Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar 10. mars 2025 21:03 Taflan sýnir hvernig æðsta menntastofnun þjóðarinnar, Háskóli Íslands, hafði eina milljón og sextíu þúsund krónur af ”viðskiptavini” í spilavítum sínum á tveimur sólarhringum. Þarna gefur að líta bankayfirlit spilafíkils frá því í júlí á árinu 2017. Uppfært samkvæmt verðlagsþróun væri upphæðin nú talsvert hærri. Þetta fórnarlamb Háskólans var mætt að morgni dags 11. júlí kukkan 9: 21 og spilar strax frá sér 30 þúsund krónum. Fer til afgreiðslumanns og fær tekið út af korti sínu átta mínútum síðar og spilar þá enn frá sér 30 þúsund krónum, næst er það 25 þúsund krónur og síðan koll af kolli. Um kvöldið er spilafíkillinn búinn að koma víða við í stuðningi sínum við Háskólann og er nú kominn í sal Háspennu og spilar þar frá sér 50 þúsund krónum klukkan 20:54, tveimur tímum seinna fjúka 40 þúsud til viðbótar. Þegar yfir lauk var allt féð uppurið – því aldrei er hætt fyrr en svo er – 1.060.000 kr. horfnar. Þetta kom fram í erindi Ölmu Hafsteins, formanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn, á hédegisfundi sem samtökin stóðu fyrir í sal Þjóðminjasafnsins í byrjun vikunnar í aðdraganda rektorskjörs við skólann. Á fundinum talaði einnig Heather Wardle fræðimaður við Glasgow háskóla í fjarbúnaði en hún flutti mjög áhugavert erindi um skaðsemi fjárhættuspila.´ Þá ávarpaði fundinn Lenya Rún, lögfræðingur, en hún flutti tillögu á sínum tíma í Stúdentaráði sem kvað á um lokun spilakassa háskólans. Var hún samþykkt og stendur sú samþykkt enn því Stúdentaráð hefur ekki breytt þeirri afstöðu. Kristján Jónasson stærðfræðingur og kennari við HÍ stýrði fundinum sem ég held að sé óhætt að fullyrða að hafi haft áhrif á alla þá sem lögðu sig fram um að innbyrða og skilja til botns það sem fram kom á fundinum. Hafi ég einhvern tímann verið sannfæðrur um að rekstraraðilum fjárhættuspilakassa skuli gert að loka þeim þegar í stað þá var það nú. Aðeins einn rekstorsframbjóðenda mætti á fundinn, Magnús Karl Magnússon og tók hann til máls og mæltist vel. Einhverjir munu hafa boðað forföll af óviðráðanlegum ástæðum. Samtök áhugafólks um spilafíkn boðuðu á fundinum að allir frambjóðenda til rektors yrðu spurðir um afstöðu sína til fjárhættuspilareksturs háskólans. Skildist mér að farið yrði fram á afdráttarlaus svör. Sem upphitun mættu þeir horfa á bankayfilitið að ofan.Varla þarf frekari orð.Þó hefur þetta legið ljóst fyrir í rúm þrjátíu ár.En gæti verið að nú yrðu kaflaskil? Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Taflan sýnir hvernig æðsta menntastofnun þjóðarinnar, Háskóli Íslands, hafði eina milljón og sextíu þúsund krónur af ”viðskiptavini” í spilavítum sínum á tveimur sólarhringum. Þarna gefur að líta bankayfirlit spilafíkils frá því í júlí á árinu 2017. Uppfært samkvæmt verðlagsþróun væri upphæðin nú talsvert hærri. Þetta fórnarlamb Háskólans var mætt að morgni dags 11. júlí kukkan 9: 21 og spilar strax frá sér 30 þúsund krónum. Fer til afgreiðslumanns og fær tekið út af korti sínu átta mínútum síðar og spilar þá enn frá sér 30 þúsund krónum, næst er það 25 þúsund krónur og síðan koll af kolli. Um kvöldið er spilafíkillinn búinn að koma víða við í stuðningi sínum við Háskólann og er nú kominn í sal Háspennu og spilar þar frá sér 50 þúsund krónum klukkan 20:54, tveimur tímum seinna fjúka 40 þúsud til viðbótar. Þegar yfir lauk var allt féð uppurið – því aldrei er hætt fyrr en svo er – 1.060.000 kr. horfnar. Þetta kom fram í erindi Ölmu Hafsteins, formanns Samtaka áhugafólks um spilafíkn, á hédegisfundi sem samtökin stóðu fyrir í sal Þjóðminjasafnsins í byrjun vikunnar í aðdraganda rektorskjörs við skólann. Á fundinum talaði einnig Heather Wardle fræðimaður við Glasgow háskóla í fjarbúnaði en hún flutti mjög áhugavert erindi um skaðsemi fjárhættuspila.´ Þá ávarpaði fundinn Lenya Rún, lögfræðingur, en hún flutti tillögu á sínum tíma í Stúdentaráði sem kvað á um lokun spilakassa háskólans. Var hún samþykkt og stendur sú samþykkt enn því Stúdentaráð hefur ekki breytt þeirri afstöðu. Kristján Jónasson stærðfræðingur og kennari við HÍ stýrði fundinum sem ég held að sé óhætt að fullyrða að hafi haft áhrif á alla þá sem lögðu sig fram um að innbyrða og skilja til botns það sem fram kom á fundinum. Hafi ég einhvern tímann verið sannfæðrur um að rekstraraðilum fjárhættuspilakassa skuli gert að loka þeim þegar í stað þá var það nú. Aðeins einn rekstorsframbjóðenda mætti á fundinn, Magnús Karl Magnússon og tók hann til máls og mæltist vel. Einhverjir munu hafa boðað forföll af óviðráðanlegum ástæðum. Samtök áhugafólks um spilafíkn boðuðu á fundinum að allir frambjóðenda til rektors yrðu spurðir um afstöðu sína til fjárhættuspilareksturs háskólans. Skildist mér að farið yrði fram á afdráttarlaus svör. Sem upphitun mættu þeir horfa á bankayfilitið að ofan.Varla þarf frekari orð.Þó hefur þetta legið ljóst fyrir í rúm þrjátíu ár.En gæti verið að nú yrðu kaflaskil? Höfundur er fyrrverandi þingmaður og ráðherra.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar