu börn starfsmanna og börn úr hverfum borgarinnar fengið pláss sem nú verða ekki til.“ Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Alvotech Tengdar fréttir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira
Leikskólamálin báru á góma í ræðu Skúla Helgasonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á fundi borgarstjórnar í dag. „Eins og allir vita í þessum sal þá eru fyrirtækjaleikskólar ekki á dagskrá þessa nýja meirihlutasamstarfs sem við kynnum hér í dag,“ segir Skúli. Borgarlögmaður hafi fengið það hlutverk í tíð síðasta meirihluta að skilgreina samningsmarkmið og skilyrði borgaranna fyrir slíkri starfsemi, og niðurstaðan hafi verið sú að fyrirtækjaleikskólar væru frávik frá þeirri almennu reglu að börn séu tekin inn í leikskóla eftir aldursröð og passað væri upp á jafnræðisregluna. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir fyrirtækjaleikskóla ekki á dagskrá nýja meirihlutasamstarfsins.Vísir/Vilhelm Kreddustjórnmál ráði för Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir það ekki koma á óvart að nýr meirihluti hafi ákveðið að hafna hugmyndum um vinnustaðaleikskóla, sem Framsókn hafi reynt að fá samþykktar í síðasta meirihluta, í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir leitt að meirihlutinn láti kreddustjórnmál vinstri vængsins ráða för í leikskólamálum. „Það er hrikalega sorglegt að hafa unnið í þessu Alvotech máli frá byrjun og sjá það drepið af þeim,“ segir Einar. Hugmyndir um leikskóla á vinnustöðum eins og á Landspítalanum eða Alvotech hafi verið langt komnar. „Fleiri vinnustaðir hefðu án efa komið í kjölfarið. Þar hefðu börn starfsmanna og börn úr hverfum borgarinnar fengið pláss sem nú verða ekki til.“
Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Alvotech Tengdar fréttir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Innlent Fleiri fréttir Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Sjá meira
Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06