Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir, Harpa Stefánsdóttir, Hildur Rut Sigurbjartsdóttir, Silja Jóhannsdóttir og Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifa 6. mars 2025 10:02 Ár hvert, þann 6. mars er Evrópudagur talþjálfunar haldinn hátíðlegur á meðal talmeinafræðinga í Evrópu. Dagurinn er ætlaður sem almenn vitundarvakning á störfum og þjónustu talmeinafræðinga. Í ár er yfirskriftin ,,Eflum málumhverfi barna”. Börn læra tungumálið í gegnum samskipti. Það skiptir máli hversu mikið er talað við þau en það getur líka skipt máli hvernig talað er við þau. Til að efla og styrkja tal-og málþroska barna er hægt að nýta ýmsar aðferðir sem eru gagnlegar og auðvelt að temja sér. Þær aðferðir sem hér eru nefndar er hægt að nýta í daglegum athöfnum, til dæmis í matartímum, í bílferðum, í leik, í búðarferðum og fleiri athöfnum daglegs lífs. Fyrst og fremst er mikilvægt að tala mikið við barnið og setja orð á hluti í nærumhverfi þess, tala um það sem það sér og það sem það heyrir og nota til þess fjölbreyttan orðaforða og hugtök. Stundum er hægt að vera eins og „íþróttalýsandi“ í eigin lífi þegar börn eru að læra tungumálið. Þá geta umönnunaraðilar talað og lýst því sem þau eru að gera, til dæmis “ég ætla fyrst að taka stóru skálina og svo ætla ég að setja tvo desílítra af hveiti ofan í hana”. Einnig er hægt að tala um og lýsa því sem barnið er að gera, til dæmis “nú ætlar þú að koma í úlpuna, fyrst seturðu hægri höndina í ermina og síðan seturðu vinstri höndina í hina ermina.” Þegar börn eru á máltökuskeiðinu þá víkur mál þeirra oft frá máli fullorðinna en þau eru enn að læra rétta málfræði, beygingar og setningauppbyggingu. Í stað þess að benda á mistök eða villur í máli er hægt að endurtaka leiðrétt eftir þeim, til dæmis ef barnið segir „þrír epli” þá getum við endurtekið og sagt „já þarna eru þrjú epli.” Þannig fær barnið tækifæri til að heyra rétt uppbyggðar setningar og fær einnig staðfestingu á hlustun sem getur hvatt til enn frekari samskipta. Önnur árangursrík leið er að bæta við það sem barnið segir. En eins og áður sagði víkur mál þeirra oft frá máli fullorðinna, til að mynda eru setningar styttri og þau eru einnig með minni orðaforða. Til að efla orðaforða og lengja setningar barna er hægt að endurtaka setningu barns og bæta við hana. Til dæmis ef barnið segir “mamma borða” þá getum við sagt “já, mamma er að borða kjúkling.” Einnig er gott að vera duglegur að skapa aðstæður sem krefjast tjáningar, t.d. í stað þess að spyrja einungis já og nei spurninga, að spyrja þá opinna spurninga sem vekja til umhugsunar og hvetja til samræðna. Gefum okkur tíma til að spjalla við börnin okkar og gefum þeim tíma til að bregðast við og svara. Lestur er ein áhrifaríkasta leiðin til að efla og auka við orðaforða barna. Í gegnum lestur læra börn ný orð og hugtök og það hvernig frásagnir eru uppbyggðar. Það er mikilvægt að reyna að lesa á hverjum degi fyrir barnið. Börn sem lesið er oftar fyrir eru með ríkari orðaforða en börn sem lesið er sjaldan fyrir. Ef úthald er ekki mikið getur hentað barninu betur að lesa styttra í einu og oftar. Mikilvægt er að velja bækur sem eru viðeigandi fyrir þroskastig barnsins og vekja áhuga þess. Það að hafa bækurnar sýnilegar og aðgengilegar í umhverfinu og í þeirra hæð skiptir líka máli. Það getur til dæmis verið gaman að fara saman á bókasöfn og velja bækur til að lesa. Þar er hægt að fá aðstoð frá bókasafnsfræðingum til að finna bækur við hæfi. Þegar verið er að lesa getur verið gott að staldra við, skoða myndir, spjalla saman um myndirnar og eiga í gagnvirkum samskiptum. Hægt er að staldra við flókin orð og velta fyrir sér merkingu þeirra. Síðan er hægt að spyrja spurninga út frá textanum og myndunum. Þegar börn verða eldri er gott að halda áfram að lesa eins lengi og þau hafa áhuga á, þrátt fyrir að þau séu byrjuð að lesa