Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2025 23:30 Lizbeth Ovalle fagnar marki með félögum sínum í Tigres. Getty/Azael Rodrigue Knattspyrnukonan Jacqueline Ovalle skoraði stórglæsilegt en um leið afar óvenjulegt mark á dögunum. Mark hennar var svo flott mark að fólk fór strax að ræða um það sem mögulega flottasta fótboltamark ársins. Það gerði fótboltaáhugafólk þótt við séum enn bara í byrjun marsmánaðar en hún Ovalle ætti að vera nokkuð örugg með tilnefningu til Puskas verðlaunanna. Ovalle er 25 ára gömul og landsliðskona Mexíkó.Hún hefur spilað allan feril sinn með Tigres UANL liðinu en það nánast hægt að fullyrða það að hún hefur ekki skorað fallegra mark en það sem hún skoraði um helgina. Ovalle skoraði þá í 2-0 sigri Tigres á Chivas í mexíkönsku deildinni. Stoðsendinguna átti hin spænska Jenni Hermoso sem er þekkt fyrir að vera fórnarlamb kossins fræga í verðlaunaafhendingu HM. View this post on Instagram A post shared by SHE’S A BALLER! (@shesaballer) Það var eins og Ovalle hafi þarna sameinað alla erfiðustu aðferðirnar til að skora fótboltamark. Hefði þetta verið fimleikaæfing þá hefði erfiðleikastuðullinn líklegast sprengt alla skala. Ovalle skoraði nefnilega með því að taka boltann viðstöðulaust á lofti, með því að skjóta aftur fyrir sig og því að skora með hælnum. Þetta væri vanalega kallað sporðdrekaspark en hún snéri samt öfugt og tókst einhvern veginn að fleyta boltanum í fjærhornið með einhverskonar karatesparki. Það er ekkert skrýtið að mönnum skorti lýsingarorðin en hún sjálf talaði um að kalla þetta La gamba eða rækjuna. Þetta ótrúlega fótboltamark má sjá hér fyrir ofan og neðan frá tveimur sjónarhornum. Í báðum tilfellum þarf að fletta til að sjá markið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Fótbolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Það gerði fótboltaáhugafólk þótt við séum enn bara í byrjun marsmánaðar en hún Ovalle ætti að vera nokkuð örugg með tilnefningu til Puskas verðlaunanna. Ovalle er 25 ára gömul og landsliðskona Mexíkó.Hún hefur spilað allan feril sinn með Tigres UANL liðinu en það nánast hægt að fullyrða það að hún hefur ekki skorað fallegra mark en það sem hún skoraði um helgina. Ovalle skoraði þá í 2-0 sigri Tigres á Chivas í mexíkönsku deildinni. Stoðsendinguna átti hin spænska Jenni Hermoso sem er þekkt fyrir að vera fórnarlamb kossins fræga í verðlaunaafhendingu HM. View this post on Instagram A post shared by SHE’S A BALLER! (@shesaballer) Það var eins og Ovalle hafi þarna sameinað alla erfiðustu aðferðirnar til að skora fótboltamark. Hefði þetta verið fimleikaæfing þá hefði erfiðleikastuðullinn líklegast sprengt alla skala. Ovalle skoraði nefnilega með því að taka boltann viðstöðulaust á lofti, með því að skjóta aftur fyrir sig og því að skora með hælnum. Þetta væri vanalega kallað sporðdrekaspark en hún snéri samt öfugt og tókst einhvern veginn að fleyta boltanum í fjærhornið með einhverskonar karatesparki. Það er ekkert skrýtið að mönnum skorti lýsingarorðin en hún sjálf talaði um að kalla þetta La gamba eða rækjuna. Þetta ótrúlega fótboltamark má sjá hér fyrir ofan og neðan frá tveimur sjónarhornum. Í báðum tilfellum þarf að fletta til að sjá markið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Fótbolti Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira