Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Kristján Már Unnarsson skrifar 5. mars 2025 20:44 Flugvélin var við það að snerta flugbrautina þegar flugmennirnir hættu skyndilega við lendingu og gáfu hreyflunum fullt afl. Egill Aðalsteinsson Flugvél frá Play þurfti tvívegis í gær að hætta við lendingu í Keflavík á síðustu stundu í hvassri suðvestanátt og neyddust fjórar aðrar farþegaþotur til að fara í biðflug á meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Vandræðin hefðu ekki orðið ef þriðja flugbraut vallarins væri opin. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugvél Play frá Amsterdam koma á þriðja tímanum í gær til lendingar á austur/vestur braut vallarins. Hún var við það að snerta brautina þegar flugmennirnir hættu skyndilega við lendingu og gáfu allt í botn. Fá má hugmynd um bæði vindstyrk og vindátt á vindpoka sem birtist á myndskeiðinu. Flugmenn Play-vélarinnar tóku stóran aukahring áður en þeir gerðu næstu tilraun til lendingar. En það fór á sama veg. Þeir hættu aftur við og klifruðu upp en vindhviður fóru yfir fimmtíu hnúta. Snjókóngurinn Sigurður B. Magnússon er starfsmaður flugvallarþjónustu Isavia.Egill Aðalsteinsson Við vorum á flugvellinum að mynda snjókónginn svokallaða að störfum, flugvallarbíl Isavia sem mælir bremsuskilyrði og tekur út ástand flugbrauta. Bílnum stýrði Sigurður B. Magnússon. Á skjá sýndi hann okkur að vindstefnan var beint úr suðvestri. „Það er hliðarvindur á báðum brautum núna. Við erum með norður/suður braut og vestur/austur braut og það er suðvestan rok,“ sagði snjókóngurinn Sigurður. Brautirnar tvær eru báðar um 3.000 metra langar. Áður var einnig þriðja brautin, 07/25, um 2.100 metra löng, en henni var lokað í sparnaðarskyni fyrir um þrjátíu árum. Þriðja flugbraut Keflavíkurflugvallar, braut 07/25, var 2.127 metra löng. Lengsta braut Reykjavíkurflugvallar er 1.567 metra löng.grafík/hjalti freyr ragnarsson Í stífri suðvestanáttinni í gær hefði verið hægt að lenda á henni af meira öryggi beint upp í vindinn. Flugvöllurinn varð í raun ófær um tíma í gær og voru fjórar þotur í biðflugi í nágrenni hans meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Næst var röðin komin að þotu EasyJet að reyna lendingu. Þá var greinilega mikil ókyrrð en flugmennirnir lentu engu að síður við krefjandi aðstæður. En þá var komið að Play-vélinni að reyna í þriðja sinn, að þessu sinni á norður/suður brautinni, og má vel ímynda sér hvernig farþegunum um borð leið eftir tvö fráflug. Hvernig gekk í þriðju tilraun má sjá hér í frétt Stöðvar 2: Keflavíkurflugvöllur Play Veður Fréttir af flugi Samgöngur Flugþjóðin Tengdar fréttir Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. 2. október 2016 20:43 Flugbraut verður opnuð í Keflavík Framkvæmdir fyrir 200-250 milljónir króna fara í flugbrautina 07/25 á Keflavíkur-flugvelli, sem verður opnuð þegar sambærilegri braut á Reykjavíkurflugvelli verður lokað. Atvinnuflugmenn ítreka að öryggismál séu í lagi. 15. desember 2006 06:30 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá flugvél Play frá Amsterdam koma á þriðja tímanum í gær til lendingar á austur/vestur braut vallarins. Hún var við það að snerta brautina þegar flugmennirnir hættu skyndilega við lendingu og gáfu allt í botn. Fá má hugmynd um bæði vindstyrk og vindátt á vindpoka sem birtist á myndskeiðinu. Flugmenn Play-vélarinnar tóku stóran aukahring áður en þeir gerðu næstu tilraun til lendingar. En það fór á sama veg. Þeir hættu aftur við og klifruðu upp en vindhviður fóru yfir fimmtíu hnúta. Snjókóngurinn Sigurður B. Magnússon er starfsmaður flugvallarþjónustu Isavia.Egill Aðalsteinsson Við vorum á flugvellinum að mynda snjókónginn svokallaða að störfum, flugvallarbíl Isavia sem mælir bremsuskilyrði og tekur út ástand flugbrauta. Bílnum stýrði Sigurður B. Magnússon. Á skjá sýndi hann okkur að vindstefnan var beint úr suðvestri. „Það er hliðarvindur á báðum brautum núna. Við erum með norður/suður braut og vestur/austur braut og það er suðvestan rok,“ sagði snjókóngurinn Sigurður. Brautirnar tvær eru báðar um 3.000 metra langar. Áður var einnig þriðja brautin, 07/25, um 2.100 metra löng, en henni var lokað í sparnaðarskyni fyrir um þrjátíu árum. Þriðja flugbraut Keflavíkurflugvallar, braut 07/25, var 2.127 metra löng. Lengsta braut Reykjavíkurflugvallar er 1.567 metra löng.grafík/hjalti freyr ragnarsson Í stífri suðvestanáttinni í gær hefði verið hægt að lenda á henni af meira öryggi beint upp í vindinn. Flugvöllurinn varð í raun ófær um tíma í gær og voru fjórar þotur í biðflugi í nágrenni hans meðan verstu hryðjurnar gengu yfir. Næst var röðin komin að þotu EasyJet að reyna lendingu. Þá var greinilega mikil ókyrrð en flugmennirnir lentu engu að síður við krefjandi aðstæður. En þá var komið að Play-vélinni að reyna í þriðja sinn, að þessu sinni á norður/suður brautinni, og má vel ímynda sér hvernig farþegunum um borð leið eftir tvö fráflug. Hvernig gekk í þriðju tilraun má sjá hér í frétt Stöðvar 2:
Keflavíkurflugvöllur Play Veður Fréttir af flugi Samgöngur Flugþjóðin Tengdar fréttir Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. 2. október 2016 20:43 Flugbraut verður opnuð í Keflavík Framkvæmdir fyrir 200-250 milljónir króna fara í flugbrautina 07/25 á Keflavíkur-flugvelli, sem verður opnuð þegar sambærilegri braut á Reykjavíkurflugvelli verður lokað. Atvinnuflugmenn ítreka að öryggismál séu í lagi. 15. desember 2006 06:30 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Ný neyðarbraut á Keflavíkurflugvelli kostar að lágmarki 280 milljónir Þetta er mat Isavia eftir að stofnunin gerði útreikninga um opnun brautarinnar fyrir innanríkisráðherra. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni og Félag atvinnuflugmanna hafa gagnrýnt að engin braut í þessari stefnu sé opin. 2. október 2016 20:43
Flugbraut verður opnuð í Keflavík Framkvæmdir fyrir 200-250 milljónir króna fara í flugbrautina 07/25 á Keflavíkur-flugvelli, sem verður opnuð þegar sambærilegri braut á Reykjavíkurflugvelli verður lokað. Atvinnuflugmenn ítreka að öryggismál séu í lagi. 15. desember 2006 06:30