Körfubolti

Hauka­konur einu stóru skrefi nær deildar­meistara­titlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tinna Guðrún Alexandersdóttir átti enn einn stórleikinn fyrir Hauka í kvöld.
Tinna Guðrún Alexandersdóttir átti enn einn stórleikinn fyrir Hauka í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Haukakonur náðu sex stiga forystu á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld eftir 21 stigs útisigur á Valskonum á Hlíðarenda, 98-77.

Haukaliðið hefur verið á frábæru skriði að undanförnu og fylgdu eftir útisigri á Keflavík með þessum góða sigri.

Þetta var fimmti deildarsigur Haukaliðsins í röð og liðið er nú með sex stigum meira en Njarðvík þegar sex stig eru eftir í pottinum hjá Njarðvíkurkonur.

Njarðvík spilar við Keflavík í kvöld og vinni Keflavík þá verða Haukakonur orðnar deildarmeistarar.

Valskonur voru reyndar yfir eftir fyrsta leikhlutann, 23-21, en Haukar unnu annan leikhlutann 20-10 og voru átta stigum yfir í hálfleik, 41-33. Þær stungu síðan af með því að vinna þriðja leikhlutann með tólf stigum, 26-14. Eftir það var enginn spurning um hvort liðið fagnaði sigri.

Tinna Guðrún Alexandersdóttir átti enn einn stórleikinn fyrir Hauka í kvöld en hún skoraði 29 stig og hitti meðal annars úr sex af tíu þriggja stiga skotum sínum.

Diamond Battles var með 14 stig og Lore Devos bætti við 12 stigum og 8 fráköstum. Jiselle Thomas skoraði mest fyrir Val eða 20 stig en Dagbjört Dögg Karlsdóttir var með 16 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×