Viðskipti innlent

Hrefna selur sinn hlut í Grillmarkaðnum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Kokkurinn Hrefna Sætran.
Kokkurinn Hrefna Sætran. Vísir/Vilhelm

Kokkurinn og veitingahúseigandinn Hrefna Sætran hefur selt hlut sinn í veitingahúsunum Grillmarkaðinum, Trattoria og Rauttvín. 

„Ég mun einblína áfram á rekstur Fiskmarkaðsins, Uppi bar, Skúla Craft Bar og Kampavínsfjélagsins,“ skrifar Hrefna á Facebook síðu sína.

„Það er gott að breyta til og einfalda lífið. Ég finn sterkt að mín ástríða liggur í að skapa framúrskarandi upplifun í mat og drykk og bjóða gæðavörur  þegar fólk heimsækir okkur. Þessi hugsun endurspeglast íöllu sem við gerum, hvort sem það er á veitingastaðnum, á barnum, í víninu eða á miðlunum okkar.“

Guðlaugur Pakpum Frímannsson, Ágúst Reynisson og Hrefna áttu öll 33 prósent í Grillmarkaðinum en Hrefna hefur nú selt sinn hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×