Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 5. mars 2025 13:02 Rúmlega 150 einstaklingar sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi eru týndir í kerfum lögreglunnar samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra og birtar voru í fjölmiðlum nýlega. Alls eru 367 hælisleitendur í landinu sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd og samkvæmt þessum tölum er því ekki vitað hvar um helmingur þeirra er niðurkominn. Gera má ráð fyrir því einhverjir úr þeim hópi séu farnir úr landi en augljóst er að a.m.k. tugir einstaklinga eru enn í landinu og fari huldu höfði. Það er mjög brýnt að málið sé skoðað nánar og gera má ráð fyrir því að dómsmálaráðherra sé með það í farvegi. Ég tók málið upp á Alþingi í gær og hef lagt fram fyrirspurn til ráðherra um stöðuna. Það er mikið áhyggjuefni að vita til þess að svo margir séu óskráðir í landinu. Ekki síst er sárt til þess að hugsa að í hópnum geti verið einstæðar mæður með börn. Það er ótækt að vita ekki um afdrif þeirra. Hér á landi hafa komið upp tilvik þar sem einstaklingar úr hópi hælisleitenda, einkum einstæðar mæður, hafi verið misnotaðar, jafnvel sem þrælar inni á heimilum. Auk þess eru dæmi um að aðrir einstaklingar hafi verið fórnarlömb annars konar mansals. Þess vegna er brýnt að upplýsingar um afdrif og stöðu þessa fólks liggi fyrir. Það væri fróðlegt að vita hvernig aðstæðum þeirra sem bíða brottflutnings sé háttað. Hvort að þar sé unnin markviss vinna til að styrkja þau og styðja við heimferð þeirra þannig að minni líkur séu á að fólkið láti sig hverfa eða sé falið. Það þarf markvisst eftirlit með hælisleitendum í þessari stöðu því að dæmin sanna að því miður eru einhverjir tilbúnir að misnota sér aðstöðu þeirra. Hvert og eitt slíkt tilvik er einu tilviki of mikið. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Hælisleitendur Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Rúmlega 150 einstaklingar sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd hér á landi eru týndir í kerfum lögreglunnar samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra og birtar voru í fjölmiðlum nýlega. Alls eru 367 hælisleitendur í landinu sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd og samkvæmt þessum tölum er því ekki vitað hvar um helmingur þeirra er niðurkominn. Gera má ráð fyrir því einhverjir úr þeim hópi séu farnir úr landi en augljóst er að a.m.k. tugir einstaklinga eru enn í landinu og fari huldu höfði. Það er mjög brýnt að málið sé skoðað nánar og gera má ráð fyrir því að dómsmálaráðherra sé með það í farvegi. Ég tók málið upp á Alþingi í gær og hef lagt fram fyrirspurn til ráðherra um stöðuna. Það er mikið áhyggjuefni að vita til þess að svo margir séu óskráðir í landinu. Ekki síst er sárt til þess að hugsa að í hópnum geti verið einstæðar mæður með börn. Það er ótækt að vita ekki um afdrif þeirra. Hér á landi hafa komið upp tilvik þar sem einstaklingar úr hópi hælisleitenda, einkum einstæðar mæður, hafi verið misnotaðar, jafnvel sem þrælar inni á heimilum. Auk þess eru dæmi um að aðrir einstaklingar hafi verið fórnarlömb annars konar mansals. Þess vegna er brýnt að upplýsingar um afdrif og stöðu þessa fólks liggi fyrir. Það væri fróðlegt að vita hvernig aðstæðum þeirra sem bíða brottflutnings sé háttað. Hvort að þar sé unnin markviss vinna til að styrkja þau og styðja við heimferð þeirra þannig að minni líkur séu á að fólkið láti sig hverfa eða sé falið. Það þarf markvisst eftirlit með hælisleitendum í þessari stöðu því að dæmin sanna að því miður eru einhverjir tilbúnir að misnota sér aðstöðu þeirra. Hvert og eitt slíkt tilvik er einu tilviki of mikið. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar