Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2025 08:18 Spaug í garð Donald Trump hefur kostað Goff starfið. Getty/Belinda Jiao Phil Goff, sendiherra Nýja-Sjálands á Bretlandi, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir að hann gerði lítið úr sögukunnáttu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Goff var viðstaddur erindi Elinu Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, á vegum The Royal Institute of International Affairs, í Lundúnum í vikunni. Erindið snéri að aðgerðum Finna gagnvart Rússum frá innrás síðarnefndu í Úkraínu. Goff var meðal þeirra sem spurðu Valtonen spjörunum úr og vísaði meðal annars til ræðu Winston Churchill á breska þinginu árið 1938, eftir Münchenarsamning bandamanna við Adolf Hitler. Lýsti hann því hvernig Churchill hefði litið í átt að Neville Chamberlain, sem þá var forsætisráðherra, og sagt að þegar ráðherrann hefði staðið frammi fyrir valinu á milli stríðs og skammar þá hefði hann valið skömmina en myndi engu að síður sitja uppi með stríð. „Trump forseti er með brjóstmynd af Churchill á skrifstofu sinni. En heldur þú að hann skilji söguna?“ spurði Goff og uppskar hlátur viðstaddra. Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, var hins vegar ekki hlátur í huga þegar hann harmaði það við fjölmiðla í gær að neyðast til þess að kalla Goff heim frá Bretlandseyjum. Ummæli sendiherrans væru óásættanleg, óháð því gegn hvaða þjóðhöfðingja þau beindust. Þess ber þó að geta að Bandaríkin eru einn stærsti útflutningsmarkaður Nýja-Sjálands. Helen Clark, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, hefur gagnrýnt ákvörðun stjórnvalda og gefið í skyn að hið meinta brot sé ekki þess eðlis að það réttlæti að Goff sé vikið úr embætti. Nýja-Sjáland Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Sjá meira
Goff var viðstaddur erindi Elinu Valtonen, utanríkisráðherra Finnlands, á vegum The Royal Institute of International Affairs, í Lundúnum í vikunni. Erindið snéri að aðgerðum Finna gagnvart Rússum frá innrás síðarnefndu í Úkraínu. Goff var meðal þeirra sem spurðu Valtonen spjörunum úr og vísaði meðal annars til ræðu Winston Churchill á breska þinginu árið 1938, eftir Münchenarsamning bandamanna við Adolf Hitler. Lýsti hann því hvernig Churchill hefði litið í átt að Neville Chamberlain, sem þá var forsætisráðherra, og sagt að þegar ráðherrann hefði staðið frammi fyrir valinu á milli stríðs og skammar þá hefði hann valið skömmina en myndi engu að síður sitja uppi með stríð. „Trump forseti er með brjóstmynd af Churchill á skrifstofu sinni. En heldur þú að hann skilji söguna?“ spurði Goff og uppskar hlátur viðstaddra. Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, var hins vegar ekki hlátur í huga þegar hann harmaði það við fjölmiðla í gær að neyðast til þess að kalla Goff heim frá Bretlandseyjum. Ummæli sendiherrans væru óásættanleg, óháð því gegn hvaða þjóðhöfðingja þau beindust. Þess ber þó að geta að Bandaríkin eru einn stærsti útflutningsmarkaður Nýja-Sjálands. Helen Clark, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, hefur gagnrýnt ákvörðun stjórnvalda og gefið í skyn að hið meinta brot sé ekki þess eðlis að það réttlæti að Goff sé vikið úr embætti.
Nýja-Sjáland Bretland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Sjá meira