Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 14:17 Thibaut Courtois er að snúa aftur í belgíska landsliðið og Koen Casteels er ekki sáttur. Samsett/AFP Dramatík er í kringum belgíska landsliðið í fótbolta í aðdraganda þess að nýi þjálfarinn, Rudi Garcia, velur sinn fyrsta landsliðshóp næsta föstudag. Markvörðurinn Koen Casteels er ósáttur og segist hættur í landsliðinu vegna endurkomu Thibaut Courtois. Casteels hefur verið aðalmarkvörður Belgíu síðustu misseri, til að mynda í lokakeppni EM síðasta sumar. Í belgíska hlaðvarpinu MidMid segist hann hættur í landsliðinu. Courtois, sem er aðalmarkvörður Real Madrid, sleit krossband í hné haustið 2023 en lenti svo í deilum við þáverandi landsliðsþjálfara, Domenico Tedesco, og sagðist aldrei ætla að spila fyrir hann. „Rúlla út rauða dreglinum fyrir hann“ Tedesco var rekinn í janúar og Garcia ráðinn í hans stað, og þar með er Courtois til í að snúa aftur og spila komandi leiki við Úkraínu í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Fyrir það fyrsta þá finnst mér svolítið merkilegt að Courtois geti bara ákveðið sjálfur að snúa aftur í landsliðið,“ segir Casteels í hlaðvarpsþættinum. „Knattspyrnusambandið tekur 180 gráðu snúning og rúllar út rauða dreglinum fyrir hann. Nú er hann boðinn velkominn aftur með opnum örmum þó að ekkert hafi í raun og veru breyst,“ sagði Casteels. Deze week niet enkel een grote naam, maar ook groot nieuws in de MIDMID-studio: Koen Casteels kondigt zijn afscheid bij de Rode Duivels aan! 😮Bekijk het hele gesprek met Koen om 11u op Play Sports 1 of vanaf 16u via het YouTube-kanaal en de podcastkanalen van Play Sports! 📺… pic.twitter.com/2qFuVfRU93— Play Sports (@playsports) March 9, 2025 Telur hann að afsökunarbeiðni frá Courtois myndi breyta einhverju? „Ég heyrði hann segja nýverið um brotthvarf Tedesco: „Þetta sannar að ég hafði rétt fyrir mér.“ Mér finnst það ekki bera mikinn vott um eftirsjá,“ sagði Casteels. Hann vildi þó undirstrika að óánægja sín beindist ekki svo mikið gegn Courtois heldur fyrst og fremst gegn belgíska knattspyrnusambandinu. „Þetta passar ekki við þau gildi og þann standard sem ég tel að þurfi að vera hjá öllum íþróttaliðum og íþróttasamböndum. Ég get ekki tilheyrt sambandi sem leggur blessun sína yfir svona hegðun. Þess vegna, frá og með núna, stend ég ekki lengur til boða fyrir landsliðið. Ég get ekki farið í landsliðið með hreina samvisku, þar sem fólk tekst í hendur með stórt bros og segir: „Það er allt í góðu hér.““ Casteels á að baki 20 A-landsleiki frá árinu 2013. Síðasta sumar gekk hann í raðir Al Qadsiah í Sádi-Arabíu frá Wolfsburg. Fótbolti Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Sjá meira
Casteels hefur verið aðalmarkvörður Belgíu síðustu misseri, til að mynda í lokakeppni EM síðasta sumar. Í belgíska hlaðvarpinu MidMid segist hann hættur í landsliðinu. Courtois, sem er aðalmarkvörður Real Madrid, sleit krossband í hné haustið 2023 en lenti svo í deilum við þáverandi landsliðsþjálfara, Domenico Tedesco, og sagðist aldrei ætla að spila fyrir hann. „Rúlla út rauða dreglinum fyrir hann“ Tedesco var rekinn í janúar og Garcia ráðinn í hans stað, og þar með er Courtois til í að snúa aftur og spila komandi leiki við Úkraínu í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Fyrir það fyrsta þá finnst mér svolítið merkilegt að Courtois geti bara ákveðið sjálfur að snúa aftur í landsliðið,“ segir Casteels í hlaðvarpsþættinum. „Knattspyrnusambandið tekur 180 gráðu snúning og rúllar út rauða dreglinum fyrir hann. Nú er hann boðinn velkominn aftur með opnum örmum þó að ekkert hafi í raun og veru breyst,“ sagði Casteels. Deze week niet enkel een grote naam, maar ook groot nieuws in de MIDMID-studio: Koen Casteels kondigt zijn afscheid bij de Rode Duivels aan! 😮Bekijk het hele gesprek met Koen om 11u op Play Sports 1 of vanaf 16u via het YouTube-kanaal en de podcastkanalen van Play Sports! 📺… pic.twitter.com/2qFuVfRU93— Play Sports (@playsports) March 9, 2025 Telur hann að afsökunarbeiðni frá Courtois myndi breyta einhverju? „Ég heyrði hann segja nýverið um brotthvarf Tedesco: „Þetta sannar að ég hafði rétt fyrir mér.“ Mér finnst það ekki bera mikinn vott um eftirsjá,“ sagði Casteels. Hann vildi þó undirstrika að óánægja sín beindist ekki svo mikið gegn Courtois heldur fyrst og fremst gegn belgíska knattspyrnusambandinu. „Þetta passar ekki við þau gildi og þann standard sem ég tel að þurfi að vera hjá öllum íþróttaliðum og íþróttasamböndum. Ég get ekki tilheyrt sambandi sem leggur blessun sína yfir svona hegðun. Þess vegna, frá og með núna, stend ég ekki lengur til boða fyrir landsliðið. Ég get ekki farið í landsliðið með hreina samvisku, þar sem fólk tekst í hendur með stórt bros og segir: „Það er allt í góðu hér.““ Casteels á að baki 20 A-landsleiki frá árinu 2013. Síðasta sumar gekk hann í raðir Al Qadsiah í Sádi-Arabíu frá Wolfsburg.
Fótbolti Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Sjá meira