sjálf. Einnig er gott að hvetja börn til yndislesturs þegar þau eldast. Með því að lesa og/eða hlusta á hljóðbækur öðlast þau ríkulegri orðaforða. Orðaforði er undirstaða málskilnings sem er svo undirstaða lesskilnings og grunnurinn að öllu námi. Tölvur og tækni eru hluti af nútímaumhverfi og jákvæð áhrif tækniþróunar eru óumdeilanleg. Nauðsynlegt er að nýta jákvæð áhrif tækninnar og reyna að vinna markvisst gegn neikvæðum áhrifum hennar. Nálgumst snjalltæki með skynsamlegum hætti með því að sýna, kenna og setja börnunum okkar mörk í notkun þeirra. Of mikil skjánotkun getur haft neikvæð áhrif á þroska og líðan barna. Skjátími getur sömuleiðis haft neikvæð áhrif ef hann kemur í stað félagslegra samskipta. Verum meðvituð um gæði þess efnis sem börnin eyða tíma sínum í og veljum vandað efni. Gott er að fara eftir viðmiðum um skjátíma fyrir hvert aldursbil en upplýsingar um það má til dæmis nálgast á vef heilsuveru.Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna og mikilvægt er að þeir hugi að eigin skjánotkun. Kennum börnunum að umgangast tæki og tækni af ábyrgð og þekkingu og vera meðvituð um að stuðla að jákvæðum samskiptum á netinu eins og í raunheimum. Munum að við stjórnum og berum ábyrgð á því sem börnin horfa á. Skipuleggjum skjálausar stundir, til dæmis með því að vera ekki með síma við matarborðið, taka einn símalausan dag í viku eða þess háttar. Í lokin er vert að nefna að mikilvægast af öllu er að tala saman. Gefum okkur tíma til að hlusta á börnin. Sýnum þeim áhuga, hlustum og verum fyrirmyndir þeirra. Höfum gleðina að leiðarljósi- börn læra mest í gegnum leik og jákvæðar upplifanir! Við hvetjum fólk til að fylgja Félagi talmeinafræðinga (@felagtalmeinafraedinga, á samfélagsmiðlum. Þar höfum við sett inn gagnlegt efni og ráð sem snýr að þema dagsins “eflum málumhverfi barna”. Hægt er að finna fróðleiksmola, gagnlegar heimasíður, samfélagsmiðla, smáforrit, sjónvarpsefni og ýmislegt fleira. Höfundar eru talmeinafræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ár hvert, þann 6. mars er Evrópudagur talþjálfunar haldinn hátíðlegur á meðal talmeinafræðinga í Evrópu. Dagurinn er ætlaður sem almenn vitundarvakning á störfum og þjónustu talmeinafræðinga. Í ár er yfirskriftin ,,Eflum málumhverfi barna”. Börn læra tungumálið í gegnum samskipti. Það skiptir máli hversu mikið er talað við þau en það getur líka skipt máli hvernig talað er við þau. Til að efla og styrkja tal-og málþroska barna er hægt að nýta ýmsar aðferðir sem eru gagnlegar og auðvelt að temja sér. Þær aðferðir sem hér eru nefndar er hægt að nýta í daglegum athöfnum, til dæmis í matartímum, í bílferðum, í leik, í búðarferðum og fleiri athöfnum daglegs lífs. Fyrst og fremst er mikilvægt að tala mikið við barnið og setja orð á hluti í nærumhverfi þess, tala um það sem það sér og það sem það heyrir og nota til þess fjölbreyttan orðaforða og hugtök. Stundum er hægt að vera eins og „íþróttalýsandi“ í eigin lífi þegar börn eru að læra tungumálið. Þá geta umönnunaraðilar talað og lýst því sem þau eru að gera, til dæmis “ég ætla fyrst að taka stóru skálina og svo ætla ég að setja tvo desílítra af hveiti ofan í hana”. Einnig er hægt að tala um og lýsa því sem barnið er að gera, til dæmis “nú ætlar þú að koma í úlpuna, fyrst seturðu hægri höndina í ermina og síðan seturðu vinstri höndina í hina ermina.” Þegar börn eru á máltökuskeiðinu þá víkur mál þeirra oft frá máli fullorðinna en þau eru enn að læra rétta málfræði, beygingar og setningauppbyggingu. Í stað þess að benda á mistök eða villur í máli er hægt að endurtaka leiðrétt eftir þeim, til dæmis ef barnið segir „þrír epli” þá getum við endurtekið og sagt „já þarna eru þrjú epli.” Þannig fær barnið tækifæri til að heyra rétt uppbyggðar setningar og fær einnig staðfestingu á hlustun sem getur hvatt til enn frekari samskipta. Önnur árangursrík leið er að bæta við það sem barnið segir. En eins og áður sagði víkur mál þeirra oft frá máli fullorðinna, til að mynda eru setningar styttri og þau eru einnig með minni orðaforða. Til að efla orðaforða og lengja setningar barna er hægt að endurtaka setningu barns og bæta við hana. Til dæmis ef barnið segir “mamma borða” þá getum við sagt “já, mamma er að borða kjúkling.” Einnig er gott að vera duglegur að skapa aðstæður sem krefjast tjáningar, t.d. í stað þess að spyrja einungis já og nei spurninga, að spyrja þá opinna spurninga sem vekja til umhugsunar og hvetja til samræðna. Gefum okkur tíma til að spjalla við börnin okkar og gefum þeim tíma til að bregðast við og svara. Lestur er ein áhrifaríkasta leiðin til að efla og auka við orðaforða barna. Í gegnum lestur læra börn ný orð og hugtök og það hvernig frásagnir eru uppbyggðar. Það er mikilvægt að reyna að lesa á hverjum degi fyrir barnið. Börn sem lesið er oftar fyrir eru með ríkari orðaforða en börn sem lesið er sjaldan fyrir. Ef úthald er ekki mikið getur hentað barninu betur að lesa styttra í einu og oftar. Mikilvægt er að velja bækur sem eru viðeigandi fyrir þroskastig barnsins og vekja áhuga þess. Það að hafa bækurnar sýnilegar og aðgengilegar í umhverfinu og í þeirra hæð skiptir líka máli. Það getur til dæmis verið gaman að fara saman á bókasöfn og velja bækur til að lesa. Þar er hægt að fá aðstoð frá bókasafnsfræðingum til að finna bækur við hæfi. Þegar verið er að lesa getur verið gott að staldra við, skoða myndir, spjalla saman um myndirnar og eiga í gagnvirkum samskiptum. Hægt er að staldra við flókin orð og velta fyrir sér merkingu þeirra. Síðan er hægt að spyrja spurninga út frá textanum og myndunum. Þegar börn verða eldri er gott að halda áfram að lesa eins lengi og þau hafa áhuga á, þrátt fyrir að þau séu byrjuð að lesa sjálf. Einnig er gott að hvetja börn til yndislesturs þegar þau eldast. Með því að lesa og/eða hlusta á hljóðbækur öðlast þau ríkulegri orðaforða. Orðaforði er undirstaða málskilnings sem er svo undirstaða lesskilnings og grunnurinn að öllu námi. Tölvur og tækni eru hluti af nútímaumhverfi og jákvæð áhrif tækniþróunar eru óumdeilanleg. Nauðsynlegt er að nýta jákvæð áhrif tækninnar og reyna að vinna markvisst gegn neikvæðum áhrifum hennar. Nálgumst snjalltæki með skynsamlegum hætti með því að sýna, kenna og setja börnunum okkar mörk í notkun þeirra. Of mikil skjánotkun getur haft neikvæð áhrif á þroska og líðan barna. Skjátími getur sömuleiðis haft neikvæð áhrif ef hann kemur í stað félagslegra samskipta. Verum meðvituð um gæði þess efnis sem börnin eyða tíma sínum í og veljum vandað efni. Gott er að fara eftir viðmiðum um skjátíma fyrir hvert aldursbil en upplýsingar um það má til dæmis nálgast á vef heilsuveru.Foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna og mikilvægt er að þeir hugi að eigin skjánotkun. Kennum börnunum að umgangast tæki og tækni af ábyrgð og þekkingu og vera meðvituð um að stuðla að jákvæðum samskiptum á netinu eins og í raunheimum. Munum að við stjórnum og berum ábyrgð á því sem börnin horfa á. Skipuleggjum skjálausar stundir, til dæmis með því að vera ekki með síma við matarborðið, taka einn símalausan dag í viku eða þess háttar. Í lokin er vert að nefna að mikilvægast af öllu er að tala saman. Gefum okkur tíma til að hlusta á börnin. Sýnum þeim áhuga, hlustum og verum fyrirmyndir þeirra. Höfum gleðina að leiðarljósi- börn læra mest í gegnum leik og jákvæðar upplifanir! Við hvetjum fólk til að fylgja Félagi talmeinafræðinga (@felagtalmeinafraedinga, á samfélagsmiðlum. Þar höfum við sett inn gagnlegt efni og ráð sem snýr að þema dagsins “eflum málumhverfi barna”. Hægt er að finna fróðleiksmola, gagnlegar heimasíður, samfélagsmiðla, smáforrit, sjónvarpsefni og ýmislegt fleira. Höfundar eru talmeinafræðingar.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun