Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. mars 2025 19:23 Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Bjarni/Einar Til stendur að snúa umdeildri breytingu á búvörulögum í fyrra horf áður en Hæstiréttur kveður upp sinn dóm um lögin. Formaður Bændasamtakanna segir breytingu í fyrra horf vega að hagsmunum bænda, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir afstöðu samtakanna óskiljanlega. Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til að afturkalla umdeildar breytingar sem voru gerðar á búvörulögum í mars 2024 sem veittu kjötafurðarstöðvum undanþágu frá samkeppnislögum. Lögin fara þá aftur í fyrra horf en héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember að setning laganna stríði gegn stjórnarskrá. Fyrsta umræða frumvarpsins fór fram á Alþingi í dag og gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar að breytingin skuli lögð fram áður en niðurstaða frá Hæstarétti liggi fyrir. „Það kemur á óvart, þessi flýti í málinu og það er nauðsynlegt að skoða þetta með miklu heildstæðari hætti en hér er boðað,“ sagði til að mynda Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin ætti að anda ofan í magan Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, tekur undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og segir breytingu á lögunum í fyrra horf vega að hagsmunum bænda og nefnir víðtækari áhrif en brotthvarf frá undanþágu afurðarstöðvanna. „Það liggur ekkert fyrir hvað skal gera til hagræðingar í framhaldinu. Það verður ekki gert með því að setja hlutina í upplausn eins og stefnir í núna. Ég hefði kosið að ríkisstjórnin myndi anda aðeins ofan í maga og tæki sér tíma í þetta og legði samhliða þessum fyrirætlunum sínum hvað eigi að taka við.“ Betra fyrir bændur að byrja upp á nýtt Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir enga ástæðu til að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar enda snúi hún að formlegri hlið málsins en lögunum breytt vegna efnis þeirra. Að breyta lögunum í fyrra horf sé það eina í stöðunni og hneyksli hvernig staðið hafi verið að málinu þegar að lögin voru upprunalega samþykkt. „Ég hef átt erfitt með að skilja afstöðu bændasamtakanna, ef rétt hefði verið á málum haldið hefði þessi lagasetning geta styrkt stöðu bændanna gagnvart afurðarstöðvunum, hún gerir hið þveröfuga. Ég held að það sé hægt að ná fram miklu betri niðustöðu fyrir bændur með því að byrja á málinu upp á nýtt.“ Alþingi Búvörusamningar Skagafjörður Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til að afturkalla umdeildar breytingar sem voru gerðar á búvörulögum í mars 2024 sem veittu kjötafurðarstöðvum undanþágu frá samkeppnislögum. Lögin fara þá aftur í fyrra horf en héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í nóvember að setning laganna stríði gegn stjórnarskrá. Fyrsta umræða frumvarpsins fór fram á Alþingi í dag og gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar að breytingin skuli lögð fram áður en niðurstaða frá Hæstarétti liggi fyrir. „Það kemur á óvart, þessi flýti í málinu og það er nauðsynlegt að skoða þetta með miklu heildstæðari hætti en hér er boðað,“ sagði til að mynda Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin ætti að anda ofan í magan Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, tekur undir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og segir breytingu á lögunum í fyrra horf vega að hagsmunum bænda og nefnir víðtækari áhrif en brotthvarf frá undanþágu afurðarstöðvanna. „Það liggur ekkert fyrir hvað skal gera til hagræðingar í framhaldinu. Það verður ekki gert með því að setja hlutina í upplausn eins og stefnir í núna. Ég hefði kosið að ríkisstjórnin myndi anda aðeins ofan í maga og tæki sér tíma í þetta og legði samhliða þessum fyrirætlunum sínum hvað eigi að taka við.“ Betra fyrir bændur að byrja upp á nýtt Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda segir enga ástæðu til að bíða eftir niðurstöðu Hæstaréttar enda snúi hún að formlegri hlið málsins en lögunum breytt vegna efnis þeirra. Að breyta lögunum í fyrra horf sé það eina í stöðunni og hneyksli hvernig staðið hafi verið að málinu þegar að lögin voru upprunalega samþykkt. „Ég hef átt erfitt með að skilja afstöðu bændasamtakanna, ef rétt hefði verið á málum haldið hefði þessi lagasetning geta styrkt stöðu bændanna gagnvart afurðarstöðvunum, hún gerir hið þveröfuga. Ég held að það sé hægt að ná fram miklu betri niðustöðu fyrir bændur með því að byrja á málinu upp á nýtt.“
Alþingi Búvörusamningar Skagafjörður Dómsmál Stjórnarskrá Neytendur Landbúnaður Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00
Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að búvörulög sem voru samþykkt á Alþingi í mars hefðu strítt gegn stjórnarskrá. Málið mun því fara beint fyrir Hæstarétt, en ekki koma við hjá áfrýjunardómstólnum Landsrétti. 27. desember 2024 12:06