Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. mars 2025 09:03 Gísli hefur gert vel á skömmum tíma í Póllandi en ljóst er að leiktíð hans er lokið. Mynd: Lech Poznan Gísli Gottskálk Þórðarson hefur farið glimrandi vel af stað hjá nýju liði í Póllandi og bankaði á dyrnar í íslenska A-landsliðinu þegar hann varð fyrir miklu áfalli. Útlit er fyrir að leiktíð hans sé lokið. Gísli skipti frá Víkingi til pólska stórliðsins Lech Poznan í janúar. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur vann hann sér fljótt inn sæti hjá toppliði Póllands og allt í blóma. En eftir samstuð og fall á æfingu í síðustu viku breyttist staðan fljótt þegar Gísli fór úr axlarlið í annað skipti á ævinni. „Ég man ég kallaði um leið að ég hafi farið úr axlarlið, því ég mundi hvernig tilfinningin var og heyrði hljóðið. Þetta var frekar sársaukafullt en ég lærði af fyrri reynslunni að það er gott að koma þér aftur í liðinn sem fyrst,“ segir Gísli um atvikið. „Ég lá þarna í einhverjum sársauka öskrandi á menn að koma mér í liðinn sem fyrst. Þetta er leiðinleg tímasetning vegna þess að ég vissi að ég yrði utan vallar í einhvern tíma en ég bjóst kannski ekki alveg við að ég þyrfti að fara í aðgerð og vera frá út tímabilið,“ segir Gísli sem verður frá í fjóra til fimm mánuði eftir aðgerðina. Hefði getað verið í landsliðinu Líkt og segir að ofan hefur Gísli spilað vel í Póllandi og Lech gengur vel, er á toppi deildarinnar. Hann var orðaður við landsliðssæti en Arnar Gunnlaugsson, sem þjálfaði hann hjá Víkingi, opinberar sinn fyrsta landsliðshóp á morgun. Tímasetningin er því bagaleg. „Það er ekkert hægt að ljúga því. Þetta er alvöru skellur. Maður reynir bara að hlæja að þessu, af því að þetta er þannig leiðinleg tímasetning. Við erum á toppnum í deildinni hérna úti og ég er búinn að koma sterkt inn og spila meira en ég bjóst við,“ „Svo er landsleikjapása og hvort sem það hefði orðið A-landsliðið eða U21, þetta er alveg leiðinleg tímasetning. Ég get ekki logið því,“ segir Gísli Fer í aðgerð í dag Gísli hefur farið úr axlarlið áður og aukin tíðni slíkra meiðsla eykur hættu á að þau endurtaki sig. Í þetta skipti varð einnig töluverður liðbandaskaði og meiðslin töluvert verri en í fyrra skiptið. Gísli Gottskálk eyðir líklega meiri tíma í æfingasalnum en á fótboltavellinum næstu mánuði.Mynd: Lech Poznan Hann hitti sérfræðing í Poznan fyrir helgi sem ákvað að best væri fyrir hann að fara beint í aðgerð. Sú aðgerð fer fram í dag og ljóst að hann spilar ekki fótbolta aftur fyrr en næsta haust. „Það þýðir ekkert pæla of mikið í þessu eða að draga sig niður. Tíminn líður svo fljótt í fótbolta að áður en þú veist af verð ég kominn aftur á völlinn,“ segir Gísli brattur, þrátt fyrir allt. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson gæti neyðst til að halda sig frá keppni næstu 4-5 mánuðina eftir að hafa meiðst í öxl á æfingu. 9. mars 2025 12:46 Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz. 31. janúar 2025 21:38 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Gísli skipti frá Víkingi til pólska stórliðsins Lech Poznan í janúar. Þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur vann hann sér fljótt inn sæti hjá toppliði Póllands og allt í blóma. En eftir samstuð og fall á æfingu í síðustu viku breyttist staðan fljótt þegar Gísli fór úr axlarlið í annað skipti á ævinni. „Ég man ég kallaði um leið að ég hafi farið úr axlarlið, því ég mundi hvernig tilfinningin var og heyrði hljóðið. Þetta var frekar sársaukafullt en ég lærði af fyrri reynslunni að það er gott að koma þér aftur í liðinn sem fyrst,“ segir Gísli um atvikið. „Ég lá þarna í einhverjum sársauka öskrandi á menn að koma mér í liðinn sem fyrst. Þetta er leiðinleg tímasetning vegna þess að ég vissi að ég yrði utan vallar í einhvern tíma en ég bjóst kannski ekki alveg við að ég þyrfti að fara í aðgerð og vera frá út tímabilið,“ segir Gísli sem verður frá í fjóra til fimm mánuði eftir aðgerðina. Hefði getað verið í landsliðinu Líkt og segir að ofan hefur Gísli spilað vel í Póllandi og Lech gengur vel, er á toppi deildarinnar. Hann var orðaður við landsliðssæti en Arnar Gunnlaugsson, sem þjálfaði hann hjá Víkingi, opinberar sinn fyrsta landsliðshóp á morgun. Tímasetningin er því bagaleg. „Það er ekkert hægt að ljúga því. Þetta er alvöru skellur. Maður reynir bara að hlæja að þessu, af því að þetta er þannig leiðinleg tímasetning. Við erum á toppnum í deildinni hérna úti og ég er búinn að koma sterkt inn og spila meira en ég bjóst við,“ „Svo er landsleikjapása og hvort sem það hefði orðið A-landsliðið eða U21, þetta er alveg leiðinleg tímasetning. Ég get ekki logið því,“ segir Gísli Fer í aðgerð í dag Gísli hefur farið úr axlarlið áður og aukin tíðni slíkra meiðsla eykur hættu á að þau endurtaki sig. Í þetta skipti varð einnig töluverður liðbandaskaði og meiðslin töluvert verri en í fyrra skiptið. Gísli Gottskálk eyðir líklega meiri tíma í æfingasalnum en á fótboltavellinum næstu mánuði.Mynd: Lech Poznan Hann hitti sérfræðing í Poznan fyrir helgi sem ákvað að best væri fyrir hann að fara beint í aðgerð. Sú aðgerð fer fram í dag og ljóst að hann spilar ekki fótbolta aftur fyrr en næsta haust. „Það þýðir ekkert pæla of mikið í þessu eða að draga sig niður. Tíminn líður svo fljótt í fótbolta að áður en þú veist af verð ég kominn aftur á völlinn,“ segir Gísli brattur, þrátt fyrir allt.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson gæti neyðst til að halda sig frá keppni næstu 4-5 mánuðina eftir að hafa meiðst í öxl á æfingu. 9. mars 2025 12:46 Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz. 31. janúar 2025 21:38 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Knattspyrnumaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson gæti neyðst til að halda sig frá keppni næstu 4-5 mánuðina eftir að hafa meiðst í öxl á æfingu. 9. mars 2025 12:46
Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Gísli Gottskálk Þórðarson lagði upp mark í sínum fyrsta keppnisleik fyrir pólska liðið Lech Poznan í öruggum 4-1 sigri gegn Widzew Lodz. 31. janúar 2025 21:38
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn