Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2025 09:31 Heimir Hallgrímsson er á leið í Þjóðadeildarumspil gegn Búlgaríu síðar í þessum mánuði. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Heimir Hallgrímsson var gestur í hinum vinsæla spjallþætti Late Late Show í írska sjónvarpinu í gærkvöld og svaraði þar fyrir sig eftir harkalega gagnrýni Stephen Bradley, þjálfara írska liðsins Shamrock Rovers. Heimir var í þættinum spurður út í mál sem á uppruna sinn í ummælum Eyjamannsins, sem nú þjálfar karlalandsliðs Íra, frá því í desember. Shamrock Rovers upplifði svipað ævintýri og Víkingur Reykjavík (eftir að hafa reyndar unnið einvígi liðanna síðasta sumar í undankeppni Meistaradeildar) og komst áfram úr deildakeppni Sambandsdeildar Evrópu í desember. Við það tilefni mun Heimir hafa sagt að vonandi yrði frammistaðan til þess að leikmenn Shamrock, sem til greina koma í írska landsliðið, fengju tækifæri í sterkari deild en þeirri írsku. Sakaður um „ótrúlega vanvirðingu“ Þetta fór alveg öfugt ofan í Bradley, þjálfara Shamrock, sem beið reyndar í tvo mánuði með að tjá sig en sagði í síðasta mánuði: „Við erum með landsliðsþjálfara sem er að segja mínum leikmönnum að fara svo að þeir eigi meiri möguleika á að spila fyrir Írland. Það er ótrúleg vanvirðing í garð minn og deildarinnar, og allra þeirra sem starfa dags daglega í þessari deild,“ sagði Bradley þá og taldi með ólíkindum að írskir blaðamenn skyldu ekki gera meira úr málinu. ‘I didn’t say that’ – Heimir Hallgrimsson responds to claims he encouraged Irish players to play in overseas leagues https://t.co/0kJD4gHhye— Irish Independent Sport (@IndoSport) March 8, 2025 En Heimir var sem sagt loks spurður út í málið í The Late Late Show í gær, þætti sem sýndur er á hverju föstudagskvöldi og hefur verið sýndur frá árinu 1962. Hann var þar gestur sem og fleiri Íslendingar því fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem saknað hefur verið síðan hann hvarf í Dublin í febrúar 2019, var einnig í þættinum. „Við erum nú með tvo leikmenn úr Shamrock Rovers á listanum yfir þá leikmenn sem við ætlum að velja í komandi leiki við Búlgaríu, svo ég væri í mótsögn við sjálfan mig ef ég segði að menn þyrftu að vera að spila í annarri deild,“ sagði Heimir. Late Late debuts for our Head Coaches 😁👏#latelate pic.twitter.com/qVVho5SDJj— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) March 7, 2025 „Írska deildin er að taka miklum framförum. Það sem Shamrock Rovers gerði hefur haft jákvæð áhrif. Áhuginn eykst. Leikmenn og þjálfarar fá meiri athygli. Við verðum auðvitað að halda áfram að bæta okkur og vegna Brexit þá munu fleiri leikmenn halda kyrru fyrir og menn munu fá sína fyrstu landsleiki,“ sagði Heimir. Svona voru ummælin Ummæli Heimis sem Bradley var svo óánægður með, frá því í desember, snerust um það að írska deildin er sumardeild líkt og sú íslenska. Því er ekki verið að spila í henni í aðdraganda Þjóðadeildarumspilsins í þessum mánuði. Heimir sagði í desember: „Það væri auðveldara að velja þá ef þeir væru að spila reglulega áður en landsliðið kemur saman en ég er viss um að það er fullt af liðum í Evrópu að fylgjast með þeim og hugsa: Hverjir eru þessir náungar sem hafa náð svona langt og staðið sig svona vel í keppninni? Það er því eflaust verið að fylgjast vel með þessum leikmönnum svo að vonandi fá þeir breytingu á sínum ferli út frá þessum árangri.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjá meira
Heimir var í þættinum spurður út í mál sem á uppruna sinn í ummælum Eyjamannsins, sem nú þjálfar karlalandsliðs Íra, frá því í desember. Shamrock Rovers upplifði svipað ævintýri og Víkingur Reykjavík (eftir að hafa reyndar unnið einvígi liðanna síðasta sumar í undankeppni Meistaradeildar) og komst áfram úr deildakeppni Sambandsdeildar Evrópu í desember. Við það tilefni mun Heimir hafa sagt að vonandi yrði frammistaðan til þess að leikmenn Shamrock, sem til greina koma í írska landsliðið, fengju tækifæri í sterkari deild en þeirri írsku. Sakaður um „ótrúlega vanvirðingu“ Þetta fór alveg öfugt ofan í Bradley, þjálfara Shamrock, sem beið reyndar í tvo mánuði með að tjá sig en sagði í síðasta mánuði: „Við erum með landsliðsþjálfara sem er að segja mínum leikmönnum að fara svo að þeir eigi meiri möguleika á að spila fyrir Írland. Það er ótrúleg vanvirðing í garð minn og deildarinnar, og allra þeirra sem starfa dags daglega í þessari deild,“ sagði Bradley þá og taldi með ólíkindum að írskir blaðamenn skyldu ekki gera meira úr málinu. ‘I didn’t say that’ – Heimir Hallgrimsson responds to claims he encouraged Irish players to play in overseas leagues https://t.co/0kJD4gHhye— Irish Independent Sport (@IndoSport) March 8, 2025 En Heimir var sem sagt loks spurður út í málið í The Late Late Show í gær, þætti sem sýndur er á hverju föstudagskvöldi og hefur verið sýndur frá árinu 1962. Hann var þar gestur sem og fleiri Íslendingar því fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem saknað hefur verið síðan hann hvarf í Dublin í febrúar 2019, var einnig í þættinum. „Við erum nú með tvo leikmenn úr Shamrock Rovers á listanum yfir þá leikmenn sem við ætlum að velja í komandi leiki við Búlgaríu, svo ég væri í mótsögn við sjálfan mig ef ég segði að menn þyrftu að vera að spila í annarri deild,“ sagði Heimir. Late Late debuts for our Head Coaches 😁👏#latelate pic.twitter.com/qVVho5SDJj— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) March 7, 2025 „Írska deildin er að taka miklum framförum. Það sem Shamrock Rovers gerði hefur haft jákvæð áhrif. Áhuginn eykst. Leikmenn og þjálfarar fá meiri athygli. Við verðum auðvitað að halda áfram að bæta okkur og vegna Brexit þá munu fleiri leikmenn halda kyrru fyrir og menn munu fá sína fyrstu landsleiki,“ sagði Heimir. Svona voru ummælin Ummæli Heimis sem Bradley var svo óánægður með, frá því í desember, snerust um það að írska deildin er sumardeild líkt og sú íslenska. Því er ekki verið að spila í henni í aðdraganda Þjóðadeildarumspilsins í þessum mánuði. Heimir sagði í desember: „Það væri auðveldara að velja þá ef þeir væru að spila reglulega áður en landsliðið kemur saman en ég er viss um að það er fullt af liðum í Evrópu að fylgjast með þeim og hugsa: Hverjir eru þessir náungar sem hafa náð svona langt og staðið sig svona vel í keppninni? Það er því eflaust verið að fylgjast vel með þessum leikmönnum svo að vonandi fá þeir breytingu á sínum ferli út frá þessum árangri.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Chelsea - West Ham | Bæði lið í stuði Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjá meira