Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. mars 2025 15:14 Íbúar Laugardals hafa ítrekað kvartað yfir Sunnutorgi vegna þess hve mikið lýti það er á hverfinu í núverandi mynd. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg mun gera húsaleigu- og uppbyggingarsamning við félagasamtökin Veraldarvini um hið sögufræga Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Húsið verður endurbyggt í upprunalegri mynd og mun meðal annars hýsa fræðslustarf í umhverfismálum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að Reykjavíkurborg hafi auglýst eftir aðila til að byggja upp Sunnutorg með útboði þann 22. september 2023. Engin gild tilboð hafi borist svo ákveðið var að fara í samningskaup við Veraldarvini sem skiluðu inn tilboði eftir að frestur var runninn út. Húsaleigu- og uppbyggingarsamning við félagið var samþykktur í borgarráði í dag. „Gert er ráð fyrir að Veraldarvinir geti hafið framkvæmdir við húsnæðið, sem verður endurbyggt í upprunalegri mynd, innan við þremur mánuðum frá undirritun samnings og að starfsemi hefjist í húsnæðinu eigi síðar en á vormánuðum 2026,“ segir í tilkynningunni. Samtökin munu fjármagna framkvæmdirnar að fullu og er gildistími leigusamnings fimmtán ár. Að þeim tíma liðnum beri Veraldarvinum að skila eigninni til Reykjavíkurborgar og verði allar fastar framkvæmdir og viðbætur eign borgarinnar við lok leigutíma. Lífrænn markaður og fræðsla fyrir grunnskólabörn Í tilkynningunni kemur fram að Veraldarvinir sjái fyrir sér að Sunnutorg verði „staður þar sem íbúar hverfisins og aðrir Reykvíkingar geti sótt sér fræðslu um sjálfbærni og allt sem henni fylgir.“ Félagið ætlar að bjóða nemendum í grunnskólum hverfisins í fræðsluheimsóknir en auk þess verði fræðsla í boði fyrir aðra hópa. „Húsið verður endurbyggt og rekið af sjálfboðaliðum Veraldarvina, sem sjá einnig fyrir sér að setja upp markað á Sunnutorgi fyrir lífrænt ræktaðar afurðir og aðstöðu fyrir listamenn til að sýna og jafnvel selja, list sína,“ segir í tilkynningunni. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. 5. október 2023 14:01 Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að Reykjavíkurborg hafi auglýst eftir aðila til að byggja upp Sunnutorg með útboði þann 22. september 2023. Engin gild tilboð hafi borist svo ákveðið var að fara í samningskaup við Veraldarvini sem skiluðu inn tilboði eftir að frestur var runninn út. Húsaleigu- og uppbyggingarsamning við félagið var samþykktur í borgarráði í dag. „Gert er ráð fyrir að Veraldarvinir geti hafið framkvæmdir við húsnæðið, sem verður endurbyggt í upprunalegri mynd, innan við þremur mánuðum frá undirritun samnings og að starfsemi hefjist í húsnæðinu eigi síðar en á vormánuðum 2026,“ segir í tilkynningunni. Samtökin munu fjármagna framkvæmdirnar að fullu og er gildistími leigusamnings fimmtán ár. Að þeim tíma liðnum beri Veraldarvinum að skila eigninni til Reykjavíkurborgar og verði allar fastar framkvæmdir og viðbætur eign borgarinnar við lok leigutíma. Lífrænn markaður og fræðsla fyrir grunnskólabörn Í tilkynningunni kemur fram að Veraldarvinir sjái fyrir sér að Sunnutorg verði „staður þar sem íbúar hverfisins og aðrir Reykvíkingar geti sótt sér fræðslu um sjálfbærni og allt sem henni fylgir.“ Félagið ætlar að bjóða nemendum í grunnskólum hverfisins í fræðsluheimsóknir en auk þess verði fræðsla í boði fyrir aðra hópa. „Húsið verður endurbyggt og rekið af sjálfboðaliðum Veraldarvina, sem sjá einnig fyrir sér að setja upp markað á Sunnutorgi fyrir lífrænt ræktaðar afurðir og aðstöðu fyrir listamenn til að sýna og jafnvel selja, list sína,“ segir í tilkynningunni.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. 5. október 2023 14:01 Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. 5. október 2023 14:01
Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15