Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2025 09:31 Heimir Hallgrímsson er á leið í Þjóðadeildarumspil gegn Búlgaríu síðar í þessum mánuði. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Heimir Hallgrímsson var gestur í hinum vinsæla spjallþætti Late Late Show í írska sjónvarpinu í gærkvöld og svaraði þar fyrir sig eftir harkalega gagnrýni Stephen Bradley, þjálfara írska liðsins Shamrock Rovers. Heimir var í þættinum spurður út í mál sem á uppruna sinn í ummælum Eyjamannsins, sem nú þjálfar karlalandsliðs Íra, frá því í desember. Shamrock Rovers upplifði svipað ævintýri og Víkingur Reykjavík (eftir að hafa reyndar unnið einvígi liðanna síðasta sumar í undankeppni Meistaradeildar) og komst áfram úr deildakeppni Sambandsdeildar Evrópu í desember. Við það tilefni mun Heimir hafa sagt að vonandi yrði frammistaðan til þess að leikmenn Shamrock, sem til greina koma í írska landsliðið, fengju tækifæri í sterkari deild en þeirri írsku. Sakaður um „ótrúlega vanvirðingu“ Þetta fór alveg öfugt ofan í Bradley, þjálfara Shamrock, sem beið reyndar í tvo mánuði með að tjá sig en sagði í síðasta mánuði: „Við erum með landsliðsþjálfara sem er að segja mínum leikmönnum að fara svo að þeir eigi meiri möguleika á að spila fyrir Írland. Það er ótrúleg vanvirðing í garð minn og deildarinnar, og allra þeirra sem starfa dags daglega í þessari deild,“ sagði Bradley þá og taldi með ólíkindum að írskir blaðamenn skyldu ekki gera meira úr málinu. ‘I didn’t say that’ – Heimir Hallgrimsson responds to claims he encouraged Irish players to play in overseas leagues https://t.co/0kJD4gHhye— Irish Independent Sport (@IndoSport) March 8, 2025 En Heimir var sem sagt loks spurður út í málið í The Late Late Show í gær, þætti sem sýndur er á hverju föstudagskvöldi og hefur verið sýndur frá árinu 1962. Hann var þar gestur sem og fleiri Íslendingar því fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem saknað hefur verið síðan hann hvarf í Dublin í febrúar 2019, var einnig í þættinum. „Við erum nú með tvo leikmenn úr Shamrock Rovers á listanum yfir þá leikmenn sem við ætlum að velja í komandi leiki við Búlgaríu, svo ég væri í mótsögn við sjálfan mig ef ég segði að menn þyrftu að vera að spila í annarri deild,“ sagði Heimir. Late Late debuts for our Head Coaches 😁👏#latelate pic.twitter.com/qVVho5SDJj— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) March 7, 2025 „Írska deildin er að taka miklum framförum. Það sem Shamrock Rovers gerði hefur haft jákvæð áhrif. Áhuginn eykst. Leikmenn og þjálfarar fá meiri athygli. Við verðum auðvitað að halda áfram að bæta okkur og vegna Brexit þá munu fleiri leikmenn halda kyrru fyrir og menn munu fá sína fyrstu landsleiki,“ sagði Heimir. Svona voru ummælin Ummæli Heimis sem Bradley var svo óánægður með, frá því í desember, snerust um það að írska deildin er sumardeild líkt og sú íslenska. Því er ekki verið að spila í henni í aðdraganda Þjóðadeildarumspilsins í þessum mánuði. Heimir sagði í desember: „Það væri auðveldara að velja þá ef þeir væru að spila reglulega áður en landsliðið kemur saman en ég er viss um að það er fullt af liðum í Evrópu að fylgjast með þeim og hugsa: Hverjir eru þessir náungar sem hafa náð svona langt og staðið sig svona vel í keppninni? Það er því eflaust verið að fylgjast vel með þessum leikmönnum svo að vonandi fá þeir breytingu á sínum ferli út frá þessum árangri.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira
Heimir var í þættinum spurður út í mál sem á uppruna sinn í ummælum Eyjamannsins, sem nú þjálfar karlalandsliðs Íra, frá því í desember. Shamrock Rovers upplifði svipað ævintýri og Víkingur Reykjavík (eftir að hafa reyndar unnið einvígi liðanna síðasta sumar í undankeppni Meistaradeildar) og komst áfram úr deildakeppni Sambandsdeildar Evrópu í desember. Við það tilefni mun Heimir hafa sagt að vonandi yrði frammistaðan til þess að leikmenn Shamrock, sem til greina koma í írska landsliðið, fengju tækifæri í sterkari deild en þeirri írsku. Sakaður um „ótrúlega vanvirðingu“ Þetta fór alveg öfugt ofan í Bradley, þjálfara Shamrock, sem beið reyndar í tvo mánuði með að tjá sig en sagði í síðasta mánuði: „Við erum með landsliðsþjálfara sem er að segja mínum leikmönnum að fara svo að þeir eigi meiri möguleika á að spila fyrir Írland. Það er ótrúleg vanvirðing í garð minn og deildarinnar, og allra þeirra sem starfa dags daglega í þessari deild,“ sagði Bradley þá og taldi með ólíkindum að írskir blaðamenn skyldu ekki gera meira úr málinu. ‘I didn’t say that’ – Heimir Hallgrimsson responds to claims he encouraged Irish players to play in overseas leagues https://t.co/0kJD4gHhye— Irish Independent Sport (@IndoSport) March 8, 2025 En Heimir var sem sagt loks spurður út í málið í The Late Late Show í gær, þætti sem sýndur er á hverju föstudagskvöldi og hefur verið sýndur frá árinu 1962. Hann var þar gestur sem og fleiri Íslendingar því fjölskylda Jóns Þrastar Jónssonar, sem saknað hefur verið síðan hann hvarf í Dublin í febrúar 2019, var einnig í þættinum. „Við erum nú með tvo leikmenn úr Shamrock Rovers á listanum yfir þá leikmenn sem við ætlum að velja í komandi leiki við Búlgaríu, svo ég væri í mótsögn við sjálfan mig ef ég segði að menn þyrftu að vera að spila í annarri deild,“ sagði Heimir. Late Late debuts for our Head Coaches 😁👏#latelate pic.twitter.com/qVVho5SDJj— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) March 7, 2025 „Írska deildin er að taka miklum framförum. Það sem Shamrock Rovers gerði hefur haft jákvæð áhrif. Áhuginn eykst. Leikmenn og þjálfarar fá meiri athygli. Við verðum auðvitað að halda áfram að bæta okkur og vegna Brexit þá munu fleiri leikmenn halda kyrru fyrir og menn munu fá sína fyrstu landsleiki,“ sagði Heimir. Svona voru ummælin Ummæli Heimis sem Bradley var svo óánægður með, frá því í desember, snerust um það að írska deildin er sumardeild líkt og sú íslenska. Því er ekki verið að spila í henni í aðdraganda Þjóðadeildarumspilsins í þessum mánuði. Heimir sagði í desember: „Það væri auðveldara að velja þá ef þeir væru að spila reglulega áður en landsliðið kemur saman en ég er viss um að það er fullt af liðum í Evrópu að fylgjast með þeim og hugsa: Hverjir eru þessir náungar sem hafa náð svona langt og staðið sig svona vel í keppninni? Það er því eflaust verið að fylgjast vel með þessum leikmönnum svo að vonandi fá þeir breytingu á sínum ferli út frá þessum árangri.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira