Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2025 10:00 Mason Greenwood spilaði bara einn A-landsleik fyrir England, átján ára gamall gegn Íslandi. Getty/Hafliði Breiðfjörð Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Mason Greenwood hafi ákveðið að skipta um landslið og spila fyrir Jamaíku. Eini landsleikur hans fyrir England var því í Íslandsförinni frægu í september 2020. Greenwood kom til Íslands og spilaði á Laugardalsvelli, í naumum 1-0 sigri Englands þar sem Raheem Sterling skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í lokin en vítaspyrna Birkis Bjarnasonar fór yfir. Meiri athygli vakti þó að eftir leikinn gerðust þeir Phil Foden sekir um brot á sóttvarnareglum, vegna kórónuveirufaraldursins, með því að fá tvær íslenskar stúlkur í heimsókn til sín á hótel enska landsliðsins. Þeir voru reknir úr enska hópnum fyrir leik gegn Danmörku í kjölfarið og vegna málsins voru þeir ekki valdir í næsta verkefni liðsins, undir stjórn Gareths Southgate. Foden vann sér aftur sæti síðar í enska hópnum en Greenwood, sem var 18 ára þegar hann spilaði á Laugardalsvelli, hefur ekki spilað landsleiki síðan. Greenwood spilaði ekki fótbolta í 20 mánuði eftir að hann var handtekinn í janúar 2022, grunaður um ofbeldi gegn konu sem birti myndir, myndbönd og hljóðupptökur á Instagram. Heimir fékk hann ekki en McClaren gæti fengið hann Hann spilaði ekki fleiri leiki fyrir þáverandi félag sitt, Manchester United, eftir þetta en sneri aftur á fótboltavöllinn með liði Getafe á Spáni eftir að málið gegn honum var látið niður falla, í kjölfar þess að „lykilvitni“ dró sig út. Greenwood hefur svo komið fótboltaferlinum aftur af stað, fyrst með Getafe og svo með Marseille í Frakklandi. Nú gæti þessi 23 ára leikmaður farið að spila fyrir landslið Jamaíku en pabbi hans er jamaískur. Heimir Hallgrímsson kallaði eftir því að Greenwood kæmi í jamaíska landsliðið, þegar hann stýrði liðinu, en varð ekki að ósk sinni. Steve McClaren stýrir nú Jamaíka. Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, hefur hins vegar staðfest núna að Greenwood hafi sótt um að skipta um landslið. Það sé komið í formlegt ferli og að aðeins sé hægt að skipta einu sinni um landslið. Aðspurður hvort að Greenwood hefði verið sagt að hann gæti aldrei spilað aftur fyrir England sagði Bullingham: „Nei, við ræddum ekki um það. Ég veit að fólk hafði spurt Gareth [Southgate, fyrrverandi landsliðsþjálfara] um hann og Gareth var hreinskilinn um að hann væri þá ekki inni í myndinni því hann hefði ekki verið að spila á því stigi, svo mér er ekki kunnugt um nein samskipti okkar við hann.“ Greenwood skoraði 10 mörk í 36 leikjum fyrir Getafe og hefur nú skorað 15 mörk í 24 leikjum í frönsku 1. deildinni. Hann hefur meðal annars verið orðaður við PSG og Atlético Madrid. Fótbolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
Greenwood kom til Íslands og spilaði á Laugardalsvelli, í naumum 1-0 sigri Englands þar sem Raheem Sterling skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í lokin en vítaspyrna Birkis Bjarnasonar fór yfir. Meiri athygli vakti þó að eftir leikinn gerðust þeir Phil Foden sekir um brot á sóttvarnareglum, vegna kórónuveirufaraldursins, með því að fá tvær íslenskar stúlkur í heimsókn til sín á hótel enska landsliðsins. Þeir voru reknir úr enska hópnum fyrir leik gegn Danmörku í kjölfarið og vegna málsins voru þeir ekki valdir í næsta verkefni liðsins, undir stjórn Gareths Southgate. Foden vann sér aftur sæti síðar í enska hópnum en Greenwood, sem var 18 ára þegar hann spilaði á Laugardalsvelli, hefur ekki spilað landsleiki síðan. Greenwood spilaði ekki fótbolta í 20 mánuði eftir að hann var handtekinn í janúar 2022, grunaður um ofbeldi gegn konu sem birti myndir, myndbönd og hljóðupptökur á Instagram. Heimir fékk hann ekki en McClaren gæti fengið hann Hann spilaði ekki fleiri leiki fyrir þáverandi félag sitt, Manchester United, eftir þetta en sneri aftur á fótboltavöllinn með liði Getafe á Spáni eftir að málið gegn honum var látið niður falla, í kjölfar þess að „lykilvitni“ dró sig út. Greenwood hefur svo komið fótboltaferlinum aftur af stað, fyrst með Getafe og svo með Marseille í Frakklandi. Nú gæti þessi 23 ára leikmaður farið að spila fyrir landslið Jamaíku en pabbi hans er jamaískur. Heimir Hallgrímsson kallaði eftir því að Greenwood kæmi í jamaíska landsliðið, þegar hann stýrði liðinu, en varð ekki að ósk sinni. Steve McClaren stýrir nú Jamaíka. Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, hefur hins vegar staðfest núna að Greenwood hafi sótt um að skipta um landslið. Það sé komið í formlegt ferli og að aðeins sé hægt að skipta einu sinni um landslið. Aðspurður hvort að Greenwood hefði verið sagt að hann gæti aldrei spilað aftur fyrir England sagði Bullingham: „Nei, við ræddum ekki um það. Ég veit að fólk hafði spurt Gareth [Southgate, fyrrverandi landsliðsþjálfara] um hann og Gareth var hreinskilinn um að hann væri þá ekki inni í myndinni því hann hefði ekki verið að spila á því stigi, svo mér er ekki kunnugt um nein samskipti okkar við hann.“ Greenwood skoraði 10 mörk í 36 leikjum fyrir Getafe og hefur nú skorað 15 mörk í 24 leikjum í frönsku 1. deildinni. Hann hefur meðal annars verið orðaður við PSG og Atlético Madrid.
Fótbolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira