Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. mars 2025 12:46 Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar eru á leið til Berufjarðar vegna alvarlegs umferðarslyss. Vísir/Vilhelm Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar til Berufjarðar upp úr hádegi vegna alvarlegs tveggja bíla umferðarslyss á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, greindi fréttastofu frá því að Landhelgisgæslunni hefði borist tilkynning um slysið á slaginu tólf og í kjölfarið sent tvær þyrlur af stað. Hvorki lögreglan á Austurlandi né slökkvilið gátu tjáð sig við fréttastofu í síma um slysið nema til að greina frá því að um tveggja bíla árekstur var um að ræða. Fjórir í bílunum tveimur Eftir að þessi frétt birtist sendi lögreglan á Austurlandi frá sér tilkynningu klukkan 13 að slysið hefði orðið á Hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi, skömmu fyrir hádegi. Lögreglan á Austurlandi sendi síðan aðra tilkynningu frá sér þar sem kom fram að fjórir einstaklingar hafi verið í bílunum tveimur, tveir í hvorum bíl. Auk þyrlanna tveggja er sjúkraflugvél á leiðinni á vettvang til aðstoðar við flutninga slasaðra. Þá kom einnig fram að vegurinn milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur væri lokaður vegna slyssins og vegfarendum bent á Breiðdalsheiði og Öxi til að komast leiða sinna. Tvær þyrlur boðaðar út „Það var óskað eftir aðkomu þyrlusveitar gæslunnar vegna umferðaslyss í norðanverðum Berufirði fyrir austan. Við boðuðum út tvær þyrlur vegna slyssins,“ sagði Ásgeir við fréttastofu um hálf eitt. Hann gat ekki gefið frekari upplýsingar um slysið nema að það væri alvarlegt. Vegna þess að slysið hefði átt sér stað fyrir austan ættu þyrlurnar fyrir höndum langt flug. „Önnur þyrlan er farin af stað og hin er að undirbúa það að leggja af stað á vettvang,“ sagði Ásgeir. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tveimur tilkynningum lögreglunnar. Landhelgisgæslan Samgönguslys Fjarðabyggð Múlaþing Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, greindi fréttastofu frá því að Landhelgisgæslunni hefði borist tilkynning um slysið á slaginu tólf og í kjölfarið sent tvær þyrlur af stað. Hvorki lögreglan á Austurlandi né slökkvilið gátu tjáð sig við fréttastofu í síma um slysið nema til að greina frá því að um tveggja bíla árekstur var um að ræða. Fjórir í bílunum tveimur Eftir að þessi frétt birtist sendi lögreglan á Austurlandi frá sér tilkynningu klukkan 13 að slysið hefði orðið á Hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi, skömmu fyrir hádegi. Lögreglan á Austurlandi sendi síðan aðra tilkynningu frá sér þar sem kom fram að fjórir einstaklingar hafi verið í bílunum tveimur, tveir í hvorum bíl. Auk þyrlanna tveggja er sjúkraflugvél á leiðinni á vettvang til aðstoðar við flutninga slasaðra. Þá kom einnig fram að vegurinn milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur væri lokaður vegna slyssins og vegfarendum bent á Breiðdalsheiði og Öxi til að komast leiða sinna. Tvær þyrlur boðaðar út „Það var óskað eftir aðkomu þyrlusveitar gæslunnar vegna umferðaslyss í norðanverðum Berufirði fyrir austan. Við boðuðum út tvær þyrlur vegna slyssins,“ sagði Ásgeir við fréttastofu um hálf eitt. Hann gat ekki gefið frekari upplýsingar um slysið nema að það væri alvarlegt. Vegna þess að slysið hefði átt sér stað fyrir austan ættu þyrlurnar fyrir höndum langt flug. „Önnur þyrlan er farin af stað og hin er að undirbúa það að leggja af stað á vettvang,“ sagði Ásgeir. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr tveimur tilkynningum lögreglunnar.
Landhelgisgæslan Samgönguslys Fjarðabyggð Múlaþing Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira