„Ekki leiðinlegt að fara á tvær árshátíðir sama kvöldið. Byrjuðum í Mosfellsbæ og enduðum með mínu fólki á RÚV,“ skrifar Gunna Dís við mynd af sér og eiginmanni sínum Kristjáni Þór Magnússyni, sviðsstjóra mannauðs og starfsumhverfis í Mosfellsbæ.
Samfestingurinn, er hannaður af Hebu Hallgríms og framleiddur af Svart Studio, fæst í tískuvöruversluninni Apríl og kostar 13.293 krónur.

Árshátíð RÚV fór fram í Gamla bíó um kvöldið þar sem gestir tóku hraustlega til matar síns áður en gleðipinnarnir í Björtum sveiflum spiluðu fyrir dansi.