Slasaðist við tökur í Bretlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. mars 2025 10:20 John Goodman er sennilega þekktastur fyrir leik sinn í Big Lebowski, Argo, Flight og Monsters Inc. Getty John Goodman slasaðist á mjöðm við tökur á nýrri Hollywood-mynd í Bretlandi í fyrradag. Áverkarnir voru taldir alvarlegir í fyrstu en betur fór en á horfðist. Vonir eru bundnar við að Goodman snúi fljótt aftur til starfa. Breski dægurmálamiðillinn The Sun greindi fyrst frá fréttunum í fyrradag og kom þar fram að „ónefnd stjarna“ hefði lent í slysi í Pinewood Studios í Iver Heath og hlotið „alvarlega“ áverka á mjaðmargrind og fótlegg. Fréttaflutningur The Sun virðist hafa verið ögn skeikull því Warner Bros. gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að tökur á myndinni hæfust aftur í næstu viku. „Leikarinn John Goodman slasaðist á mjöðm,“ sagði talsmaður Warner Bros. í tilkynningunni sem Variety greinir frá. „Hann hlaut tafarlausa aðhlynningu sem leiddi til stuttrar frestunar á tökum svo hægt væri að gefa honum tíma til að jafna sig. Tökur hefjast í næstu viku þegar John hefur jafnað sig að fullu.“ Verið er að skjóta nýjustu kvikmynd mexíkóska leikstjórans Alejandro González Iñárritu í stúdíóinu og fer Tom Cruise með aðalhlutverk í henni. Iñárritu er einnig framleiðandi myndarinnar og skrifar handritið að henni. Síðasta mynd hans var hin sjálfsævisögulega Bardo, falsa crónica de unas cuantas verdades (2022) en þar áður gerði hann The Revenant (2015) sem hlaut þrenn Óskarsverðlaun og mikið lof. Auk Goodman og Cruise fara Sandra Huller, Riz Ahmed, Jesse Plemons og Sophie Wilde með hlutverk í myndinni sem lítið er vitað um. Vinnutitill myndarinnar er Judy og ku hún fjalla um megalómanískan mann sem ætlar sér að bjarga heiminum. Hollywood Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira
Breski dægurmálamiðillinn The Sun greindi fyrst frá fréttunum í fyrradag og kom þar fram að „ónefnd stjarna“ hefði lent í slysi í Pinewood Studios í Iver Heath og hlotið „alvarlega“ áverka á mjaðmargrind og fótlegg. Fréttaflutningur The Sun virðist hafa verið ögn skeikull því Warner Bros. gáfu frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að tökur á myndinni hæfust aftur í næstu viku. „Leikarinn John Goodman slasaðist á mjöðm,“ sagði talsmaður Warner Bros. í tilkynningunni sem Variety greinir frá. „Hann hlaut tafarlausa aðhlynningu sem leiddi til stuttrar frestunar á tökum svo hægt væri að gefa honum tíma til að jafna sig. Tökur hefjast í næstu viku þegar John hefur jafnað sig að fullu.“ Verið er að skjóta nýjustu kvikmynd mexíkóska leikstjórans Alejandro González Iñárritu í stúdíóinu og fer Tom Cruise með aðalhlutverk í henni. Iñárritu er einnig framleiðandi myndarinnar og skrifar handritið að henni. Síðasta mynd hans var hin sjálfsævisögulega Bardo, falsa crónica de unas cuantas verdades (2022) en þar áður gerði hann The Revenant (2015) sem hlaut þrenn Óskarsverðlaun og mikið lof. Auk Goodman og Cruise fara Sandra Huller, Riz Ahmed, Jesse Plemons og Sophie Wilde með hlutverk í myndinni sem lítið er vitað um. Vinnutitill myndarinnar er Judy og ku hún fjalla um megalómanískan mann sem ætlar sér að bjarga heiminum.
Hollywood Bretland Bíó og sjónvarp Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Sjá meira