Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Lovísa Arnardóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 6. mars 2025 15:33 Pawel og Friðjón fóru yfir stöðuna í alþjóðamálunum í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Einar Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segist ekki endilega telja þörf á að flýta umræðu um umsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin sé með plan og þau fylgi því. Hann segir þó ljóst að betra sé fyrir Íslendinga að eiga í góðum samskiptum við Evrópu. „Við græðum mest á fjölþjóðasambandi,“ sagði Pawel í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Þar voru einnig til að ræða stöðuna í alþjóðamálunum Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, og Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi Vinstri grænna og hernaðarandstæðingur. Friðjón greip orðið í þessari umræðu og sagðist óttast það mest, í því ástandi sem er núna, að Íslendingar eigi eftir að þurfa að halla sér frekar að Evrópu en Bandaríkjunum. Varnarsamningur Íslendinga við Bandaríkin sé í gildi og Bandaríkjamenn hafi hingað til verið traustir bandamenn. Það sé samt sem áður staðreynd að innan stjórnar Trump sé að finna fólk sem fyrirlíti NATO og því gæti það endað svo að Íslendingar muni standa frammi fyrir því vali um hvort þeir eigi að treysta Bandaríkjamönnum eða Evrópu fyrir vörnum landsins. Það geti þá leitt til þess að Íslendingar „hrekjist“ inn í Evrópusambandið vegna yfirgangs Trump stjórnarinnar. „Það er eitthvað sem ég óttast en vil ekki sjá,“ sagði Friðjón. Stefán Pálsson og Sigríður Andersen eru ekki oft sammála. Vísir/Einar Sigríður sagði mikilvægt að vera í beinu talsambandi við Bandaríkin og tryggja varnarsamning Íslendinga við Bandaríkin. Þjóðaröryggi byggist þó einnig á borgaralegum innviðum. Íslendingar hafi sem dæmi styrkt samband við Norðurlönd undanfarið og það þurfi að rækta þessi sambönd samhliða. Pawel sagði þá mikilvægt að samskiptin væru góð við Bandaríkin en á sama tíma verði að styrkja samböndin við Evrópu. Heitar umræður fóru fram í þættinum um varnar- og öryggismál á Íslandi og Evrópu og stríðið í Úkraínu og vopnakaup. Hvernig sé best að koma á friði og mikilvægi á áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni að ofan. Pallborðið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Skattar og tollar Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Donald Trump Tengdar fréttir Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst. 6. mars 2025 11:01 Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
„Við græðum mest á fjölþjóðasambandi,“ sagði Pawel í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Þar voru einnig til að ræða stöðuna í alþjóðamálunum Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, og Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi Vinstri grænna og hernaðarandstæðingur. Friðjón greip orðið í þessari umræðu og sagðist óttast það mest, í því ástandi sem er núna, að Íslendingar eigi eftir að þurfa að halla sér frekar að Evrópu en Bandaríkjunum. Varnarsamningur Íslendinga við Bandaríkin sé í gildi og Bandaríkjamenn hafi hingað til verið traustir bandamenn. Það sé samt sem áður staðreynd að innan stjórnar Trump sé að finna fólk sem fyrirlíti NATO og því gæti það endað svo að Íslendingar muni standa frammi fyrir því vali um hvort þeir eigi að treysta Bandaríkjamönnum eða Evrópu fyrir vörnum landsins. Það geti þá leitt til þess að Íslendingar „hrekjist“ inn í Evrópusambandið vegna yfirgangs Trump stjórnarinnar. „Það er eitthvað sem ég óttast en vil ekki sjá,“ sagði Friðjón. Stefán Pálsson og Sigríður Andersen eru ekki oft sammála. Vísir/Einar Sigríður sagði mikilvægt að vera í beinu talsambandi við Bandaríkin og tryggja varnarsamning Íslendinga við Bandaríkin. Þjóðaröryggi byggist þó einnig á borgaralegum innviðum. Íslendingar hafi sem dæmi styrkt samband við Norðurlönd undanfarið og það þurfi að rækta þessi sambönd samhliða. Pawel sagði þá mikilvægt að samskiptin væru góð við Bandaríkin en á sama tíma verði að styrkja samböndin við Evrópu. Heitar umræður fóru fram í þættinum um varnar- og öryggismál á Íslandi og Evrópu og stríðið í Úkraínu og vopnakaup. Hvernig sé best að koma á friði og mikilvægi á áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni að ofan.
Pallborðið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Skattar og tollar Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Donald Trump Tengdar fréttir Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst. 6. mars 2025 11:01 Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst. 6. mars 2025 11:01
Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44
Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37