Cadillac verður með lið í formúlu 1 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 18:00 Cadillac hefur tekið þátt í öðrum akstursíþróttakeppnum eins og þeirri á Daytona International Speedway. Getty/ James Gilbert Formúla 1 hefur staðfest að Cadillac verði ellefta liðið í heimsmeistarakeppni formúlu 1 frá og með 2026 tímabilinu. Bandaríski bílaframleiðandinn hefur unnið að því undanfarin misseri að komast að í formúlu 1 og nú er það orðið að veruleika. Formúla 1 hefur verið að auka vinsældir sínar í Bandaríkjunum og nýtt bandarísk lið kemur því sterkt inn þegar kemur að því að reyna að auka þær enn frekar. Það var vitað að þetta var mjög líklegt eftir að formúla 1 og Alþjóðaakstursíþróttasambandið, FIA, náðu samkomulagi í fyrr. Cadillac mun fá vél frá Ferrari til að byrja með en General Motors, framleiðslufyrirtæki Cadillac bílanna, setur síðan stefnuna á það að framleiða eigin vélar fyrir lok áratugarins. Cadillac hefur heimsstöðvar sínar til að byrja með nálægt Silverstone brautinni í Englandi en ætlar sér að byggja upp aðstöðu í Charlotte í Norður Karólínufylki. Cadillac á eftir að tilkynna hvaða ökumenn munu keyra bílana en það verður örugglega pressa á það að einn þeirra verði Bandaríkjamaður. BREAKING: Cadillac confirmed as 11th team on the 2026 F1 grid#F1 pic.twitter.com/V5eoWfQCYX— Formula 1 (@F1) March 7, 2025 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bandaríski bílaframleiðandinn hefur unnið að því undanfarin misseri að komast að í formúlu 1 og nú er það orðið að veruleika. Formúla 1 hefur verið að auka vinsældir sínar í Bandaríkjunum og nýtt bandarísk lið kemur því sterkt inn þegar kemur að því að reyna að auka þær enn frekar. Það var vitað að þetta var mjög líklegt eftir að formúla 1 og Alþjóðaakstursíþróttasambandið, FIA, náðu samkomulagi í fyrr. Cadillac mun fá vél frá Ferrari til að byrja með en General Motors, framleiðslufyrirtæki Cadillac bílanna, setur síðan stefnuna á það að framleiða eigin vélar fyrir lok áratugarins. Cadillac hefur heimsstöðvar sínar til að byrja með nálægt Silverstone brautinni í Englandi en ætlar sér að byggja upp aðstöðu í Charlotte í Norður Karólínufylki. Cadillac á eftir að tilkynna hvaða ökumenn munu keyra bílana en það verður örugglega pressa á það að einn þeirra verði Bandaríkjamaður. BREAKING: Cadillac confirmed as 11th team on the 2026 F1 grid#F1 pic.twitter.com/V5eoWfQCYX— Formula 1 (@F1) March 7, 2025
Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira