Fullkominn bikardagur KA Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2025 18:01 Gular fögnuðu sigri og lyftu bikar. KA KA varð í dag bikarmeistari kvenna í blaki með sigri gegn HK og afrekaði því það sama og karlalið HK fyrr í dag, á úrslitadegi Kjörísbikarsins. Sigur kvennaliðs KA í úrslitaleiknum var ekki jafn öruggur og hjá körlunum þó að framan af leik hafi ekki neitt bent til annars en að KA myndi vinna gríðarlega sannfærandi sigur. KA vann fyrstu hrinuna 25-18 og þá næstu einnig af öryggi, 25-17, þrátt fyrir að lenda 11-6 undir. Í þriðju hrinunni komst HK svo í 12-3 en KA kom til baka og virtist vera að tryggja sér titilinn. Það tókst þó ekki þarna þar sem HK vann á endanum hrinuna og hélt titilvonum sínum á lífi. Framan af fjórðu hrinu virtist sem HK væri að snúa leiknum sér í vil og spennan gríðarleg. Á endanum vann HK hrinuna 26-24 og því þurfti oddahrinu til að útkljá hvort liðið stæði uppi sem bikarmeistari. Þar byrjaði KA betur og komst 4-1 yfir. HK náði á endanum að svara fyrir sig og breytti stöðunni úr 8-3 í 8-6. Það lagði grunninn að endurkomu heimaliðsins og staðan jöfn 11-11 ekki löngu síðar. Það var hins vegar á þessum tímapunkti sem KA-konur sögðu hingað og ekki lengra. Topplið deildarinnar sýndi mátt sinn og vann oddahrinuna, 15-12, og þar með bikarmeistaratitilinn við mikinn fögnuð gulklæddra. KA þar með bikarmeistari karla og kvenna árið 2025. Blak KA Tengdar fréttir KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim KA varð í dag bikarmeistari karla í blaki í tíunda sinn þegar liðið vann afar öruggan sigur gegn Þrótti Reykjavík í úrslitaleik Kjörísbikarsins í Digranesi. 8. mars 2025 14:41 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Sigur kvennaliðs KA í úrslitaleiknum var ekki jafn öruggur og hjá körlunum þó að framan af leik hafi ekki neitt bent til annars en að KA myndi vinna gríðarlega sannfærandi sigur. KA vann fyrstu hrinuna 25-18 og þá næstu einnig af öryggi, 25-17, þrátt fyrir að lenda 11-6 undir. Í þriðju hrinunni komst HK svo í 12-3 en KA kom til baka og virtist vera að tryggja sér titilinn. Það tókst þó ekki þarna þar sem HK vann á endanum hrinuna og hélt titilvonum sínum á lífi. Framan af fjórðu hrinu virtist sem HK væri að snúa leiknum sér í vil og spennan gríðarleg. Á endanum vann HK hrinuna 26-24 og því þurfti oddahrinu til að útkljá hvort liðið stæði uppi sem bikarmeistari. Þar byrjaði KA betur og komst 4-1 yfir. HK náði á endanum að svara fyrir sig og breytti stöðunni úr 8-3 í 8-6. Það lagði grunninn að endurkomu heimaliðsins og staðan jöfn 11-11 ekki löngu síðar. Það var hins vegar á þessum tímapunkti sem KA-konur sögðu hingað og ekki lengra. Topplið deildarinnar sýndi mátt sinn og vann oddahrinuna, 15-12, og þar með bikarmeistaratitilinn við mikinn fögnuð gulklæddra. KA þar með bikarmeistari karla og kvenna árið 2025.
Blak KA Tengdar fréttir KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim KA varð í dag bikarmeistari karla í blaki í tíunda sinn þegar liðið vann afar öruggan sigur gegn Þrótti Reykjavík í úrslitaleik Kjörísbikarsins í Digranesi. 8. mars 2025 14:41 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim KA varð í dag bikarmeistari karla í blaki í tíunda sinn þegar liðið vann afar öruggan sigur gegn Þrótti Reykjavík í úrslitaleik Kjörísbikarsins í Digranesi. 8. mars 2025 14:41