Innlent

Einn látinn eftir á­rekstur í Berufirði

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Áreksturinn átti sér stað á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur.
Áreksturinn átti sér stað á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Vísir/Vilhelm

Einn hefur verið úrskurðaður látinn eftir árekstur tveggja bíla á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi. Hinir þrír um borð í bílunum voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.

Þar segir að rannsókn á vettvangi standi yfir og að búast megi við að vegurinn verði lokaður fram á kvöld. Rannsókn slyssins er á höndum rannsóknardeildar Lögreglustjórans á Austurlandi auk rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Lögreglunni barst tilkynning um umferðarslys í norðanverðum Berufirði, á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Um var að ræða árekstur tveggja ökutækja, sem óku úr gagnstæðum áttum og skullu saman.

„Strax var ljóst að um alvarlegt slys væri um að ræða og var allt tiltækt lið lögreglu sent á staðinn, sjúkralið í Fjarðabyggð auk tækjabifreiða frá Djúpavogi og úr Fjarðabyggð,“ segir í tilkynningunni.

„Einn var úrskurðaður látinn á vettvangi en aðrir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar undir læknishendur á Landsspítalann í Reykjavík,“ segir einnig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×