Framtíð og upprisa háskólamenntunar á Íslandi – Silja Bára og stúdentar Þórkatla Eggerz Tinnudóttir skrifar 7. mars 2025 08:02 Fljótlega munu starfsfólk og stúdentar ganga til kosninga um næsta leiðtoga og andlit Háskóla Íslands og eru öll framboðins með margra ára reynslu af störfum innan veggja skólans. Þó eru áherslur frambjóðendanna mismunandi og því vert að kynna sér hvert og eitt framboð. Ég tel framboð Silju Báru horfa til lengri framtíðar með hagsmuni stúdenta og starfsfólks að leiðarljósi. Fjármagn til rannsókna og kennslu Í langan tíma hafa ríkisháskólarnir verið undirfjármagnaðir og hefur það þrátt fyrir mörg loforð margra ríkisstjórna ekki breyst hingað til. Undirfjármögnun hefur ekki aðeins neikvæð áhrif á rannsóknarstörf á vegum háskólanna. Störf sem eru undirstaða tækni- og samfélagsþróunar til framtíðar á okkar eigin grundu sem og í samstarfi við aðrar þjóðir sem eflir þar með alþjóðleg tengsl okkar sem ríkis. Undirfjármögnun kemur aukinheldur niður á kennslu sem er undirstaða þess að sérfræðimennta framtíð þjóðarinnar, framtíðar vísindamenn, lækna, hjúkrunarfræðinga, kennara og aðra spekinga. Silja Bára hefur talað fyrir aukinni fjármögnun og komið með lausnir strax. Hún er með lausnarmiðaðri manneskjum sem ég hef kynnst og áherslur hennar á framtíðaruppbyggingu Háskóla Íslands eru nauðsynlegar fyrir framtíð skólans. Mannleg nálgun og tengsl við stúdenta sem og starfsfólk Silja Bára er með einhverja hlýjustu nærveru sem ég hef upplifað frá kennara. Frá fyrsta tímanum mínum hjá henni hef ég séð hana nálgast nemendur með virðingu og skilningi. Það er augljóst öllum sem hafa fengið að sitja í kennslustund hjá Silju Báru að henni er annt um að nemendur öðlist raunverulegan skilning á efninu, ekki bara að læra utanbókar einhver hugtök og hver sagði hvað, heldur hvernig framtíðar samfélagsþegnar geta notað það sem þeir hafa lært í raunheimum til að bæta samfélagið og sig sjálf. Sem nemandi hef ég ekki fundið mikil tengsl við rektorsembættið, ég gæti ekki sagt til um hvar skrifstofa rektors er staðsett. En ég veit að með Silju Báru í þeim stól myndi sú upplifun breytast fyrir alla nemendur, þar sem hún leggur áherslu á tengingu og mannlega nálgun í öllu sem hún tekur sér fyrir hendi. Það sama má segja um tengsl hennar við samstarfsfólk sitt, en þar hef ég orðið vitni að þeirri gríðarlegu virðingu sem hún sýnir samstarfsfólki sínu og þeirri virðingu sem hún fær til baka. Eftir 20 ára störf og ótal margar rannsóknir, greinar og bókakafla sem hún hefur unnið í samstarfi við aðra sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum, hefur Silja Bára komið sér upp víðu tengslaneti af fólki sem stuðlar að uppbyggingu fræða og vísinda bæði hér á landi sem og utan landsteinanna. Ímynd og andlit Háskóla Íslands Rektorsembættið er andlit skólans út á við, og skiptir öllu máli hvernig rektor ber sig því það skiptir máli fyrir ímynd skólans. Silja Bára hefur sýnt dugnað, ástundað opin samskipti og fagmennsku í störfum sínum síðustu 20 árin og með hana sem rektor verður það leiðarstefið hjá Háskóla Íslands. Það leiðarstef getur stuðlað að því að fleiri sæki sér háskólamenntun og mun styrkja stöðu háskólans á alþjóðavísu. Með fleiri háskólamenntuðum í samfélaginu getum við byggt upp sterkari framtíð sem ríki, sem er nauðsynlegt á óvissutímum eins og þessum í alþjóðasamfélaginu. Hagsmunir stúdenta Stúdentar og ungt fólk er framtíðin, og háskólar á Íslandi vinna hörðum höndum við að undirbúa framtíðina í krefjandi, undirfjármögnuðu umhverfi. Ýmis mál eins og samgöngur, aðgengi, sveigjanleiki og húsnæði skipta stúdenta miklu máli og hafa verið mikið í umræðunni, sér í lagi hjá hagsmunasamtökum stúdenta og stúdentaráðum. Háskóli Íslands er alls ekki undanskilinn og er ljóst að margt þarf að bæta í hagsmunamálum stúdenta í HÍ. Aðgengi fatlaðra, skortur á húsnæði á viðráðanlegu verði, sveigjanleiki á námi eins og hlutanám fyrir foreldra í háskólanámi og hagstæðari námslán eru áskoranir sem eru hvað brýnastar og er aðkoma rektors mismikil í þessum málaflokkum. Þar getur rektor haft áhrif, annað hvort með ákvarðanatöku eða bara með stuðningi við stúdenta í baráttunni. Ég efast ekki um að Silja Bára muni hafa hasmuni stúdenta framarlega í huga sem rektor eins og hún hefur gert sem kennari. Framtíð og upprisa háskólamenntunar Oft er talað um að framtíðin sé björt og liggi á herðum unga fólksins í dag, en það er ekki síður mikilvægt að kennarar unga fólksins njóti stuðnings. Það er enginn vafi í mínum huga að Silja Bára er besti kosturinn til að leiða kennara háskólans inn í framtíðina. Þegar kennarar eru öruggir eru nemendur öruggir. Keðjuverkunin sem myndast þegar kennurum er borgað mannsæmandi laun og fá góða starfsmenntun og tækifæri til að þróa nýjar kennsluleiðir og þar með þróa kennslu með samfélagsbreytingum er gríðarlega mikilvæg. Fjárfesting í kennslu og kennsluþróun er besta fjárfesting sem ríkið getur farið í fyrir framtíðina. Þetta á við á öllum skólastigum. Silja Bára er að mínu mati besti talsmaður kennara og rannsókna á háskólastigi með sína reynslu og þekkingu, en einnig sitt viðmót og nærveru. Með öflugra háskólaumhverfi búum við til öflugra samfélag og að mínu mati er enginn betri til að leiða Háskóla Íslands til bjartari framtíðar. Höfundur er nemandi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fljótlega munu starfsfólk og stúdentar ganga til kosninga um næsta leiðtoga og andlit Háskóla Íslands og eru öll framboðins með margra ára reynslu af störfum innan veggja skólans. Þó eru áherslur frambjóðendanna mismunandi og því vert að kynna sér hvert og eitt framboð. Ég tel framboð Silju Báru horfa til lengri framtíðar með hagsmuni stúdenta og starfsfólks að leiðarljósi. Fjármagn til rannsókna og kennslu Í langan tíma hafa ríkisháskólarnir verið undirfjármagnaðir og hefur það þrátt fyrir mörg loforð margra ríkisstjórna ekki breyst hingað til. Undirfjármögnun hefur ekki aðeins neikvæð áhrif á rannsóknarstörf á vegum háskólanna. Störf sem eru undirstaða tækni- og samfélagsþróunar til framtíðar á okkar eigin grundu sem og í samstarfi við aðrar þjóðir sem eflir þar með alþjóðleg tengsl okkar sem ríkis. Undirfjármögnun kemur aukinheldur niður á kennslu sem er undirstaða þess að sérfræðimennta framtíð þjóðarinnar, framtíðar vísindamenn, lækna, hjúkrunarfræðinga, kennara og aðra spekinga. Silja Bára hefur talað fyrir aukinni fjármögnun og komið með lausnir strax. Hún er með lausnarmiðaðri manneskjum sem ég hef kynnst og áherslur hennar á framtíðaruppbyggingu Háskóla Íslands eru nauðsynlegar fyrir framtíð skólans. Mannleg nálgun og tengsl við stúdenta sem og starfsfólk Silja Bára er með einhverja hlýjustu nærveru sem ég hef upplifað frá kennara. Frá fyrsta tímanum mínum hjá henni hef ég séð hana nálgast nemendur með virðingu og skilningi. Það er augljóst öllum sem hafa fengið að sitja í kennslustund hjá Silju Báru að henni er annt um að nemendur öðlist raunverulegan skilning á efninu, ekki bara að læra utanbókar einhver hugtök og hver sagði hvað, heldur hvernig framtíðar samfélagsþegnar geta notað það sem þeir hafa lært í raunheimum til að bæta samfélagið og sig sjálf. Sem nemandi hef ég ekki fundið mikil tengsl við rektorsembættið, ég gæti ekki sagt til um hvar skrifstofa rektors er staðsett. En ég veit að með Silju Báru í þeim stól myndi sú upplifun breytast fyrir alla nemendur, þar sem hún leggur áherslu á tengingu og mannlega nálgun í öllu sem hún tekur sér fyrir hendi. Það sama má segja um tengsl hennar við samstarfsfólk sitt, en þar hef ég orðið vitni að þeirri gríðarlegu virðingu sem hún sýnir samstarfsfólki sínu og þeirri virðingu sem hún fær til baka. Eftir 20 ára störf og ótal margar rannsóknir, greinar og bókakafla sem hún hefur unnið í samstarfi við aðra sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum, hefur Silja Bára komið sér upp víðu tengslaneti af fólki sem stuðlar að uppbyggingu fræða og vísinda bæði hér á landi sem og utan landsteinanna. Ímynd og andlit Háskóla Íslands Rektorsembættið er andlit skólans út á við, og skiptir öllu máli hvernig rektor ber sig því það skiptir máli fyrir ímynd skólans. Silja Bára hefur sýnt dugnað, ástundað opin samskipti og fagmennsku í störfum sínum síðustu 20 árin og með hana sem rektor verður það leiðarstefið hjá Háskóla Íslands. Það leiðarstef getur stuðlað að því að fleiri sæki sér háskólamenntun og mun styrkja stöðu háskólans á alþjóðavísu. Með fleiri háskólamenntuðum í samfélaginu getum við byggt upp sterkari framtíð sem ríki, sem er nauðsynlegt á óvissutímum eins og þessum í alþjóðasamfélaginu. Hagsmunir stúdenta Stúdentar og ungt fólk er framtíðin, og háskólar á Íslandi vinna hörðum höndum við að undirbúa framtíðina í krefjandi, undirfjármögnuðu umhverfi. Ýmis mál eins og samgöngur, aðgengi, sveigjanleiki og húsnæði skipta stúdenta miklu máli og hafa verið mikið í umræðunni, sér í lagi hjá hagsmunasamtökum stúdenta og stúdentaráðum. Háskóli Íslands er alls ekki undanskilinn og er ljóst að margt þarf að bæta í hagsmunamálum stúdenta í HÍ. Aðgengi fatlaðra, skortur á húsnæði á viðráðanlegu verði, sveigjanleiki á námi eins og hlutanám fyrir foreldra í háskólanámi og hagstæðari námslán eru áskoranir sem eru hvað brýnastar og er aðkoma rektors mismikil í þessum málaflokkum. Þar getur rektor haft áhrif, annað hvort með ákvarðanatöku eða bara með stuðningi við stúdenta í baráttunni. Ég efast ekki um að Silja Bára muni hafa hasmuni stúdenta framarlega í huga sem rektor eins og hún hefur gert sem kennari. Framtíð og upprisa háskólamenntunar Oft er talað um að framtíðin sé björt og liggi á herðum unga fólksins í dag, en það er ekki síður mikilvægt að kennarar unga fólksins njóti stuðnings. Það er enginn vafi í mínum huga að Silja Bára er besti kosturinn til að leiða kennara háskólans inn í framtíðina. Þegar kennarar eru öruggir eru nemendur öruggir. Keðjuverkunin sem myndast þegar kennurum er borgað mannsæmandi laun og fá góða starfsmenntun og tækifæri til að þróa nýjar kennsluleiðir og þar með þróa kennslu með samfélagsbreytingum er gríðarlega mikilvæg. Fjárfesting í kennslu og kennsluþróun er besta fjárfesting sem ríkið getur farið í fyrir framtíðina. Þetta á við á öllum skólastigum. Silja Bára er að mínu mati besti talsmaður kennara og rannsókna á háskólastigi með sína reynslu og þekkingu, en einnig sitt viðmót og nærveru. Með öflugra háskólaumhverfi búum við til öflugra samfélag og að mínu mati er enginn betri til að leiða Háskóla Íslands til bjartari framtíðar. Höfundur er nemandi við Háskóla Íslands.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun