Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2025 13:14 Kort sem sýnir staðsetningu áreksturs flutningaskipanna undan ströndum Hull á austurströnd Englands. Vísir/Getty Meiriháttar björgunaraðgerð er nú í gangi í Norðursjó undan ströndum austanverðs Englands eftir að olíuflutningaskip og fraktskipt rákust þar á. Eldur logar í báðum skipum en áhöfn olíuskipsins er sögð heil á húfi. Tilkynning um áreksturinn barst bresku strandgæslunni skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Hann átti sér stað um sextán kílómetra undan ströndum Austur-Jórvíkurskírs utan við hafnarborgina Hull sem er um 250 kílómetra norður af London. Talið er skipin sem rákust á séu bandaríska efna- og olíuflutningaskipið MV Stena Immaculate og portúgalska flutningaskipið Solong. Svartur reykur er sagður sjást stíga upp frá báðum skipum. Björgunarskip og þyrlur leita nú skipverja í sjónum. The Guardian segir að um fjörutíu skipverjar hafi verið á skipunum tveimur samtals. Þrjátíu og tveir hafi verið fluttir í land í Grimsby en óljóst sé með ástand þeirra. BBC segir að búið sé að finna alla áhöfn olíuflutningaskipsins og að hún sé heil á húfi. AP-fréttastofan segir að samkvæmt vefsíðum sem fylgjast með skipaferðum hafi bandaríska olíuflutningaskipið legið við akkeri en flutningaskipið hafi verið á leið frá Grangemouth í Skotlandi suður til Rotterdam í Hollandi. From Marine Traffic, here's the moment of the crash between the oil tanker MV Stena Immaculate and a cargo vessel MV Solong. Live updates here www.theguardian.com/uk-news/live...[image or embed]— Eliot Higgins (@eliothiggins.bsky.social) March 10, 2025 at 1:08 PM Stena Immaculate er í eigu sænska skipafyrirtækisins Stena og er sagt eitt tíu sem sér um að flytja olíu fyrir Bandaríkjaher á stríðstímum. Það var á leið frá Grikklandi til Killingholme í Bretlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talsmaður Crowley Ship Management sem gerir olíuflutningaskipið út segir að gat hafi komið á tank með þotueldsneyti. Við það hafi kviknað eldur um borð og nokkrar sprengingar orðið. Eldsneyti hafi lekið út í sjó. Olíuflutningaskipið er 183 metra langt, 32 metra breitt og rúmlega 29.800 brúttótonn samkvæmt vefsíðu Stena. Flutningaskipið er 140 metra langt og getur flutt allt að 9.500 tonna farm. Breska veðurstofan hafði varað við þoku og slæmu skyggni á slysstaðnum í morgun, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Fréttin verður uppfærð. Skipaflutningar Bretland Hafið Bensín og olía Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Tilkynning um áreksturinn barst bresku strandgæslunni skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Hann átti sér stað um sextán kílómetra undan ströndum Austur-Jórvíkurskírs utan við hafnarborgina Hull sem er um 250 kílómetra norður af London. Talið er skipin sem rákust á séu bandaríska efna- og olíuflutningaskipið MV Stena Immaculate og portúgalska flutningaskipið Solong. Svartur reykur er sagður sjást stíga upp frá báðum skipum. Björgunarskip og þyrlur leita nú skipverja í sjónum. The Guardian segir að um fjörutíu skipverjar hafi verið á skipunum tveimur samtals. Þrjátíu og tveir hafi verið fluttir í land í Grimsby en óljóst sé með ástand þeirra. BBC segir að búið sé að finna alla áhöfn olíuflutningaskipsins og að hún sé heil á húfi. AP-fréttastofan segir að samkvæmt vefsíðum sem fylgjast með skipaferðum hafi bandaríska olíuflutningaskipið legið við akkeri en flutningaskipið hafi verið á leið frá Grangemouth í Skotlandi suður til Rotterdam í Hollandi. From Marine Traffic, here's the moment of the crash between the oil tanker MV Stena Immaculate and a cargo vessel MV Solong. Live updates here www.theguardian.com/uk-news/live...[image or embed]— Eliot Higgins (@eliothiggins.bsky.social) March 10, 2025 at 1:08 PM Stena Immaculate er í eigu sænska skipafyrirtækisins Stena og er sagt eitt tíu sem sér um að flytja olíu fyrir Bandaríkjaher á stríðstímum. Það var á leið frá Grikklandi til Killingholme í Bretlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talsmaður Crowley Ship Management sem gerir olíuflutningaskipið út segir að gat hafi komið á tank með þotueldsneyti. Við það hafi kviknað eldur um borð og nokkrar sprengingar orðið. Eldsneyti hafi lekið út í sjó. Olíuflutningaskipið er 183 metra langt, 32 metra breitt og rúmlega 29.800 brúttótonn samkvæmt vefsíðu Stena. Flutningaskipið er 140 metra langt og getur flutt allt að 9.500 tonna farm. Breska veðurstofan hafði varað við þoku og slæmu skyggni á slysstaðnum í morgun, að sögn Sky-sjónvarpsstöðvarinnar. Fréttin verður uppfærð.
Skipaflutningar Bretland Hafið Bensín og olía Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira