Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2025 13:46 Spænski miðjumaðurinn Mikel Merino hefur leyst stöðu framherja hjá Arsenal í síðustu leikjum. afp/Paul ELLIS Jamie Carragher segir að stærsta vandamál Arsenal sé ekki skorturinn á hreinræktuðum framherja. Liðið þurfi fleiri skapandi leikmenn sem geti búið til betri færi. Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn. Liðið er án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum og hefur aðeins skorað eitt mark í þeim. Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 55 stig, fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Nokkrir sóknarmenn eru á meiðslalistanum hjá Arsenal, þar á meðal Bukayo Saka, Kai Havertz og Gabriel Jesus. Bent hefur verið á að Arsenal vanti hreinræktaðan framherja til að taka næsta skref. Carragher segir að skortur á slíkum leikmanni sé ekki aðalveikleiki Arsenal. „Gleymdu því að fá inn framherja. Það fyrsta sem þeir þurfa að gera er að fá fleiri skapandi leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef Arsenal hefði haft framherja, til dæmis Erling Haaland, hefðu þeir skorað fleiri mörk? Auðvitað, því hann er afburða framherji og frábær í að klára færin sín. En miðað við síðustu þrjá leiki Arsenal og færin sem þeir fengu breytir Erling Haaland engu.“ Þótt Arsenal hafi gengið illa að skora í undanförnum leikjum í ensku úrvalsdeildinni skoraði liðið sjö mörk gegn PSV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Liðin mætast öðru sinni annað kvöld. Ef Arsenal kemst áfram, sem allar líkur eru á eftir 1-7 sigur í fyrri leiknum, mætir liðið sigurvegaranum úr rimmu Real Madrid og Atlético Madrid. Enski boltinn Tengdar fréttir Arteta gekk út úr viðtali Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki í neinu sólskinsskapi eftir jafnteflið við Manchester United, 1-1, í gær. Hann kláraði til að mynda ekki viðtal við Sky Sports. 10. mars 2025 09:02 Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31 „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn. Liðið er án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum og hefur aðeins skorað eitt mark í þeim. Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 55 stig, fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Nokkrir sóknarmenn eru á meiðslalistanum hjá Arsenal, þar á meðal Bukayo Saka, Kai Havertz og Gabriel Jesus. Bent hefur verið á að Arsenal vanti hreinræktaðan framherja til að taka næsta skref. Carragher segir að skortur á slíkum leikmanni sé ekki aðalveikleiki Arsenal. „Gleymdu því að fá inn framherja. Það fyrsta sem þeir þurfa að gera er að fá fleiri skapandi leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef Arsenal hefði haft framherja, til dæmis Erling Haaland, hefðu þeir skorað fleiri mörk? Auðvitað, því hann er afburða framherji og frábær í að klára færin sín. En miðað við síðustu þrjá leiki Arsenal og færin sem þeir fengu breytir Erling Haaland engu.“ Þótt Arsenal hafi gengið illa að skora í undanförnum leikjum í ensku úrvalsdeildinni skoraði liðið sjö mörk gegn PSV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Liðin mætast öðru sinni annað kvöld. Ef Arsenal kemst áfram, sem allar líkur eru á eftir 1-7 sigur í fyrri leiknum, mætir liðið sigurvegaranum úr rimmu Real Madrid og Atlético Madrid.
Enski boltinn Tengdar fréttir Arteta gekk út úr viðtali Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki í neinu sólskinsskapi eftir jafnteflið við Manchester United, 1-1, í gær. Hann kláraði til að mynda ekki viðtal við Sky Sports. 10. mars 2025 09:02 Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31 „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Arteta gekk út úr viðtali Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki í neinu sólskinsskapi eftir jafnteflið við Manchester United, 1-1, í gær. Hann kláraði til að mynda ekki viðtal við Sky Sports. 10. mars 2025 09:02
Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31
„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32