Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar 8. mars 2025 15:02 Ég hef þungar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi. Alltof oft berast fréttir af sjálfsvígum, alvarlegri vanlíðan og jafnvel ofbeldisbrotum sem rekja má að miklu leyti til vanrækslu á geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarlegt mál sem kallar á tafarlausar aðgerðir og raunverulega forgangsröðun í samfélaginu. Skortur á úrræðum er lífshættulegur Sársauki þeirra sem missa ástvini sína til sjálfsvígs er ómælanlegur. Rannsóknir sýna að skortur á geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, takmarkaður stuðningur í skólum og langir biðlistar geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Hættan er ekki aðeins sú að einstaklingar beini vanlíðan sinni að sjálfum sér, heldur einnig að öðrum ef ekki er gripið til úrræða í tæka tíð. Við búum í samfélagi þar sem það getur tekið mánuði, jafnvel ár, að komast að í viðeigandi meðferð. Þetta er óásættanlegt. Þunglyndi faraldur samtímans Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst þunglyndi sem faraldri samtímans. Þá er ljóst að Covid-faraldurinn hafði djúpstæð áhrif á geðheilsu ungmenna. Einangrun, takmarkað félagslíf og óvissa um framtíðina urðu til þess að kvíði, þunglyndi og sjálfskaðandi hegðun jókst til muna. Unga fólkið okkar hefur reynt að leita sér hjálpar hjá skólahjúkrunarfræðingum, sálfræðingum og á heilbrigðisstofnunum, en kerfið nær ekki að bregðast nægilega vel við. Það er því brýnt að grípa til aðgerða og tryggja að geðheilbrigðisþjónusta verið aðgengileg, skilvirk og byggð á bestu þekkingu hverju sinni. Án tafarlausra aðgerða er hætta á að heil kynslóð beri afleiðingar vanrækslu samfélagsins með sér út lífið. Stefna án framkvæmda er gagnslaus Þingsályktun um geðheilbrigðisstefnu Íslands til ársins 2030 var samþykkt árið 2022 og setur skýra framtíðarsýn um eflingu geðheilbrigðisþjónustu. En stefnan ein og sér er lítils virði ef hún er ekki studd með fjármagni og skipulagðri framkvæmd. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, stytta biðlista barna og tryggja fjármagn í meðferðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda. Það sama á við um þessi loforð, þau eru ónýt ef ekki er farið í raunverulegar aðgerðir. Enginn í samfélaginu á að líða fyrir skort á úrræðum þegar kemur að andlegri heilsu. Það er því tímabært að sýna í verki að geðheilbrigðismál eru ekki jaðarmál heldur forgangsmál í íslensku samfélagi. Það verður ekki gert með loforðum einum saman, heldur með raunverulegum aðgerðum og fjárveitingum sem tryggja öllum aðgang að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag eða búsetu. Aðgerðir sem settar af stað í dag munu kosta samfélagið minna en skeytingarleysi sem leiðir til verri afleiðinga á morgun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Ég hef þungar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi. Alltof oft berast fréttir af sjálfsvígum, alvarlegri vanlíðan og jafnvel ofbeldisbrotum sem rekja má að miklu leyti til vanrækslu á geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er grafalvarlegt mál sem kallar á tafarlausar aðgerðir og raunverulega forgangsröðun í samfélaginu. Skortur á úrræðum er lífshættulegur Sársauki þeirra sem missa ástvini sína til sjálfsvígs er ómælanlegur. Rannsóknir sýna að skortur á geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, takmarkaður stuðningur í skólum og langir biðlistar geta haft afdrifaríkar afleiðingar. Hættan er ekki aðeins sú að einstaklingar beini vanlíðan sinni að sjálfum sér, heldur einnig að öðrum ef ekki er gripið til úrræða í tæka tíð. Við búum í samfélagi þar sem það getur tekið mánuði, jafnvel ár, að komast að í viðeigandi meðferð. Þetta er óásættanlegt. Þunglyndi faraldur samtímans Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst þunglyndi sem faraldri samtímans. Þá er ljóst að Covid-faraldurinn hafði djúpstæð áhrif á geðheilsu ungmenna. Einangrun, takmarkað félagslíf og óvissa um framtíðina urðu til þess að kvíði, þunglyndi og sjálfskaðandi hegðun jókst til muna. Unga fólkið okkar hefur reynt að leita sér hjálpar hjá skólahjúkrunarfræðingum, sálfræðingum og á heilbrigðisstofnunum, en kerfið nær ekki að bregðast nægilega vel við. Það er því brýnt að grípa til aðgerða og tryggja að geðheilbrigðisþjónusta verið aðgengileg, skilvirk og byggð á bestu þekkingu hverju sinni. Án tafarlausra aðgerða er hætta á að heil kynslóð beri afleiðingar vanrækslu samfélagsins með sér út lífið. Stefna án framkvæmda er gagnslaus Þingsályktun um geðheilbrigðisstefnu Íslands til ársins 2030 var samþykkt árið 2022 og setur skýra framtíðarsýn um eflingu geðheilbrigðisþjónustu. En stefnan ein og sér er lítils virði ef hún er ekki studd með fjármagni og skipulagðri framkvæmd. Ný ríkisstjórn hefur lagt áherslu á að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, stytta biðlista barna og tryggja fjármagn í meðferðarúrræði fyrir fólk með fíknivanda. Það sama á við um þessi loforð, þau eru ónýt ef ekki er farið í raunverulegar aðgerðir. Enginn í samfélaginu á að líða fyrir skort á úrræðum þegar kemur að andlegri heilsu. Það er því tímabært að sýna í verki að geðheilbrigðismál eru ekki jaðarmál heldur forgangsmál í íslensku samfélagi. Það verður ekki gert með loforðum einum saman, heldur með raunverulegum aðgerðum og fjárveitingum sem tryggja öllum aðgang að nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag eða búsetu. Aðgerðir sem settar af stað í dag munu kosta samfélagið minna en skeytingarleysi sem leiðir til verri afleiðinga á morgun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun