Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Lovísa Arnardóttir skrifar 8. mars 2025 21:54 Þó nokkur fjöldi kom saman til að mótmæla dauðarefsingunni þegar aflífunin fór fram í South Carolina í gær. Vísir/AP Brad Sigmon var í gær aflífaður í Bandaríkjunum af aftökusveit. Aflífun með aftökusveit hefur ekki verið framkvæmd í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Sigmond var dæmdur fyrir að myrða foreldra fyrrverandi kærustu sinnar árið 2001. Hann barði þau til bana með hafnaboltakylfu áður en hann tók fyrrverandi kærustu sína með valdi. Þrír fangaverðir skutu Sigmond með rifflum í bringuna með sérstökum byssukúlum. Sigmon var aflífaður með aftökusveit að hans eigin beiðni. Hann óskaði þess frekar að vera skotinn en að fara í rafmagnsstólinn eða vera aflífaður með lyfjum. Síðustu orð Sigmon voru um ástina auk þess sem hann biðlaði til kristinna félaga sinna að afnema dauðarefsinguna. „Auga fyrir auga var notað sem réttlæting fyrir kviðdóminn til að sækjast eftir dauðarefsingunni,“ bætti hann við. Eftir að hann ávarpaði viðstadda, sem voru þrír úr fjölskyldu fyrrverandi kærustu hans og andlegur leiðbeinandi hans, var svört hetta dregin yfir andlit hans og hann svo skotinn. Læknir skoðaði hann svo og staðfesti andlát hans. Í frétt BBC um málið kemur fram að starfsmönnum fangelsisins hafi verið boðin áfallahjálp. Þar kemur einnig fram að lögmaður Sigmon, Bo King, hafi fram til aflífunarinnar haldið í vonina um að ekkert yrði af aflífuninni. Hann sakaði ríkið um að neita að láta af hendi upplýsingar um innihald lyfjanna sem notuð er til að aflífa. Sigmon hafi óskað eftir upplýsingum um innihaldsefnin en ekki fengið upplýsingarnar. Vildi kjúkling til að deila King sagði Sigmon hafa verið andlega veikan en hafa eignast vini í fangelsi og það hafi sýnt fram á endurhæfingu hans. Hann hafi beðið um að síðasta máltíðin hans yrði KFC kjúklingur sem hann ætlaði að deila með öðrum föngum á dauðadeildinni en þeirri beiðni verið hafnað. Síðasta máltíðin var þess í stað djúpsteiktur kjúklingur, grænar baunir, kartöflustappa, sósa, kex, ostakaka og sætt te. Í frétt BBC kemur fram að frá árinu 1977 hafa aðeins þrír verið aflífaðir með aftökusveit í Bandaríkjunum. Allir þrír í Utah ríki. Síðasti Ronnie Lee Gardner, var skotinn árið 2010. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Þrír fangaverðir skutu Sigmond með rifflum í bringuna með sérstökum byssukúlum. Sigmon var aflífaður með aftökusveit að hans eigin beiðni. Hann óskaði þess frekar að vera skotinn en að fara í rafmagnsstólinn eða vera aflífaður með lyfjum. Síðustu orð Sigmon voru um ástina auk þess sem hann biðlaði til kristinna félaga sinna að afnema dauðarefsinguna. „Auga fyrir auga var notað sem réttlæting fyrir kviðdóminn til að sækjast eftir dauðarefsingunni,“ bætti hann við. Eftir að hann ávarpaði viðstadda, sem voru þrír úr fjölskyldu fyrrverandi kærustu hans og andlegur leiðbeinandi hans, var svört hetta dregin yfir andlit hans og hann svo skotinn. Læknir skoðaði hann svo og staðfesti andlát hans. Í frétt BBC um málið kemur fram að starfsmönnum fangelsisins hafi verið boðin áfallahjálp. Þar kemur einnig fram að lögmaður Sigmon, Bo King, hafi fram til aflífunarinnar haldið í vonina um að ekkert yrði af aflífuninni. Hann sakaði ríkið um að neita að láta af hendi upplýsingar um innihald lyfjanna sem notuð er til að aflífa. Sigmon hafi óskað eftir upplýsingum um innihaldsefnin en ekki fengið upplýsingarnar. Vildi kjúkling til að deila King sagði Sigmon hafa verið andlega veikan en hafa eignast vini í fangelsi og það hafi sýnt fram á endurhæfingu hans. Hann hafi beðið um að síðasta máltíðin hans yrði KFC kjúklingur sem hann ætlaði að deila með öðrum föngum á dauðadeildinni en þeirri beiðni verið hafnað. Síðasta máltíðin var þess í stað djúpsteiktur kjúklingur, grænar baunir, kartöflustappa, sósa, kex, ostakaka og sætt te. Í frétt BBC kemur fram að frá árinu 1977 hafa aðeins þrír verið aflífaðir með aftökusveit í Bandaríkjunum. Allir þrír í Utah ríki. Síðasti Ronnie Lee Gardner, var skotinn árið 2010.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira