Óhætt er að segja að menn þar á bæ séu stórhuga enda á nýi völlurinn að taka 100 þúsund manns í sæti og hann á að kosta um tvo milljarða punda.
Það er ekki bara völlurinn sem er glæsilegur því allt svæðið í kringum völlinn verður einnig glæsilegt og hvergi til sparað.
This is your future.
— Manchester United (@ManUtd) March 11, 2025
Your home.
Your United.#MUFC pic.twitter.com/cK7yVnOm1X
Hér má svo lesa meira um verkefnið.
Sir Jim Ratcliffe, einn eigenda félagsins, segir að dagurinn í dag sé risastór fyrir félagið.
„Í dag hefst ótrúlega spennandi vegferð í áttina að glæsilegasta knattspyrnuleikvangi heims. Gamli völlurinn hefur þjónað félaginu vel í 115 ár en er úr sér genginn. Með því að byggja á sama svæði þá getum við haldið í Old Trafford andann,“ sagði Ratcliffe en gamli völlurinn verður rifinn og svæðið byggt upp á nýjan leik.
Að neðan má sjá ljósmyndir af fyrirhuguðum nýju Trafford.





