Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 14:17 Thibaut Courtois er að snúa aftur í belgíska landsliðið og Koen Casteels er ekki sáttur. Samsett/AFP Dramatík er í kringum belgíska landsliðið í fótbolta í aðdraganda þess að nýi þjálfarinn, Rudi Garcia, velur sinn fyrsta landsliðshóp næsta föstudag. Markvörðurinn Koen Casteels er ósáttur og segist hættur í landsliðinu vegna endurkomu Thibaut Courtois. Casteels hefur verið aðalmarkvörður Belgíu síðustu misseri, til að mynda í lokakeppni EM síðasta sumar. Í belgíska hlaðvarpinu MidMid segist hann hættur í landsliðinu. Courtois, sem er aðalmarkvörður Real Madrid, sleit krossband í hné haustið 2023 en lenti svo í deilum við þáverandi landsliðsþjálfara, Domenico Tedesco, og sagðist aldrei ætla að spila fyrir hann. „Rúlla út rauða dreglinum fyrir hann“ Tedesco var rekinn í janúar og Garcia ráðinn í hans stað, og þar með er Courtois til í að snúa aftur og spila komandi leiki við Úkraínu í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Fyrir það fyrsta þá finnst mér svolítið merkilegt að Courtois geti bara ákveðið sjálfur að snúa aftur í landsliðið,“ segir Casteels í hlaðvarpsþættinum. „Knattspyrnusambandið tekur 180 gráðu snúning og rúllar út rauða dreglinum fyrir hann. Nú er hann boðinn velkominn aftur með opnum örmum þó að ekkert hafi í raun og veru breyst,“ sagði Casteels. Deze week niet enkel een grote naam, maar ook groot nieuws in de MIDMID-studio: Koen Casteels kondigt zijn afscheid bij de Rode Duivels aan! 😮Bekijk het hele gesprek met Koen om 11u op Play Sports 1 of vanaf 16u via het YouTube-kanaal en de podcastkanalen van Play Sports! 📺… pic.twitter.com/2qFuVfRU93— Play Sports (@playsports) March 9, 2025 Telur hann að afsökunarbeiðni frá Courtois myndi breyta einhverju? „Ég heyrði hann segja nýverið um brotthvarf Tedesco: „Þetta sannar að ég hafði rétt fyrir mér.“ Mér finnst það ekki bera mikinn vott um eftirsjá,“ sagði Casteels. Hann vildi þó undirstrika að óánægja sín beindist ekki svo mikið gegn Courtois heldur fyrst og fremst gegn belgíska knattspyrnusambandinu. „Þetta passar ekki við þau gildi og þann standard sem ég tel að þurfi að vera hjá öllum íþróttaliðum og íþróttasamböndum. Ég get ekki tilheyrt sambandi sem leggur blessun sína yfir svona hegðun. Þess vegna, frá og með núna, stend ég ekki lengur til boða fyrir landsliðið. Ég get ekki farið í landsliðið með hreina samvisku, þar sem fólk tekst í hendur með stórt bros og segir: „Það er allt í góðu hér.““ Casteels á að baki 20 A-landsleiki frá árinu 2013. Síðasta sumar gekk hann í raðir Al Qadsiah í Sádi-Arabíu frá Wolfsburg. Fótbolti Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Sjá meira
Casteels hefur verið aðalmarkvörður Belgíu síðustu misseri, til að mynda í lokakeppni EM síðasta sumar. Í belgíska hlaðvarpinu MidMid segist hann hættur í landsliðinu. Courtois, sem er aðalmarkvörður Real Madrid, sleit krossband í hné haustið 2023 en lenti svo í deilum við þáverandi landsliðsþjálfara, Domenico Tedesco, og sagðist aldrei ætla að spila fyrir hann. „Rúlla út rauða dreglinum fyrir hann“ Tedesco var rekinn í janúar og Garcia ráðinn í hans stað, og þar með er Courtois til í að snúa aftur og spila komandi leiki við Úkraínu í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Fyrir það fyrsta þá finnst mér svolítið merkilegt að Courtois geti bara ákveðið sjálfur að snúa aftur í landsliðið,“ segir Casteels í hlaðvarpsþættinum. „Knattspyrnusambandið tekur 180 gráðu snúning og rúllar út rauða dreglinum fyrir hann. Nú er hann boðinn velkominn aftur með opnum örmum þó að ekkert hafi í raun og veru breyst,“ sagði Casteels. Deze week niet enkel een grote naam, maar ook groot nieuws in de MIDMID-studio: Koen Casteels kondigt zijn afscheid bij de Rode Duivels aan! 😮Bekijk het hele gesprek met Koen om 11u op Play Sports 1 of vanaf 16u via het YouTube-kanaal en de podcastkanalen van Play Sports! 📺… pic.twitter.com/2qFuVfRU93— Play Sports (@playsports) March 9, 2025 Telur hann að afsökunarbeiðni frá Courtois myndi breyta einhverju? „Ég heyrði hann segja nýverið um brotthvarf Tedesco: „Þetta sannar að ég hafði rétt fyrir mér.“ Mér finnst það ekki bera mikinn vott um eftirsjá,“ sagði Casteels. Hann vildi þó undirstrika að óánægja sín beindist ekki svo mikið gegn Courtois heldur fyrst og fremst gegn belgíska knattspyrnusambandinu. „Þetta passar ekki við þau gildi og þann standard sem ég tel að þurfi að vera hjá öllum íþróttaliðum og íþróttasamböndum. Ég get ekki tilheyrt sambandi sem leggur blessun sína yfir svona hegðun. Þess vegna, frá og með núna, stend ég ekki lengur til boða fyrir landsliðið. Ég get ekki farið í landsliðið með hreina samvisku, þar sem fólk tekst í hendur með stórt bros og segir: „Það er allt í góðu hér.““ Casteels á að baki 20 A-landsleiki frá árinu 2013. Síðasta sumar gekk hann í raðir Al Qadsiah í Sádi-Arabíu frá Wolfsburg.
Fótbolti Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Sjá meira