Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2025 10:20 Vinstra megin má sjá „heilbrigða“ stafýlókokkaveiru en hægra megin hefur ytra lag hennar verið rofið af peptíðum meltikornanna. Weizmann Institute of Science Vísindamenn hafa uppgötvað áður óþekkta virkni ónæmiskerfisins, sem sérfræðingar segja mögulega „gullnámu“ nýrra sýklalyfja. Frá þessu greinir BBC. Um er að ræða niðurstöður rannsókna vísindamanna í Ísrael er varða svokölluð meltikorn (e. proteasome), sem finna má í öllum frumum líkamans. Meginhlutverk þeirra er að brjóta niður gömul prótín til „endurvinnslu“ en meltikornin virðast auk þess nema það þegar fruman hefur verið sýkt af bakteríu. Komið hefur í ljós að meltikornin bregðast þá við með því að umbreyta gömlu prótíni í „vopn“, sem getur rofið ytri lög bakteríunnar og eytt henni. „Þetta er mjög spennandi, því við vissum ekki að þetta væri að gerast,“ segir prófessorinn Yifat Merbl, við Weizmann Institute of Science. „Við höfum uppgötvað frumlega ónæmisvirkni sem veitir okkur vernd gegn bakteríusýkingum.“ Um sé að ræða nýja uppsprettu náttúrulegra sýklalyfja, sem vísindamennirnir hafa þegar prófað gegn bakteríum ræktuðum í tilraunastofu og lungnabólgu og sýklasótt í músum. New immune mechanism revealed in the Cellular Trash. The discovery, led by Prof. Yifat Merbl’s lab, holds promise in light of the growing resistance to antibiotics >> https://t.co/zn3M8WX0hw @YMerbl @Sys_Immunology pic.twitter.com/lbzfR11Sfs— Weizmann Institute (@WeizmannScience) March 5, 2025 BBC hefur eftir Daniel Davis, ónæmisfræðingi við Imperial College London, að niðurstöðurnar séu afar áhugaverðar, þar sem þær breyti skilningi manna á því hvernig líkaminn berst gegn sýkingum. Hann segir það hins vegar munu taka tíma að nýta uppgötvunina til sýklalyfjaframleiðslu. Lindsey Edwards, sérfræðingur í örverufræði við King's College London, segir um að ræða mögulega „gullnámu“ nýrra sýklalyfja og segir ótrúlegt að hún hafi fundist í mannslíkamanum sjálfum. Edwards bendir enn fremur á að notkun meltikorna í lyfjaframleiðslu gæti reynst auðveldari en aðrar aðferðir í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi, þar sem þau væru þegar til staðar í líkamanum og öruggari að því leyti. Ísrael Bretland Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Frá þessu greinir BBC. Um er að ræða niðurstöður rannsókna vísindamanna í Ísrael er varða svokölluð meltikorn (e. proteasome), sem finna má í öllum frumum líkamans. Meginhlutverk þeirra er að brjóta niður gömul prótín til „endurvinnslu“ en meltikornin virðast auk þess nema það þegar fruman hefur verið sýkt af bakteríu. Komið hefur í ljós að meltikornin bregðast þá við með því að umbreyta gömlu prótíni í „vopn“, sem getur rofið ytri lög bakteríunnar og eytt henni. „Þetta er mjög spennandi, því við vissum ekki að þetta væri að gerast,“ segir prófessorinn Yifat Merbl, við Weizmann Institute of Science. „Við höfum uppgötvað frumlega ónæmisvirkni sem veitir okkur vernd gegn bakteríusýkingum.“ Um sé að ræða nýja uppsprettu náttúrulegra sýklalyfja, sem vísindamennirnir hafa þegar prófað gegn bakteríum ræktuðum í tilraunastofu og lungnabólgu og sýklasótt í músum. New immune mechanism revealed in the Cellular Trash. The discovery, led by Prof. Yifat Merbl’s lab, holds promise in light of the growing resistance to antibiotics >> https://t.co/zn3M8WX0hw @YMerbl @Sys_Immunology pic.twitter.com/lbzfR11Sfs— Weizmann Institute (@WeizmannScience) March 5, 2025 BBC hefur eftir Daniel Davis, ónæmisfræðingi við Imperial College London, að niðurstöðurnar séu afar áhugaverðar, þar sem þær breyti skilningi manna á því hvernig líkaminn berst gegn sýkingum. Hann segir það hins vegar munu taka tíma að nýta uppgötvunina til sýklalyfjaframleiðslu. Lindsey Edwards, sérfræðingur í örverufræði við King's College London, segir um að ræða mögulega „gullnámu“ nýrra sýklalyfja og segir ótrúlegt að hún hafi fundist í mannslíkamanum sjálfum. Edwards bendir enn fremur á að notkun meltikorna í lyfjaframleiðslu gæti reynst auðveldari en aðrar aðferðir í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi, þar sem þau væru þegar til staðar í líkamanum og öruggari að því leyti.
Ísrael Bretland Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira