Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 8. mars 2025 13:33 Það er ekkert leyndarmál að kynbundið ofbeldi er vandamál á Íslandi. Um 42% kvenna á aldrinum 18-80 ára hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á sinni lífsleið samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2010. Þessi tala hefur lítið sem ekkert breyst,15 árum seinna. Það hefur margoft verið skrifað og talað um afleiðingar ofbeldis. Hver þolandinn á fætur öðrum berskjaldar sig fyrir alþjóð í þeirri veiku von um að ráðamenn landsins vakni. Við erum enn að berjast fyrir lágmarks virðingu fyrir brotaþolum í kerfinu og enginn vill taka ábyrgð. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna og standa vörð um grundvallarréttindi einstaklinga. Ég spyr þá, hvar er þetta öryggi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis? Endalausar afsakanir Mannekla er afsökunin hjá lögreglunni og fyrrum ríkisstjórn bar fyrir sig niðurskurð í fjárlögum. Brotaþolar sitja svo uppi með niðurfelld mál vegna vangetu embætta til að rannsaka málin og gerendur sleppa. Vitandi allt þetta er samt alltaf verið að tala um að við þurfum að taka á þessum málum, að það sé óásættanlegt að réttarkerfið okkar virki ekki sem skyldi og að kynbundið ofbeldi þurfi að uppræta! 20% karla eru ofbeldismenn Hvað með að karlar bara hætti að beita ofbeldi? Er það of mikið? Ef þeir beita ofbeldi, er það galin hugmynd að þeir taki ábyrgðina og fái ekki skilorðsbundna dóma á silfurfati? Öryggi og líf kvenna er í húfi. Ég upplifi stundum að karlmenn séu upp til hópa týndir. Þeim finnst erfitt að 20% þeirra séu ofbeldismenn en finnst þó oft ekkert erfitt að horfa í augu kvenna, vitandi að það séu 42% líkur á að þær hafi eða verði fyrir ofbeldi af hendi karlmanns. Konur eru ekki að hugsa út í hvort þær verði fyrir ofbeldi heldur hver muni beita þær ofbeldi. Verður það vinur? Kærasti? Frændi? Vinnufélagi? Ábyrgðin á kolröngum stað Nýlega las ég í fjölmiðlum að forseti Íslands hefur hrundið af stað verkefni sem hún kallar Riddara kærleikans þar sem hún m.a. leiddi saman ólíka karlmenn í umræðuhóp. Í samtalinu kom fram að karlmenn þyrftu bara meiri kærleika og knús. Á sama tíma fara menn í skóla barnanna okkar og segja þeim að herða sig og hætta að væla. Hvort er það? Eigum við að herða börnin og knúsa karlana ? Ekki knúsa börnin og gera karla ábyrga ? Það sem karlmenn þurfa er að taka sig saman, taka þátt í að uppræta nauðgunarmenningu í sínu daglega lífi og kalla hvern annan út. Það er ekki í verkahring kvenna að sjá til þess að karlmenn beiti ekki ofbeldi. Á meðan Riddarar kærleikans knúsast á Bessastöðum eru konur raunverulega að láta lífið vegna afleiðinga kynbundins ofbeldis. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar - Samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir: https://skemman.is/bitstream/1946/10724/1/26012011_Ofbeldi_a_konum.pdf https://stigamot.is/wp-content/uploads/2023/10/Stigamot_Ofbeldismenn_2023-1.pdf https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/22/margir_logreglumenn_eru_i_rauninni_i_tveimur_storfu/ https://www.visir.is/g/20242574201d/nidur-skurdur-skerdir-thjonustu-og-ognar-oryggi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðný S. Bjarnadóttir Kynbundið ofbeldi Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Það er ekkert leyndarmál að kynbundið ofbeldi er vandamál á Íslandi. Um 42% kvenna á aldrinum 18-80 ára hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á sinni lífsleið samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 2010. Þessi tala hefur lítið sem ekkert breyst,15 árum seinna. Það hefur margoft verið skrifað og talað um afleiðingar ofbeldis. Hver þolandinn á fætur öðrum berskjaldar sig fyrir alþjóð í þeirri veiku von um að ráðamenn landsins vakni. Við erum enn að berjast fyrir lágmarks virðingu fyrir brotaþolum í kerfinu og enginn vill taka ábyrgð. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að tryggja öryggi samfélagsins og borgaranna og standa vörð um grundvallarréttindi einstaklinga. Ég spyr þá, hvar er þetta öryggi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis? Endalausar afsakanir Mannekla er afsökunin hjá lögreglunni og fyrrum ríkisstjórn bar fyrir sig niðurskurð í fjárlögum. Brotaþolar sitja svo uppi með niðurfelld mál vegna vangetu embætta til að rannsaka málin og gerendur sleppa. Vitandi allt þetta er samt alltaf verið að tala um að við þurfum að taka á þessum málum, að það sé óásættanlegt að réttarkerfið okkar virki ekki sem skyldi og að kynbundið ofbeldi þurfi að uppræta! 20% karla eru ofbeldismenn Hvað með að karlar bara hætti að beita ofbeldi? Er það of mikið? Ef þeir beita ofbeldi, er það galin hugmynd að þeir taki ábyrgðina og fái ekki skilorðsbundna dóma á silfurfati? Öryggi og líf kvenna er í húfi. Ég upplifi stundum að karlmenn séu upp til hópa týndir. Þeim finnst erfitt að 20% þeirra séu ofbeldismenn en finnst þó oft ekkert erfitt að horfa í augu kvenna, vitandi að það séu 42% líkur á að þær hafi eða verði fyrir ofbeldi af hendi karlmanns. Konur eru ekki að hugsa út í hvort þær verði fyrir ofbeldi heldur hver muni beita þær ofbeldi. Verður það vinur? Kærasti? Frændi? Vinnufélagi? Ábyrgðin á kolröngum stað Nýlega las ég í fjölmiðlum að forseti Íslands hefur hrundið af stað verkefni sem hún kallar Riddara kærleikans þar sem hún m.a. leiddi saman ólíka karlmenn í umræðuhóp. Í samtalinu kom fram að karlmenn þyrftu bara meiri kærleika og knús. Á sama tíma fara menn í skóla barnanna okkar og segja þeim að herða sig og hætta að væla. Hvort er það? Eigum við að herða börnin og knúsa karlana ? Ekki knúsa börnin og gera karla ábyrga ? Það sem karlmenn þurfa er að taka sig saman, taka þátt í að uppræta nauðgunarmenningu í sínu daglega lífi og kalla hvern annan út. Það er ekki í verkahring kvenna að sjá til þess að karlmenn beiti ekki ofbeldi. Á meðan Riddarar kærleikans knúsast á Bessastöðum eru konur raunverulega að láta lífið vegna afleiðinga kynbundins ofbeldis. Höfundur er stjórnarformaður Vitundar - Samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Heimildir: https://skemman.is/bitstream/1946/10724/1/26012011_Ofbeldi_a_konum.pdf https://stigamot.is/wp-content/uploads/2023/10/Stigamot_Ofbeldismenn_2023-1.pdf https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/22/margir_logreglumenn_eru_i_rauninni_i_tveimur_storfu/ https://www.visir.is/g/20242574201d/nidur-skurdur-skerdir-thjonustu-og-ognar-oryggi
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar