Slökktu á rafmagninu á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2025 10:25 Íbúar Gasastrandarinnar búa við slæmar aðstæður en Ísraelar hafa stöðvað flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið og nú rafmagn sem mikilvægt er til framleiðslu drykkjarvatns fyrir íbúa. AP/Jehad Alshrafi Ísraelar lokuðu í gær að aðgang íbúa Gasastrandarinnar að rafmagni og hefur ákvörðunin meðal annars mikil áhrif á eimingarstöð, þar sem sjór er eimaður og gerður drykkjarhæfur. Í síðustu viku stöðvuðu Ísraelar einnig flæði neyðaraðstoðar inn á svæðið, þar sem rúmar tvær milljónir manna halda til við slæmar aðstæður. Aðgerðunum virðist ætlað að þrýsta á leiðtoga Hamas-samtakanna að framlengja fyrsta fasa vopnahlés sem samþykkt var í janúar. Þeim fasa lauk fyrir rúmri viku síðan. Umrætt vopnahlé var samþykkt þann 19. janúar og snerist fyrsti fasi þess um fangaskipti, samhliða því að viðræður um annan fasa áttu að hefjast. Sá fasi snýst um að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Sjá einnig: Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa AP fréttaveitan segir að ráðamenn í Ísrael krefjist þess að leiðtogar Hamas sleppi helmingi þeirra gísla sem samtökin halda í skiptum fyrir loforð um viðræður um varanlegt vopnahlé. Leiðtogar Hamas krefjast þess að hefja viðræðurnar um annan fasa vopnahlésins. Talið er að Hamas-liðar haldi 24 gíslum og líkum 35 til viðbótar. Sjá einnig: „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Viðræður hafa átt sér stað í Katar og eiga frekari viðræður að fara fram í dag. Mun minni og tímabundin framleiðsla Átökin milli Ísraela og Hamas hafa komið verulega niður á íbúum Gasastrandarinnar en stórir hlutar svæðisins eru í rúst eftir umfangsmiklar loftárásir og annarskonar árásir Ísraela. Lengi hefur verið notast við ljósavélar í sjúkrahúsum og öðrum stofnunum. Það hefur hinst vegar ekki verið hægt í áðurnefndri eimingarstöð, þar sem um átján þúsund rúmmetrar af sjó hafa verið eimaðir á dag. AP hefur eftir einum forsvarsmanna stöðvarinnar að með ljósavélum gæti framleiðslan verið um 2.500 rúmmetrar á dag. Ísraelar hafa þó einnig stöðvað flæði eldsneytis inn á Gasaströndina og er ekki hægt að keyra ljósavélar án þess. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur meðal annars sakað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að beita hungri sem vopni. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. 8. mars 2025 11:35 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37 Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Fyrsta fasi í þriggja fasa vopnahléi Hamas og Ísrael lýkur í dag en viðræður um annan fasa ganga hægt. Hamas höfnuðu tillögu Ísraela um að lengja fyrsta fasann. 1. mars 2025 14:27 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Sjá meira
Aðgerðunum virðist ætlað að þrýsta á leiðtoga Hamas-samtakanna að framlengja fyrsta fasa vopnahlés sem samþykkt var í janúar. Þeim fasa lauk fyrir rúmri viku síðan. Umrætt vopnahlé var samþykkt þann 19. janúar og snerist fyrsti fasi þess um fangaskipti, samhliða því að viðræður um annan fasa áttu að hefjast. Sá fasi snýst um að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Sjá einnig: Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa AP fréttaveitan segir að ráðamenn í Ísrael krefjist þess að leiðtogar Hamas sleppi helmingi þeirra gísla sem samtökin halda í skiptum fyrir loforð um viðræður um varanlegt vopnahlé. Leiðtogar Hamas krefjast þess að hefja viðræðurnar um annan fasa vopnahlésins. Talið er að Hamas-liðar haldi 24 gíslum og líkum 35 til viðbótar. Sjá einnig: „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Viðræður hafa átt sér stað í Katar og eiga frekari viðræður að fara fram í dag. Mun minni og tímabundin framleiðsla Átökin milli Ísraela og Hamas hafa komið verulega niður á íbúum Gasastrandarinnar en stórir hlutar svæðisins eru í rúst eftir umfangsmiklar loftárásir og annarskonar árásir Ísraela. Lengi hefur verið notast við ljósavélar í sjúkrahúsum og öðrum stofnunum. Það hefur hinst vegar ekki verið hægt í áðurnefndri eimingarstöð, þar sem um átján þúsund rúmmetrar af sjó hafa verið eimaðir á dag. AP hefur eftir einum forsvarsmanna stöðvarinnar að með ljósavélum gæti framleiðslan verið um 2.500 rúmmetrar á dag. Ísraelar hafa þó einnig stöðvað flæði eldsneytis inn á Gasaströndina og er ekki hægt að keyra ljósavélar án þess. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn í Haag hefur meðal annars sakað Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að beita hungri sem vopni.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. 8. mars 2025 11:35 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15 Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37 Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Fyrsta fasi í þriggja fasa vopnahléi Hamas og Ísrael lýkur í dag en viðræður um annan fasa ganga hægt. Hamas höfnuðu tillögu Ísraela um að lengja fyrsta fasann. 1. mars 2025 14:27 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Sjá meira
Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. 8. mars 2025 11:35
Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. 5. mars 2025 13:15
Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37
Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Fyrsta fasi í þriggja fasa vopnahléi Hamas og Ísrael lýkur í dag en viðræður um annan fasa ganga hægt. Hamas höfnuðu tillögu Ísraela um að lengja fyrsta fasann. 1. mars 2025 14:27